Vikan

Issue

Vikan - 23.01.1975, Page 6

Vikan - 23.01.1975, Page 6
Þessi mynd snart Völstadhjónin svo mjög, aö þau ákváöu að ætt- leiða börnin, sem hún sýnir. Flugvél lendir, rennur spölkorn eftir flugbrautinni, nemur staöar. Landgöngustiginn er færöur aö dyrunum, og farþegarnir ganga frá boröi. — Þarna eru þær! Viö þetta fagnaðaróp hrökkva langþreyttir farþegarnir við. Ekkert er óvenjulegt viö það, aö fagnaöarfundur verði á flug- völlum, en þessi var einstæöur. Maður, kona og tveir drengir hafa gleymt öllu i kringum sig, þar sem þau standa við landgöngu- stigann. Þau reka upp fagnaöaróp, þeg- ar flugfreyjan og grannvaxin víetnömsk kona birtast i dyrum flugvélarinnar. Ekki vegna kvennanna tveggja, heldur agn- arsmárra stúlknanna, sem þær halda á. 1 þrjú ár hafa hjónin Ruth og Tor Völstad og synir þeirra tveir, Torbjörn og Arnfinn, beöið þessa augnabliks, að fá stúlkurnar tvær til sln, fá að faðma þær að sér og annast þær af ástúð. Hjónunum hefur fundist þau vera foreldrar stúlknanna tveggja allt frá þvi þau töluðu fyrst um að ættleiöa þær við aðal- ritara norsku Vietnamshreyfing- arinnar. Þá voru tviburasyst - urnar fáeinna mánaða gamlar, litlar og veikbyggðar verur á barnaheimilinu Go Vap i Saigon. Og Völstadhjónin höföu af þeim miklar áhyggjur. Ætli þær fái nóg aö boröa? Fá þær nægilega um- önnun, og er þeim sýnd næg ástúö? Biða þær ekki tjón á and- legri heilsu sinni? Hjónin gerðu sér vel ljóst, hvaða afleiðingar langvinnur næringarskortur get- ur haft. Á flugvellinum hverfa allar á- hyggjur þeirra eins og dögg fyrir sólu. Börnin eru komin, og það eitt skiptir máli. Litla vietnamska konan, Nguyen Kim Dung, ber ekki leng- ur ábyrgð á stúlkunum tveimur. Hún er að niðurlotum komin, enda hefur hún verið á flugi i 27 klukkustundir og þurft að annast tvær agnarlitlar og veikbyggðar verur alla leið frá Saigon um Nýju-Dehli ' og Kaupmannahöfn. Börnin hafa fengiö hita á ferða- laginu og ekki haft neina matar- lyst. Hún þurfti að leita læknis fyrir þær I Nýju-Dehli, og aö auki er þetta fyrsta utanferð hennar. En allt fór vel að lokum. Ruth Völstad hcldur á dætrum sinum tveimur. Nguyen Kim Dung stigur út úr flugvélinni og heldur á annarri stúlkunni. Norska og vietnamska eru alls óskyld tungumál, en Tor Völstad og dóttir hans viröast samt skilja hvört annaö vel. Fyrir þremur árum sáu norsk hjón mynd i blaði. Á myndinni gat að lita nunnu i Vietnam halda á tveimur nýfæddum, en munaðarlausum börnum. Hjónin ákváðu að ættleiða börnin, e þau fengju leyfi til þess. Það tók þau þrjú ár, en nú hafa þau eignast tvær dætur. i ÖRUGGRI Af flugvellinum er haldið til Innbjoa, þar sem amma og afi biða eftir barnabörnunum. Þar eiga litlu stúlkurnar að hvila sig eftir ferðina, áður en þær halda til nýja heimilisins sins. Þær sofna brátt, en Torbjörn bróðir þeirra blöur óþolinmóður eftir þvi, að þær vakni. Hann langar til að skipta á þeim. Arnfinni leiðist lika biðin. Honum finnst hann hafa beðið allt of lengi eftir systr- um sinum. En þeir verða að biða i nokkra daga til viðbótar, áður en þeir fá að annastsystur sinar. Þær verða að vera undir eftirliti sjúkrahúss i Stavanger fyrstu vikurnar, þvi að þær eru óvanar norskum mat, og þess vegna er hætta á þvl, aö þær verði veikar i maga fyrst i stað. Völstadhjónin eru aðdáunar verð. Hún er fjörutiu og eins árs og hann átta árum eldri. Þau hafa ættleitt tvö erlend og foreldralaus börn áður, Arnfinn er griskur aö Synir frá Kóreu og Grikklandi, dætur frá Vietnam. Arnfinn held- ur á Astrid og Torbjörn á Magny. uppruna og Torbjörn er kórversk ur. Og nú bætast tvær þriggja ára vtetnamskar dætur i systkinahóp- inn. Og heimilisfaðirinn er blind- ur, missti sjónina og þrjá fingur I slysaskoti árið 1951, en hann missti ekki móðinn þrátt fyrir þaö. Að visu var hann vondaufur i fyrstu, en svo kynntist hann Ruth, gejik I verslunarskóla og rekur nú nýlenduvöruverslun. Og nú er hann fjögurra barna faðir. Ættleiðingar þeirra hjóna hafa kostað þau mikiö erfiði og fjár- muni. Samkvæmt norskum lög- um um ættleiðingar, er fötluðu fólki ekki leyfilegt að ættleiöa börn, nema með sérstakri undan- þágu, og hún er örsjaldan veitt. Skriffinnskubákniö er ekki þess 6 VIKAN 4. TBL. 4. TBL. VIKAN 7

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.