Vikan

Tölublað

Vikan - 10.07.1975, Blaðsíða 2

Vikan - 10.07.1975, Blaðsíða 2
ÞEKKIRÐU LANDIÐ ÞITT? Sumargetraun VIKUNNAR hefur ávallt notið mikilla vinsælda lesenda, enda er reynt að hafa bæði þrautir og vinninga við hæfi sem flestra. I þetta sinn er litið við á nokkrum stöðum á landinu, sem rómaðireru fyrir sérkenni og fegurð, og þraut- in er í því fólgin að þekkja, hvaðan myndirnar eru. Birtar eru tvær myndir i hverju blaði, og gefnir eru þrír möguleikar með hverri mynd. Vandinn er ekki annar en að krossa við það nafn, sem þátttak- andi telur líklegast. Sumargetraunin er i þremur blöðum að þessu sinni. pegar öll þrjú blöðin eru komin — ekki fyrr— má senda lausnirnar til VIKUNNAR, PÓST- HÓLF 533, REYKJAVÍK. Merkið umslagið „Sum- argetraun". Vikan vonast eftir góðri þátttöku i þessari skemmtilegu sumargetraun, enda til nokkurs að vinna. Verðlaunin eru ekki af verri endanum og vafalaust mörgum kærkomin nú á þessum síðustu og verstu tímum, þegar allir barma sér yfir pen- ingaleysi og alls kyns Ijónum í vegi fyrir hvers kyns lystisemdum. Fyrstu verðlaun eru ferð fyrir tvo til Mallorka með ferðaskrifstofunni ÚRVALL sem sagt úrvalsvinningur. Sem önnur verðlaun er boðið upp á flugferð fyrir tvo með FLUGFÉLAGI IS- LANDS til Reykjavikur og gistingu á Hótel ESJU. Fari svo, að reykvíkingur hreppi þennan vinning, snúum við bara dæminu við og bjóðum honum út á land, til dæmis til Akureyrar. Loks er svo boðið upp á kvöldverð fyrir tvo i GRILLINU, og um það þarf varla fleiri orð, þar er alltaf kóngafæða á boðstól- um. Getraunaseðil er að finna á bls. 37 AN 28. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.