Vikan

Tölublað

Vikan - 10.07.1975, Blaðsíða 18

Vikan - 10.07.1975, Blaðsíða 18
— Já, þaö er rétt sagöi ég, — ég sé þaö núna. — Ég veit ekkert um neina rós. Viö horföum hvort á annað, og égsá ekki votta fyrir stríönissvip. — Ó, David, vertu nú ekki aö látast. Hver annar en þú heföi getaö látiö rósina á snyrtiboröiö mitt. Hann virti fyrir sér rósina. — Ég er ennþá á inniskónum, og þú getur séö, aö þeir eru ekki votir, ef þú trúir mér ekki. Ég trúöi honum og sagöi, frekar viö sjálfa mig: — Hver getur þaö veriö? Hann sagöi: — Þú hlýtur aö hafa gert það sjálf, ósjálfrátt. Þaö er eins og með búöaþjófa, þeir eru aö gefa sjálfum sér gjaf- ir. Konum þykir gaman aö fá gjafir, sérstaklega blómagjafir. Þú átt ekki annan að en mig, og ég hefi ekkert hugsaö út i það. Þú hefur bara gert þetta ósjálfrátt. Ég sagði lágt: — Þá hef ég gengiö i svefni. Ég tók af mér rós- ina og lagöi hana á boröið. Þar lá hún, yndisfögur, hræðileg, — spurningamerki. Ég veit, að ég mun alltaf hafa andstyggð á rauöum rósum eftir þetta. Þaö munaöi minnstu, aö ég lyppaöist niöur, en svo hugsaði ég, aö ég mætti ekki láta þetta koma upp á milli okkar og að ég varð að greina á milli einhvers, sem gat verið hugarfóstur, og sonar mins, sem var alveg saklaus. Ég saup hressilega á kaffi- bollanum og sagði: — Hvað ætiar þú aö gera i dag? Sjálf vissi ég, að ekkert beið min, nema þessi daglegu störf, en ég gat varla hugsaö raunhæft, mér fannst eitthvað dularfullt viö þetta hús, og ég losnaöi ekki viö þá tilfinningu. Ég gat ekki gleymt snertingunni viö hár mitt og þessu atviki með rósina. Ég reyndi aö gleyma mér viö að tala viö David um hversdagslega hluti. Dagsskipan Davids var eitt- hvaö óljós, en samt höfðu þeir Paul minnst á aö fara i bió og fá sér eitthvaö aö boröa á kinversku veitingahúsi, sem nýlega hafbi veriö opnað i Whepford. Ég sá þvi fram á þaö, aö ég yröi aö vera ein i húsinu drjúgan tima, eftir aö smiöimirhættu störfum. Ég geröi þvi ráðstafanir, setti stól og nóg af teppum út í garöinn til að geta beöiö þar, þangaö til David kæmi heim. Ég boröaöi snemma, og þaö var mikil freisting aö fara strax út, en ég reyndi að standast þá freistingu og taldi sjálfri mér trú um, aö það, sem haföi hent mig daginn áöur, heföi veriö hrein ímyndun. Þetta var ein- faíciega ótti viö þaö óþekkta. Óvænt fyrirbæri þurftu ekki endi- lega aö vera ógnvekjandi. Og að flýja húsiö meðan bjart var, fannst mér jaðra viö uppgjöf..... Ég fór þyi inn í dagstofuna og tók til viö aö stoppa i göt á peysu, sem David átti. Ég stoppaði I um þaö bil tiu minútur, en þá kom yfir mig þessi tilfinning, aö einhver væri að gefa mér gætur. Ég losnaöi ekki viö þaö, hvernig sem ég reyndi ab sannfæra sjálfa mig um þaö, hve heimskulegt þetta væri. Þetta var samt ekki mjög óþægilegt, hvaö sem það var, þá bjó einhver vinsemd und- ir. Þetta var einna likast þvi, að hundur biöi eftir þvi að vera tek- inn á kvöldgöngu. Ég beit á vör- inaogreyndiaðfullvissa mig um, aö ég heföi ekkert að óttast. Ég var búin að stoppa i fyrsta gatiö og rétti út höndina, til aö taka skærin. Ég var komin hálfa leið, þegar tekiö var um úlnliöinn á mér. Ég gat ekki hreyft hönd- ina. Og þarna sat ég, meö höndina útrétta, hálfa leið að skærunum, rétt eins og einhver hefði sagt mér, aö nú væri nóg komið, aö ég skyldi beina athyglinni að öðru. Þá kom mér i hug, að kannski gæti þetta verið Tom. Gat það veriö, aö hann væri að gera vart viö sig. Einu sinni, þegar Tom var ný látinn og sorg min var næstum óbærileg, ráðlagði ein vinkona min mér aö leita til spiritista, en ég sinnti þvi ekki enda hafði ég ekkerthugsað um slika hluti. Mér datt f hug, að einmitt nú, þegar mér átti að geta liðið vel, væri timi til þess að athuga það nánar. ....Þegar ég fór svo að hugsa nánar um það, sem fyrir mig haföi boriö, þá voru þessar snertingar likastar bliðuhótum. Það gat verið, að einhvers væri ætlast til af mér. Það gat verið, að einhver straumhvörf væru á næsta leiti. Ég hugsaði til Toms og hvislaði nafnið hans bliðlega, en á sama augnabliki losnaði takiö um hönd mina, mér fannst eins og henni væri ýtt hranalega til hliöar. Ég hafði aldrei á ævinni orðið fyrir slikum hryssingsskap. Nú var ég orðin alvarlega ótta- slegin, stóð upp og staulaðist út I garðinn, en ég settist ekki i stól- inn, heldur flýtti ég mér út að hliðinu og var næstum þvi komin alla leiö, þegar David kom akandi á hjólinu sinu, með pakka undir annarri hendinni. Ég var eiginlega sem stein- runnin, kom ekki upp nokkru orði. Sem betur fór, heimfæröi hann þetta upp á það, að ég væri undr- andi yfir þvi að sjá hann svona snemma. Hann flýtti sér að segja, að það hefði ekkert komið fyrir, annað en það, aö þeir Paul höfðu báðir séð myndina áður, svo þeir frestuðu bióferðinni. Hann haföi lika hugsað, aö ég ætti ekki mikið til matar, svo hann heföi keypt tvo skammta af djúp- steiktum fiski og frönskum kar- töflum... Mértókstloksins aðstynja upp. — Það var stórkostleg hugmynd! Hann kom hjólinu sinu fyrir i skúrgarmi, sem notaöur var fyrir verkfæri, svo fórum við bæði inn. Ég hitaði matinn upp, og svo sett- umst viö til borös. Þetta heföi getaöorðiö notaleg máltið, ef ég hefði geta yfirunnið óttann.- Ég hugsaði um þetta vandamál mitt, það hlaut aö vera eitthvað einkennilegt við þetta hús. 1 fyrstu datt mér i hug að fara strax i burtu. Fara i burtu? Eyöi- leggja sumarleyfið hjá David? Svikja ungfrú Gould? Afsala mér þessum hlunnindum? Eöa vera kyrr? Vera kyrr og óttaslegin? Ég reyndi aö húgsa skynsam- lega um þennan ótta. Tilhugsunin ein kom blóði minu á hreyfingu. Þaö gat ekki haft neinar alvarleg- ar afleiðingar fyrir mig, ég haföi sterkt hjarta og var aö öllu leyti hraust. Og við hvað.var ég hrædd? Viö þeirri spurningu hafði ég ekkert svar. Ég haföi ekki ennþá orðiö fyrir neinni árás. Ég reyndi lika aö fuilvissa sjálfa mig um, aö allur ótti væri ástæðulaus, þar sem við mæöginin sátum svo notalega yfir matnum. En ég ætlaði samt aö gæta þess áö vera aldrei ein I hús- inu. Þetta var á miðvikudegi, og alla vikuna kom ekkert dularfullt fyrir, svo að ég hugsaði með mér, aö ekkert væri dularfullt, ef maöur horfðist skynsamlega i augu við hlutina. Það varð ekkert vandamál fyrir mig að vera ekki einsömul; kvöldið sem David og Paul fóru I bió, hittist svo á, að tveir mannanna þurftu að vinna fram eftir kvöldi. Einn daginn var Paul hjá okkur allan daginn, þangað til foreldrar hans sóttu hann klukkan tiu. Þau buðu okkur svo að borða. Hina dagana var David kominn heim, áður en verkamennirnir fóru. Svo sagði églika við sjálfa mig, að þóttein- hver draugagangur væri, þá var það ekki alla daga, slikt kom venjulega fyrir aðeins við og við. En hvað sem það var, sem ónáðaði mig, þá datt mér i hug, að ef til vill væri þetta andi einhvers löngu liðins Gould, sem væri ekk- ert um þessar breytingar á hús- inu og kenndi mér um allt saman. Ég gat samt ekki látið vera að hugsa um það. A sunnudag var ausandi rign- ing. Við David höfðum ákveðið að fara i eitthvert ferðalag, en hætt- um viö það. Hann dundaði við aö huga að brotajárni sinu, og ég notaði timann til að skrifa nokkur bréf. Um sjö'leytið ætlaði ég fram i eldhús til að búa til salat handa okkur I kvöldverðinn. Eldhúsið var tengt anddyrinu með gangi, þar sem ýmislegt var geymt i skápum, en þar var dimmt, svo ég rétti út höndina til að kveikja. En ég var ekki búin að snerta rofann, þegar ég var bókstaflega gripin hranalega. Það eru engin önnur orð yfir það. Mér var hrein- lega lyft upp. Ég var algerlega hjálparvana, og mér fannst sem allt loft væri kreist úr mér, svo kröftuleg voru tilþrifin. Siðustu krafta mina notaði ég til að reka upp skerandi óp. David kom á harðahlaupum. En áður en hann kom, var kveikt ljós, og ég hafði losnað úr þessum heljargreipum, var hrint harka- lega upp aö vegg. Ég skynjaði að- eins náfölt andlit Davids og sá óttann I augnaráði hans. Ég varð að beita mig hröku til aö segja honum, að ég heföi mis- stigið mig og að það hefði veriö mjög sárt sem snöggvast. Honum létti sýnilega, en sagði ásakandi: — Hvernig gastu búist við, að vera að ganga um i kol- svarta myrkri. Hann reisti mig upp, furðu sterklega, en mjög varlega og sagðist kunna ráð við þessu. Þaö 'gæti veriö, að ég hefði brákaö mig. — Nei, alls ekki ég missteig mig aðeins. En hann vildi ekki heyra annað en að athuga þetta nánar, og ég komst ekki undan þvi að láta hann setja kaldan bakstur við fót- inn. Þetta verður allt i lagi á morg- un, sagði hann mannalega Svo tók hann til við aö elda mat- inn og búa til salat og gerði þaö jafn fagmannlega og hann hafði búið um fótinn, og meðan viö borðuöum hélt hann heilan fyrir- lestur um hjálp i viðlögum. Viðbörgð min voru ekki eins og þau hefðu átt að vera, syni min- um fannst sennilega, að ég væri að gera mikið úr smámunum. En ég var hugsandi yfir þessu ástandi og þvi, hvernig allt hafði snúist við. Mér fannst eiginlega ómögulegt að dvelja þarna áfram, en vissi ekkert hvérnig ég átti að útskýra þetta. Hvað gat ég sagt við ungfrú Gould. Gat ég fundið nokkra sennilega ástæðu, án þess að ljóstra upp um heigul- skap minn? Hvað var senni- legast? Ö, hve ég óskaði þess heitt, að ég hefði fótbrotnað i raun og veru, jafnvel þótt beinin hefðu staðið út úrholdinu, eins og David haföi lýst með svo miklum fjálg- leik, þegar hann var að hug- hreysta mig og sagði, að ég væri mjög heppin. Ég svaf illa um nóttina, og ef ég blundaði, dreymdi mig hræðilega drauma. Einusinni dreymdi mig, aö David kallaði hátt á mig. Hann var nú fluttur i herbergi viö hliðina á minu, þar sem verkinu miöaði vel áfram og herbergin voru sem óðast að komast i lag. Ég kveikti ljós og skokkaði yfir gólfið og inn til Davids. Hann var steinsofandi, en hann hafði fleygt af sér ábreiðunni. Ég breiddi vel yfir hann, en þá hafði ég á tilfinningunni, aö einhver væri að veita mér athygli. Ég flýtti mér i rúmið og hugsaði, að ég gæti eiginlega ekki þolað þetta öllu lengur... En þegar sólin fór að skina og iönaðarmennirnir komu, glaðleg- ir að vanda, fékk ég aftur kjark og hugsaði með mér, að ég gæti alls ekki svikið ungfrú Gould. Við morgunveröinn spuröi David: — Komstu inn til min i nótt, mamma? Ég sagði: — Já, ég kom inn til þin og sá, að þú hafðir fleygt af þér ábreiöunni, svo ég breiddi yfir þig. Glúgginn var lika gal- opinn. — Já*ég vissi óljóst af þessu og var of syfjaður til að tala. En það sem mér finnst svo skritiö, var aö mér fannst einhver rifa ofan af mér áöur,fannst það vera þú. — Nei nei, ég breiddi yfir þig, sagði ég, ánægö yfir að hafa raun- verulegt haldreipi. Ég hafði veriö svo upptekin af þessum ótta min- um, að ég var eiginlega hætt aö geta hugsaö rökrétt. Ég vissi heldur varla, hvað ég var að gera, þegar ég kallaði á David aftur, ég æpti. Vegna málningarlyktar vor- um við si og æ að opna og loka 18 VIKAN 28. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.