Vikan

Útgáva

Vikan - 02.01.1976, Síða 3

Vikan - 02.01.1976, Síða 3
Icrjí, svo það var líflcgt á bænum. Við áttum hcima við Háalcitisveg, rétt hjá þar scm Miklabraut og Háalcitisbraut msetast nú. Þaðan var dýrðlegt útsýni til Esjunnar og yfir alla Reykjavík og flóann. Það var sveitabragur á þcssu, afi og amma ráku þarna lítið bú um tíma, cnda lítil byggð í kring, ckki einu sinni smáíbúðahverfið tekið að byggjast. Við lékum okkur með leggi og skeljar í þúfunum þarna, og þcgar ég sótti mjólkina í bsc við Grensásveginn þá fór ég yfir holtið, sem allt var í þúfum og götuslóðum, og mér fannst þetta mikið ferðalag. -Ég átti þess ekki kost að ganga menntaveginn, svo ég fór að vinna að loknu skyldunami, en stundaði jafnframt nám I Náms- flokkum Reykjavikur, eftir þvi sem tíini vannst til, Iserði tungumál, vélritun, bókfærslu og fl. Jafn- framt hef ég lært tungumál í cinkatímum. - Hvernig kynntust þið Birgir? Við kynntumst cins og al- gcngt er um ungt fólk — á dans- lcik í gamla Framhcimilinu, sem þá var við Skipholt — ekki langt frá Sjómannaskólanum. Birgir var á þeini árum virkur félagi í Fram. — Við trúlofuðum okkur vorið ’óó. Það sama ár um haustið ætl aði ég í Húsmæðraskóla Reykja- víkur, ég fór. til að vera við skólasetninguna, en veiktist þann sama dag af lömunarveiki og átti ég í því fram á árið ’56. Eftir það fór ég að vinna á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins. — Svo að Birgir hefur ekki þurft að snúa þér í pólitíkinni? — Nei, það reyndi ekki á það. Annars var ég ekkert pólitisk á þcssum áruoi. Ég vann hjá Sjálf- stæðisflokknum í mörg ár, en síðar á lögfræðiskrifstofu hjá Páli S. Pálssyni, hrl. og síðar hjá Birgi, þegar hann opnaði skrifstofu sína. — Þið giftuð ykkur ung, var það ekki? — Jú, við þóttum ósköp ung, ég átján ára, hann tvítugur. — Og þig hefur líklega ekki órað fyrir því, að þú værir að giftast tilvonandi . borgarstjóra Rcykjavíkur. Ég minnist þess, að fyrir tæpnm tveimur árum sagði maðurinn þ'inn I viðtali við Vik- una, að staða hans hefði ekki síður í för með sér breytingar á þínu lífi. Er það starf að vera borgar- stjórafrú? — í raun og veru er það starf. Til þess er ætlast, að eiginkonan standi við hlið borgarstjóra við ákaflega mörg tækifæri, og þessi tækifæri eru það mörg, að við vetðum að skipuleggja gerðir okk- ar langt fram í tímann. — Þcgar maður hugsar um það, þá hlýtúr staða þín sem borgarstjórafrú að hafa nokkur út- gjöld í för mcð sér. -Finnst þér ef til vill, að þetta ætti að vera launað starf? — Mér fyndist það fyllilega koma til greina. — Er þetta kannski vanþakklátt starf? Finnst þér veislurnar og móttökurnar vera hégómi einn, sem þú neyðist til að taka þátt i vegna manns þins? — Nei, það finnst mér alís ekki, enda gæti ég þá ekki staðið í stöðu minni. Ég geri ráð fyrir þvi, að margir telji opinberaf 1. TBL. VIKAN 3

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.