Vikan - 02.01.1976, Síða 4
veislur ög móttökur hégóma einan
og sóun á tíma og fjármunum, og
ég neita því ekki, að það hvarfl-
aði að mér sjálfri hér áður fyrr.
En ég hef kynnst því, hvað þessi
hlið hefur mikið að segja, miklu
meira en maður gæti haldið að
óreyndu. Ég hef oft séð, hvernig
slaknar á spennunni og menn
nálgast hver annan auðveldar við
slík tækifæri.
— Og þú hefur það ekkert á til-
finningunni,, að þú sért bara
skrautblóm I hnappagati eigin-
mannsins við slík tækifæri?
— Nei, þá finn ég einmitt mjög
vel, að mitt framlag er metið. En
við lifum ekki og hrærumst I ein-
tómum veisluglaumi, þar sem
menn skála við ráðstefnugesti og
erlenda borgarráðsmenn eða þjóð-
höfðingja, þótt fréttir , af slíku
komist helst I blöðin. Slðan
Birgir varð borgarstjóri, hef ég
smám saman. kynnst ýmsu, sem
fram fer hér I borginni, en Iitlar
fréttir fara af. Hér á ég til dæmis
við mjög jákvætt og uppbyggilegt
starf safnaðanna, svo og félög
áhugamanna á ýmsum sviðum.
Mér kom á óvart, hvað það er
mikið um að vera I borginni. Það
er alltaf hæst haft um það, sem
miður fer, og það gefur dálítið
ranga mynd af borgarlífinu.
— Nú verður maður^.þinn oft
fyrir gagnrýni opinberlega, þar
sem honum er jafnvel borin á
brýn persónuleg hlutdrægni og
annað miður skemmtilegt. Tek-
urðu slíkt nærri þér?
— Yfirleitt ekki. Ef ég kannast
ekki við einstök mál, sem upp
koma, þá spyr ég Birgi, og hann
skýrir sín sjónarmið fyrir mér.
Þerra er nokkuð, sem maður verð-
ur að sætta sig við og láta sem
minnst á sig fá. Sem betur fer cr
ég sjálf sjaldan dregin inn I málin,
þó að það hafi hent, til dæmis I
sambandi við Ármannsfellsmálið.
Það mál olli mér hins vegar ekki
minnstu áhyggjum, af þvl ég vissi
svo vel, að við áttum þar engan
hlut að.
— En hefurðu ekki stundum á
tilfinningunni, að þú sért undir
smásjá almennings, fólk sé að
velta fyrir sér smáatriðum til dæm-
is I klæðaburði þlnum og fram-
komu?
— Ég reyni auðvitað að láta
slíkt ekki á mig fá, en ég veit af
því. Það er ekki hægt að þóknast
öllum. Mér er til dæmis kunnugt
um það, að tlskustígvélin, sem ég
klæddist, þegar við tókum á móti
svíakóngi, kölluðu á tvenns konar
viðh^ögð — bæði ,,mikið er hún
smart” og ,,almáttugur, hún er I
stlgvélum”.
— Nú hljótið þið að hafa
nokkurn samgang við borgarstjórn-
armenn úr öðrum flokkum og
konur þeirra. Hvernig er sam-
komulagið?
— Það er alveg ljómandi gott.
Þó hart sé oft deilt um opinber
malefni, er allt sllkt látið niður
falla utan funda. Og ég kann
mjög vel við marga I þessum
hópi.
• — Ég geri ráð fyrir þvl, að
stjórn heimilisins lendi enn frekar
á þínum herðum, eftir að Birgir
gerðist borgarstjóri.
— Já, vissulega finn ég nokkuð
til þess. Starf hans er ákaflega
tlmafrekt og krcfst allra hans
krafta. Ég sakna dálítið þess, að
við vorum vön að fara alltaf saman
að versla á föstudögum til heimil-
heimsækja stofnanir fyrir þroska-
heft börn. Mér er sérstaklega
minnisstætt heimili I Hull, en það
heimili reka hjón, sem ganga
börnunum I foreldra stað.
— Eruð þið ekki með þeim
yngri í hópi borgarstjórahjóna,
sem þið hafið kynnst?
— Jú, mikil ósköp, enda kemur
það fólki llka oft á óvart. Vlða
er það svo, að hinn opinberi borg-
arstjóri hefur ekki framkvæmdar-
vald, eins og hér tíðkast, heldur
er þetta eins konar virðingarstaða,
sem menn hljóta að launum fyrir
dygga þjónustu og gegna kannski
ekki nema skamman tlma I senn,
og þctta eru yfirleitt vel fullorðnir
menn.
— Þú virðist 'nokkuð örugg I
fasi við opinber tækifæri. Ertu
aldrei taugaóstyrk?
— Ég var afskaplega taugaóstyrk
I fyrstu, en ég er nú farin að
sjóast, enda höfum við þurft að
taka á móti þremur þjóðhöfðingj-
um, svo ég ætti eitthvað að hafa
lært. Ég man ennþá mjög vel,
hvað ég var óstyrk, þegar við tók-
um á móti Margréti danadrottn-
ingu og manni hennar. Við buð-
um þeim til hádegisverðar að
Kjarvalsstöðum, og slðan var okk-
ur boðið til kveðjuveislunnar á
snekkju þeirra.. Og þar var það,
sem drottningin tók allt I einu
strikið beint til mln, og ?g hugs-
aði náttúrlega — hamingjan góða,
isins, en til þess gefst nú yfirleitt
ekki tlmi. Ég sakna sllkra stunda.
Ég sakna þess líka stundum að
geta ekki sjálf unriið utan heimil-
isins, en það hef ég ekki gert síð-
an tvíburarnir fæddust. Þær hafa
sannarlega séð til þess, að ég hafi
nóg að gera.
— Er mikið um utanlandsferð-
ir I sambandi við starf manns
þlns?
— Ekki kannski mikið, en við
höfum ögn ferðast til annarra
landa I sambandi við starfið. I
sumar var okkur til dæmis boðið
á Edinborgarhátlðina ásamt borg-
arstjðrahjónum frá fjölmörgum
öðrum löndum, jafnvel alla leið
frá Ástrallu. Það var afskaplega
skemmtilegt. í sömu ferð heim-
sóttum við Leeds, Sheffield, Hull
og fleiri staði og fengum að kynna
okkur það, sem við helst vildum.
Birgir kaus að kynna sér skipu-
lagsmál borga, en ég fékk að
4 VIKAN l.TBL.