Vikan

Tölublað

Vikan - 10.07.1975, Blaðsíða 12

Vikan - 10.07.1975, Blaðsíða 12
Góðir knattspyrnumenn nota Gola iþróttavörur. Ðósturinn Margir bestu knattspyrnumenn Englands nota Gola fótboltaskó. Laugavegi 13 — sími 13508. Flugfreyjur og fleira Sæll Póstur! Mig langar til aö biöja þig aö svara nokkrum spurningum fyrir mig. 1. Hvaö þarf ég aö vera gömul til þess aö veröa flugfreyja? 2. Er þaö satt, aö flugfreyjum sé sagt upp störfum, þegar þær eru orönar þritugar, og ef svo er þá af hverju? 3. Er ekkert aö marka stjörnu- spána i Vikunni? 4. Hvaöa merki eiga best viö bogmannsmerkiö? 5. Ert þú kvenmaöur eöa karl- maöur? (Ég veit þú svarar henni ekki þessari, þvi aö þú ert svo voöa eitthvaö leyndó!) Jæja, nú er vist nóg komiö af spurningum i bili. Mig langar til aö þakka þér ágætisefni, þótt mér finnist nú sumt i Vikunni þrautleiöinlegt, þá bætir annaö þaö upp. Hvaö lestu úr skriftinni og hvaö heldur þú, aö ég sé gömul? Aö lokum biö ég kærlega aö heilsa ruslakörfunni og vildi helst sleppa viö aö hitta hana i þetta skiptiö. Frank Zappa. Ruslakarfan þakkar k.veöjuna og biöur mig skila heilsun til þin i staöin. Pósturinn þakkar einnig fyrir hönd ritstjórnar hrós fyrir gott efni Vikunnar og sömuleiöis skammir fyrir hiö þrautleiöin- lega, en gallinn er bara sá, aö hann er engu nær um, hvaö þér likar og hvaö ekki. Hrósiö og skammirnar koma þvi aö engu haldi, og er þaö miöur, þvi aö öll- um á ritstjórn Vikunnar svo og útgáfufyrirtækinu þykir fengur I öllum uppiýsingum um mat les- enda á blaöinu. Or skriftinni les ég stefnufestu og þú hefur áreiöanlega lokiö gagnfræöaprófi nú I vor, og veröur þvi sautján ára á árinu. Þá ætla ég aö snúa mér aö þvi aö svara númeruöu spurningun- um: 1. Flugfreyjur mega ekki vera yngri en svo, aö þær nái ekki tvi- tugsaldri á árinu, sem þær hefja störf. 2. Nei, þaö er ekki satt. 3.4. Hvernig dettur þér I hug aö spyrja spurningar númer fjögur, þegar þú hefur nýspurt aö þvi, hvort ekkert sé aö marka stjörnu- spána i Vikunni. Viska Póstsins i stjörnufræöi, þegar hann leggur sig fram, er.svo umfangsmikil, aö honum dettur ekki einu sinni i hug áö reyna aö svara þvi I stuttu máli, hvaöa merki fari best sam- an viö bogmannsmerkiö, þvi aö þaö er ákaflega margbrotiö mál. Og ef hann Ieitaöi aöstoöar stjörnufræöings Vikunnar, myndu svör hans viö þessari spurningu fylla margar sföur. 5. Hverju værir þú nær, þótt þú vissir, hvort Pósturinn er karl eöa kona? Hvor er pabbinn? Kæri Póstur! Viö ætlum aö leita til þin meö vandamál, sem valda okkur miklum áhyggjum. Hérna kemur fyrra bréfið: Ég hef tvisvar sinnum hleypt upp á mig, sitthvorum stráknum. Nú er ég búin að fara til læknis, og hann segir að ég sé ólétt. Hvaö á ég aö gera? Ég veit ekkert hvor er pabbinn. Ég er búin að segja þeim báöum frá þessu, en hvor- ugur vill viöurkenna þaö. Segja báðir aö hinn gæti alveg eins ver- iö pabbinn. Ég vona aö þú viljir svara þessu, þvi aö þetta veldur mér miklum áhyggjum. Hvernig passa saman meyja (stelpa) og dreki (strákur) og tvær meyjar? Hvernig er stafsetningin og skriftin og hvað léstu úr henni? Hvaö heldurðu aö ég sé gömul? X-mas. Þannig er mál meö vexti, aö ég er mjög hrifin af strák. En ég'er svo feimin, að ég þori ekki aö talá viö hann Hvaö á ég að gera? ÍJ ég aö láta hann eiga sig, eöa á ég aö taka rögg á mig og tala eitthvaö viö hann? Ég vona að þetta lendi ekki i hinni frægu ruslafötu. Hvernig eiga saman naut (stelpa) og tviburi (strákur). Hvernig er skriftin og hvað lestu úr henni? Hvaö helduröu aö ég sé gömul? Ein feimin. X-mas, ég skil vel aö þetta valdi þér miklum áhyggjum. Þaö er vissulega ekki auövelt aö ráöa fram úr þessu, en ég get þó altént bent þér á aö leita til félagsráö- gjafa, þaö er þeirra starf aö ráöa fram úr svona vandamálum. Þaö er aöeins eitt, sem ég ætla aö ráö- leggja þér, en þaö er aö muna þaö ætiö,aö barn þaö, er þú gengur meö, á þarna enga sök. Þaö er skylda þfn aö veita þvl þá ást og umhyggju er þvi ber og þaö þarfnast. Leitaöu á náöir foreldra þinna, þeim er einungis Ijúft aö liösinna þér. Meyja og dreki geta veriö prýöis félagar, en róman- tiskt samband þeirra á milli tekst aö öllum likindum ekki. Samband tveggja meyja er býsna hæpiö. Stafsctningin er bara nokkuö góö og skriftin lika. Skriftin segir mér aö þú sért alls ekki sú manngerö, sem likleg væri til aö leyfa hverj- um sem er sofa hjá.sér, þrátt fyr- ir allt. Þá er komiö aö þvi aö svara seinna bréfinu. Ahyggjur þinar eru alls ekki stórvægilegar og þvi geturöu ekki ætlast til stórra svara. Taktu bara á þig rögg, um annaö er ekki aö ræöa. Naut og tviburi eiga nokkuö vel saman, en þaö er I flestum tilfellum undir nautinu komiö hvernig blessast. Skriftin er ekki nándar nærri nógu góö og sú, sem skrifar, er greinilega kærulaus og óvand- virk. Þiö stöllurnar eruö fimmtán ára. 12 VIKAN 28. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.