Vikan

Tölublað

Vikan - 09.01.1975, Blaðsíða 12

Vikan - 09.01.1975, Blaðsíða 12
Bruce Lee í Austurbæjarbíói Karatesérfræðingar hafa lengi vitaö hvaö þaö er aö vera þekktur og hvaö þaö er aö njóta óttabland- innar viröingar, en þaö var ekki fyrr en Bruce Lee kom fram á sjónarsviöiö, aö þeir komust aö þvi, aö þaö má hafa ýmislegt annaö upp úr þessari iþrótt. Bruce átti griöarstórt hús, þar sem voru ellefu svefnherbergi og þegar hann þurfti aö skreppa eitt- hvaö, settist hann upp i Rolls- Royceinn sinn o£ók af staö. A tveimur árum lék Lee i þremur kvikmyndum, sem geröu karate aö einhverju eftirsóttasta kvikmyndaefni i heimi. Siöasta myndin, sem Bruce Lee lék I, var Enter the Dragon (í klóm drek- ans), sem Austurbæjarbló sýnir um þessar mundir. I þessari mynd leikur hann hetju I James Bond-stQ og ásamt honum koma þar fram stjörnur á borö viö John Saxon og Ahna Capri. Bruce Lee fæddist í San Francisco, en hóf þó leikferil sinn i Hong Kong, þar sem hann lék strax á barnsaldri i kvikmyndum meö kinversku tali. Hann hóf karateþjálfum þegar á unga aldri og náöi fljótt sllkum árangri, aö kvikmyndaframleiöendur i Hollywood fengu hann til aö leika i karateatriöum kvikmynda sinna. Raymond Chow, kvik- myndaframleiöandi frá Hong Kong, sá Bruce Lee I einni slíkra mynda og þótti pilturinn svo efni- legur, aö hann fékk hann til aö leika aöalhlutverk i kvikmynd- inniThe Big Boss, sem sló öll met i aösókn i Hong Kong. 1 kjölfar The Big Boss fylgdu myndirnar Fists of Fury og The Chinese Connection, sem Bruce Lee stjórnáöi og skrifaöi jafnframt handrit af. Gengi þessara mynda var slikt, aö Warner Bros kvikmynda- félagiö ákvaö aö fá Bruce Lee til aö leika i kvikmyndinni Enter the Dragon, sem Robert Ciouse stjórnaöi. Michael Allin skrifaöi handritiö aö myndinni, sem er hin fyrsta um þetta efni, sem banda- riskt kvikmyndafélag gerir. Hún varö jafnframt síöasta mynd Bruce Lee, þvi aö hann lést skömmu eftir aö töku hennar lauk. Síðasta sýning. Um þessar mundir er Stjörnu- bió aö hefja sýningar á kvik- myndinni The Last Picture Show (Siöasta sýning), sem frumsýnd var á kvikmyndahátiö i New York siöla á árinu 1971. Þá hlaut mynd þessi, sem Peter Bogdanovich stjórnaöi, frábærar viötökur gagnrýnenda og áriö eftir voru þeim Cloris Leachman og Ben Johnson veitt Óskarsverölaun fyrir bestan leik i aukahlut- verkum fyrir leik sinn I þessari mynd. Myndin gerist I smábænum Ánarene I Texas I kringum 1950. Þar er vistin heldur dauf, fátt til skemmtunar, og bærinn er aö veröa einn af draugabæjum Bandarikjanna. Áöur en langt um llöur mun kvikmyndahúsiö i bænum áreiöanlega efna til siöustu sýningar sinnar, þvi aö sjónvarpiö, sem er aö halda innreiö sina, mun án efa halda þessum fáu hræöum i þorpinu heima. Unga fólkiö i bænum elst upp i fábreytilegu umhverfi, gengur i eina skólann þar og skemmtir sér á einu kránni, sern er aö hafa. Þaö rétt nær aö kynnast fyrstu ástinni, áöur en þaö hverfur á braut, ungu mennirnir i herinn eöa fara burtu, og ungu konurnar til stærri borga, þar sem þeim viröist lífiö bjóöa upp á fleira en stööuga endurtekningu dagsins i gær. 1 myndinni er sagt frá högum þessa fóks, aöallega frá sjónar- hóli tveggja ungra manna, Sonny Crawfords, sem Timothy Bott- oms leikur og Duane Jacksons, sem Jeff Bridges leikur. Meöal annarra leikara eru Ben Johnson, sem leikur Sam the Lion (ljóniö), en hann rekur knatt-. borösstofu I Anarene, og Cloris Leachman leikur kennslukonuna I bænum. Cybil Shephérd leikur Jacy, dóttur mesta efnamannsins i An$rene, en til hennar fellir Duane ástarhug. (Þess má geta, aö Cybil þessi Shepherd var um skeiö gift leikstjóranum Peter Bogdanovich og var um þau dálitil grein i 30. tölublaöi Vikunnar á siöasta ári.) Til þess aö gera langa sögu stutta um samróma álit gagn- 12 VIKAN 2.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.