Vikan - 02.01.1976, Síða 12
Þú getur lært nýtt tungumal á 60 tímum
LINGUAPHONE tungumálanámskeió kennir þér nýtt
tungumál á sambærilegan hátt og þú læróir íslenzku.
Þú hlustar, þú skilur og talar síóan. Þú hef ur meófædd-
an hæfileika til aó læra aó tala á þennan hátt. A ótrú-
lega skömmum tíma nemur þú nýtt tungumál, þér til
gagns og ánægju. — Þetta er RÉTT og ÞÚ getur
sannaó þaó. — Vió sendum þér aó kostnaóarlausu
upplýsingapésa um námió. — Þegar þú hefur tekió
ákvöróun, — sendum vió þér linguaphone námskeió
í því tungumáli, sem þú ætlar aó læra.
Pctyd&vo,
I 'a^ctobus 5(p \CJ ? “
UNGUAPHONE tungumálanámskeió
á hljómplötum og kassettum
Hljóófærahús Reykjavíkur • Laugav.96 • sími 13656
*
Þarf ég endilega að lofa því aö elska engan nema
hann?
Elsku Póstur!
Þcr finnst þetta eflaust asnalegt
bréf, en svona er ég. Ég ætla að
biðja þig um að birta fyrir mig
svarið, ekki spurningarnar og ekki
nafnið mitt.
Hvað get ég gert til að stöðva
fitu? Ég er farin að fitna allt, alltof
mikið, ég er orðin feit. Og hvað
get ég gert við gulu tennurnar
mínar?
Ö, elsku Póstur, ég hef aldrei
skrifað þér áður, en frænka mín
gerði það, og hún fékk ekki svar.
Ég er ekki áskrifandi að Vikunni,
en ég kaupi hana í lausasölu.
Kannski viltu þú bara svara áskrif-
endum, jæja þú um það. En samt
bið ég þig um að birta svar við
þessu.
Og að lokum: Hvernig eiga
saman tvíburi og bogmaður?
Hvað þýða nöfnin......
Mcð fyrirfram þökk fyrir svarið.
1814 L.H.
Pósturinn varð svo hrifinn af
bréfinu þínu, að hann œtlar að taka
sér það bessaleyfi að birta það.
Þú ert óþarflega hógvœr, bréfið þitt
eralveg reglulega skemmtilegt. Það
er skrifað án nokkurrar tilgerðar
og Póstinum fannst hann vera að
tala við þig, þegar hann las bréfið.
Að skrifa bréf á þann hátt er nokk-
uð, sem ekki er öllum gefið.
Pósturinn svarar bréfum án tillits
til hvort bréfritarar eru áskrifendur
eða ekki. Hins vegar vill hann
benda þér á, að fyrir þá, sem kauþa
Vikuna nokkuð reglulega í lausa-
sölu vœn mun hagstœðara að ger-
ast áskrifendur.
Ef þú vilt fara í stranga megrun
ættir þú að byrja á því að fara til
lœknis. Hann mun stðan ráðleggja
þér, hvaða aðferðum þú cettir að
beita. Pósturinn er hins vegar á
þeirri skoðun, að ekki þurfi allir
landsmenn að hafa hina einu réttu
þyngd. Feitir eru oft alls ekkert
óaðlaðandi, heldur þvert á móti.
Það hefur lengi verið haft fyrir satt,
að feitabollur séu öllum öðrum
glaðlyndari og mun mikið til t því.
Gulu tennurnar ættirþú að tala um
við tannlcekni.
Svarið við því hvers vegna hún
frænka þtn fékk ekki svar frá Póst-
inum hlýtur að vera það, að hennar
bréf hafi ekki komist í hálfkvisti
við þitt. Annars kemst Pósturinn
aldrei yfir að svara ölLum þeim
aragrúa bréfa, sem honum berast.
Tvíburi og bogmaður eiga ágæt-
lega saman. Þeir hafa Itka kímni-
gáfu og sviþuð Itfsviðhorf.
Pósturinn getur ekki sagt þér
merkingu nafnanna án þess að uþþ
komist um nafn þitt. Þú getur
fengið bók með merkingu flestra
íslenskra mannanafna á næsta bóka-
safni.
Hse gamli!
Ég er nú ekki í neinum ástarhug-
leiðingum, en ég setla að.spyrja þig
nokkurra spurninga.
1. Hvaða aldur þarf til að komast
1 sjómannaskólann?
2. Hvaða bekk í gagnfræðaskóla
12 VIKAN 1. TBL.