Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 02.01.1976, Qupperneq 2

Vikan - 02.01.1976, Qupperneq 2
„MMATTUGUR, / Á því blessaða ári 1975, kvenna- árinu, sem við höfum nú kvatt, en vonandi ekki gleymt, varð mér stundum hugsað til kvennarina, sem framast allra eru dæmdar 1 srnar stöður. Á ég þar við eigin- konur framámanna eins og for- setans okkar, ráðherranrta, borgar- stjórans og fleiri. Þessar konur verða að taka miklar skyldur á sínar herðar, án þess að hljóta annað að launum en hlýtt hand- tak, og óvlst, að því handtaki fylgi mikill skilningur á starfi þeirra. Almenningur fylgist ákaflega vel með þessum konum, ekki síður en mönnum þeirra, gagnrýnir gerðir þeirra, klæðaburð og framkomu, en veltir sjálfsagt minna fyrir sér aðstöðu þeirra og kjörum. Hvernig skyldi það til dæmis vera að gegna stöðu borgarstjórafrúar 1 Reykja- vík? — Æ, mér finnst ég ekkert hafa að segja, sagði Sonja Backman borgarstjórafrú, þegar ég hringdi til hennar og fór fram á viðtal. Eftir nokkrar fortölur féllst hún þó HÚH STÍGVÉLUM á að taka á móti mér, og ég komst fljótt að raun um, að þetta hafði verið óþarfa hógværð. Sonja hafði frá ýmsu að segja. Hún tók á móti mér af látleysi og hlýju og bauð til stofu. Borgar- stjórahjónin eiga heima að Fjölnis- vegi 15, þar sem Birgir Isleifur hefur raunar átt heima alla slna ævi, í stóru og fallegu húsi með miklum garði umhverfis. I húsinu eru þrjár íbúðir, þeirra er á efri hæð og í risi og reyndar óþarflega lltil fyrir fjölskylduna, því börnin cru fjögur og oft gestkvæmt á heimilinu. En þau hafa ekki getað hugsað sér að flytja til að komast í stærra húsnæði. Elsta dóttir þeirra, Björg Jóna, er á 19. ári og stundar nám í menntaskóla. Einkasonurinn heitir Gunnar Jóhann og er 15 ára lands- prófsnemi. Og svo eru það litlu tvíburasysturnar, Lilja Dögg og Ingunn Mjöll, sem eru erðnar fimm ára. Ég byrjaði á þvl að spyíja Sonju, hvort hún væri fædd og uppalin í Reykjavík. — Já, það er ég. Foreldrar mínir eru Alda Carlson, sem er búsett í Bandaríkjunum, og Ingi- Rætt við Sonju Backman borgarstjórafrú. mar Karlsson, en þau slitu sam- vistum, þegar ég var kornung, og ólst ég þvl upp hjá föðurömmu minni, Jónínu Helgadóttur, og manni hennar, Ernst Backman. —Ég átti að mörgu leyti mjög skemmtilega æsku. Af nru börn- um ömmu minnar komust sjö á 2 VIKAN l.TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.