Vikan

Tölublað

Vikan - 10.07.1975, Blaðsíða 23

Vikan - 10.07.1975, Blaðsíða 23
r A NÝ Audrey Hepburn er or&in 45 ára og hefur ekki leikið I kvikmynd- um I sjö ár, þrátt fyrir það, að margir af þekktustu og bestu leikstjórum heimsins hafa ákaft leitaö eftir þvi að fá hana til að leika i myndum sinum. Hepburn tók þá ákvöröun að hætta að leika i janiiar 1969. Þá giftist hún — mánuði eftir að hún skildi við fyrri mann sinn, banda- rikjamanninn Mel Ferrer, sem var tólf árum eldri en hún — italska lækninum Andrea Paolo Dotti, en hann er ellefu árum yngri en leikkonan. „Kvikmyndir gætu eyðilagt hjónabandið”, sagði þessi heimsfræga leikkona ákveðin. Og hún talaði af reynslu. Þremur árum siðar hafði hún ekki hvikað frá fyrri ákvörðun sinni: ,,Ég get ekki leikið i kvik- mynd, ef ég þarf að fara burtu úr Róm til þess. Kannski ég féllist á að leika i kvikmynd, sem tekin yrði heima hjá mér, eða hérna i götunni.” Og þetta virtist hennar siðasta orð. En nú hefur leikkonan skipt um skoðun, og það hefur vissar or- sakir. Ekki svo að skilja, að hjóna- bandiö sé að fara út um þúfur, heimsblöðin geta varla smjattað á þvi næstu mánuðina. Það er lúxuslifið i Róm, þar sem þau Hepburn og Dotti hafa þjóna á hverjum fingri, sem hefur reynst of dýrt fyrir þau. Hepburn þarf aö fara að vinna. Og ekki hefur það bætt úr skák, að þau hafa orðið að ráða sérstaka varðmenn til að gæta Luca litla sonar þeirra, sem er fimm ára, en þau lifa I stöðug- um ótta um, að honum verði rænt. Sean, fjórtán ára sonur Hepburn frá fyrra hjónabandi, er nú á heimavistarskóla i Sviss, þar sem móðir hans telur hann öruggari en I Róm. Fólk, sem þekkir Audrey Hep- burn, segir hana hafa dágott vit á peningum, en eins^pg titt er um slikt fólk, er hún einnig snjöll að koma þeim i lóg. Og lifimáti eins og þau hjónin stunda, er ekki lengi aö eyöa dágóðum bankainn- stæöum. Það kemur sér þvi vel fyrir þau, að Audrey býðst þokka- legt kaup fyrir að leika i kvik- myndum. Hún ætlaði strax i fyrra að leika i kvikmyndinni Jackpot á móti Richard Burton, en varö að hætta við þaö vegna lasleika, en leik- konan hefur aldrei verið sérstak- lega heilsusterk. Luchino Cisconti ætlaði að fá hana til að leika i kvikmyndinni Mynd af fjöl- skyldu, en þvi boði hafnaöi hún af Aiíttrey Hepburn var löngu oröin 4ræg leikkona, þegar hún iék *Elizu I My Fair Lady árið 1963, en fjrir það hlutverk voru henni gýeidd hæstu laun, sem greidd þjifðu vcrið fyrir leik i einni kvik- i mynd fram að þvi. Svona leit Audrey Hepburn út I kvikmyndunum, þegar hún var að vinna hug og hjörtu alls heims- ins. Hún fórnaði leikferlinum fyrir hjónaband sitt og Dottis. „siðferðislegum orsökum”. Terence Young, sá hinn sami og stjórnaði myndinni Þegar skyggja tekur, sem sýnd var hér i Austurbæjarbiói fyrir fáeinum árum, fór einnig bónleiður til búðar, þegar hann fór þess á leit við Hepburn, að hún tæki aö sér hlutverk i myndinni The Survivors. Það var ekki fyrr en hún las handritið að Dauða Hróa hattar, að hún var tilbúin til að leika. Og mótleikari hennar verö- ur Sean Connery. Ekkert frekar hefur veriö látiö uppi um myndina. En Audrey Hepburn er stórstjarna, svo að eitthvað ætti að vera i hana spunnið. Og Sean Connery ætti heldur engan að svikja. AUDREY HEPBURN LEIKUR 28. TBL. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.