Vikan

Eksemplar

Vikan - 02.01.1976, Side 31

Vikan - 02.01.1976, Side 31
Stuna Avarays bar frekar vott um þolinmæði en ánægju. ,,Prýðilegt. Nú verð ég einungis að setja traust mitt á milt loftslag eyjarinnar. Kannski kemst ég aftur til sæmilcgrar heilsu.” 1) Marianne hlustaði ekki á meira. Þarna eygði hún vonarglætu. Maður- inn var á förum frá Englandi. Hann hafði skip til umráða, og úr því að skipstjórinn var smyglari, gat hann ekki verið mjög nákvæmur, hvað varðaði formsatriði. Þetta var upp- lagt, heppni, sem tók öllum vonum fram, og hún mátti ekki láta hana ganga sér úr grcipum. Hún lét fara lítið fyrir sér þarna í horninu og þorði varla að anda, en fylgdist með mönnunum tveim og beið eftir réttu augnabliki til þess að kynna sig. Hertoginn var sjúkur maður, og vandræði hennar hlutu að vekja hann til meðaumkunar. Ef hann væri fús til þcss að hjálpa henni, myndi hún annast um hann, hjúkra honum, gerast þjónusta hans, veita honum umhyggju sína. Mennirnir tvcir luku þegjandi við málsverðinn. En er hertoginn pant- aði meira te, stóð biskupinn á fætur og sagðist ætla að færa Talleyrand- Perigord fréttirnar. Hann hafði fylgt vini sínum hertoganum niður að höfninni, en var nú í heimsókn hjá einhverjum útflytjendum, sem bjuggu í bænum. Stofan hafði smám saman tæmst, og nú var hertoginn einn eftir. Marianne leit svo á, að nú byðist henni tækifærið Hún reis á fætur. Er hún stóð fyrir framan hann, var gamli maðurinn aftur I miðju hóstakasti. ,,Yðar náð - með yðar leyfi. Ég þarf nauðsynlega að tala við vður-” 1) Hertoginn af Avary lést ári síðar á Madeira. Or blóðhlaupnu andlitinu störðu rök augu. ,,Hvað er yður á höndum?” sagði hann og stóð á öndinni. ,,Farið í burtu!” í stað þess að svara settist hún þar sem biskupinn hafði áður setið, hellti vatni i glas og rétti hertogan- um. ,.Drekkið hægt, þetta mun hressa vður. Á eftir getum við talað saman. ’ ’ Ösjálfrátt hlýddi hann, tæmdi glasið hægt, og litaraftið varð aftur cðlilegt. Hann tók upp stóran vasa- klút og þurrkaði fölt ennið. ,,Ég þakka yður fyrir,” sagði hann. , ,Hvað gct ég gert fyrir yður?” Marianne hallaði sér fram þannig, að birtan frá arninum féll á andlit hennar. ,,Horfið á mig herra hertogi. I gær I Selton Hall voruð þér við- staddur brúðkaup mitt. I dag er ég glötuð, ef þér hjálpið mér ekki.” Tilfinningahitinn var svo mikill, að rödd hennar varð hás, og hún ætlaði varla að geta stunið upp úr sér síðustu orðunum, en mött augu hertogans urðu kringlótt af undrun. ,,Ungfrú d’Asselnat! Lafði Cran- mere á ég við. Hvað eruð þér að gcra hér? Hvað hefur komið fyrir?” ..Dálítið hræðilegt. I gær átti ég hús, auðæfi, eiginmann og nafn. Nú cr þctta allt horfið, ekkert eftir.” ..Ekkert? Hvernig má það vera?” ..Húsið er brunnið til kaldra kola, auðæfin glötuð, eiginmaður minn dáinn, og ' ég blygðast mín fyrir nafnið. Marianne lýsti í stuttu máli at- burðum þessarar hræðilegu nætur fyrir hertoganum, og hún átti fullt I fangi mcð að halda aftur af sorg sinni. Um leið og hún talaði fann hún skelfinguna og kvölina fara um sig á ný. Enn var hún varla Gamall stílLvönduð vinna. BÓLSTRARINN HVERFISGÖTU 76, SÍMI 15102 Vogar- merkib 24. sept. — 23. okt. Hugsun þín er mjög opin fyrir nýjungum þessa dagana. Það er kominn skriður á eitt- hvað, sem þér hefur fundist þú þurfa að framkvæma nokkuð lengi. Árangurinn virðist glæsilegri en nokkur óraði fyrir. Þetta hefur mjög góð áhrif á þig Dreka- merkið 24. okt. — 23. nóv. Hcppnin erförunautur þinn þessa dagana. At- hafnir þínar í ákveðnu máli virðast stjórnast af þessari cinstæðu heppni. Þú gerir þér ekki grein fyrir því núna, en eftir nokkr- ar vikur rennur sann- leikurinn uppfyrirþér. Bogmanns- merklð 23. nóv. — 21. des. Þú hefur mikil umsvif 5 byrjun þessa árs. Ein- hverjir erfiðleikar steðjaað, en þú stend- ur þig með prýði. Skynsemi þín segir þér að láta ekki aðra hafa veður af þessum erfið- leikum. Það reynist rétt vera, og betri dagar renna fljótlega upp. Geitar- merkib 22. des. — 20. Jan. Tíminn læknar öll sár, líka þau, sem þér virð- ast ógræðandi í byrjun ársins. Sökktu þér nið- ur I skyldustörfin og það mun koma þér mjög á óvart, hversu fljótt þetta fyrnist. Óþarfa viðkvæmni í ákveðnu máli getur komið sér illa. Vatnsbera- merkið 21. jan. — 19. febr. Löngu liðin sorgarsaga, sem þú taldir glevmda, skýtur upp kollmum. Nú kemur í ljós að lífs- reynslan, scm þú öðl- aðist þá hcfur vcitt þér ótrúlegan styrk. Gættu þín á að einangra þig ekki um of frá félags- skap annarra. Fiska- merkið 20. febr. — 20. marz Þú byrjar nýtt ár með miklum eldmóði. Stór- ir draumar og nýjar vonir skjóta upp koll- inum. Farðu samt var- lcga í allar stórákvarð- anir. hugsun þín er ekki nægilega rökrétt. Hjálpsemi þín við aðra veldur þér á einhvern hátt erfiðleikum. 1. TBL. VIKAN 31

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.