Vikan - 02.01.1976, Síða 20
Átta ára á
hæsta tindi
Evrópu
198 árum eftir að fjallaleið-
sögumaðurinn Joseph Bal-
mat kleif fyrstur manna Mont
Blanc, komst Christel Boc-
hatay, þrátt fyrir sín átta ár og
120 cm hæð, alla leið upp á
hinn 4807 m. háa tind.
Hún er þaulvön fjallaferð-
um ásamt föður sínum og
hefur brunað á skíðum frá
2 1/2árs aldri.
Hún sagði blaðamönnum
frá ævintýri sínu, þegar niður
kom, og sagði, að tindurinn
hefði freistað sín lengi. ,,Við
lögðum af stað kl. 6 um
morguninn í besta veðri, og
þegar við komumst á tindinn
tók Philippe, burðarmaður-
inn, sem fylgdi mér upp,
mynd af mér. Auðvitað var
ég dálítið stolt, en voða
þreytt. Þokan var svo þétt, að
ég sá ekkert frá mér. Ég er
ekkert smeyk við að reyna
aftur, vonandi verður bjart-
viðri næst, svo ég geti notið
útsýnisins."
8 ára gömul á hæsta tindi Evrópu. .
Tinni yngdur
upp
Eftir sjö ára íhugun og
þriggja ára vinnu, gefur
Hergé, maðurinn, sem skap-
aði Tinna, út nýja Tinna-bók.
24 teiknarar unnu af kappi í
átta mánuði að ævintýrum
Tinna við uppreisnarmenn i
Suður-Ameríku. Og Tinni fer
með sigur af hólmi ásamt
hundinum Tobba, eins og
reyndaralltaf. Þessi bók verð-
ur sú 23. sem ,,faðir Tinna"
lætur frá sér fara, og verður
hún gefin út í 500.000 eintök-
um. Hergé ferðast sjálfur
með hetjum sínum um allan
heim, hann er nýkominn
hein frá Kína og er á förum til
Rússlands. Það er einmitt á
þeim slóðum, sem atburðarás
fyrstu bókar hans ,,Tinni í
Rússlandi" á sér stað, og er
sú bók nú alls staðar uppseld.
Heimili eða
listasafn?
Varaforseti Bandaríkjanna
og eiginkona hans ganga til
hvílu í fjarska frumlegu hjóna-
rúmi, sem er hvorki meira né
minna en heilt listaverk,
hannað af aldavini Rocke-
felleps' þýskfædda listamann-
inum, Max Ernst.
Nýja heimilið þeirra, sem
Tinni, sém er oröinn miöaldra
eöa 46 ára gamaii, ieggur nú
pokabuxurnar á hyiiuna og
fer í gaiiabuxur tii aö fylg/asi
með tímanum.
Bandaríkjastjórn lét gera
þeim, líkist meira listasafni en
einkaheimili. Lampar hannað-
ir af ítalanum Giacometti og
gavass-myndir eftir ,,föður
móbílanna" bandaríkjamann-
inn Calder, eru aðeins hluti
af hinu verðmæta listmuna-
safni Rockefellerhjónanna.
Hún slær Shakespeare út
Hin 84 ára drottning leynilög-
reglusagnanna, sem skapaði
Hercule Poirot, á heimili sínu í
Devon-héraði i Bretiandi.
LeynilögreglusögurAgöthu
Cþristie hafa nú verið gefnar
út í fleiri eintökum en verk
Shakespeare, og nú slær
kvikmyndin Morðið í Austur-
lar»dahraðlestinni,lsem gerð er
eftir samnefndri sögu hennar,
öll met í kvikmyndahúsum
heimsins.
Sjálf fer Agatha aldrei í
kvikmyndahús. Eftir hana
liggja 61 leynilögreglusaga,
sem þýddar hafa verið á yfir
30 tungumál þar á meðal
malayísku og swahili.
Einn af framleiðendum
myndarinnar, Richard Good-
vin, skýrir frá því, að aldrei
fyrr hafi þeir borgað eins
stóra fjárfúlgu fyrir kvik-
myndarétt. Hún er ríkasti
rithöfundur heimsins, henni
berast hvaðanæfa úr heimin-
um tekjur af sögum sínum og
leikritum. Þrátt fyrir vinsældir
sínar og auðæfi er hún mörg-
um óþekkt andlit í heimaland-
inu, Bretlandi.
20 VIKAN i. TBL.