Vikan

Issue

Vikan - 02.01.1976, Page 39

Vikan - 02.01.1976, Page 39
inum á léreftsbuxunum, og auk þess var óviðgerð rifa á hægra lserinu. Þegar þannig höfðu verið dregin fram í dagsljósið þrjátíu og sjö refsiverð atriði til að ákæra mig fyrir, var ég dsemdur í fimm daga strangt varðhald. Til þess ég gxti nú rifjað upp gamlar og ánægju- legar minningar, var ég scttur í sama klefa og áður. Allt var ná- kvæmlega eins og ég skildi við það. Húsgögnin voru hin sömu og höfðu ekki verið færð úrstað. Þcgar fyrsta kvöldið gerði ég mér Ijóst, hvað átt var við með ströngu varðhaldi. I fyrra sinnið lá ég og lét fara vel um mig í mjúkri og góðri hengikoju — nú hvíldi ég líkamann á trébekk, og sængur- föt voru ekki önnur en flókateppi. Þegar ég vaknaði fyrsta morgun- inn, lá ég grafkyrr langa hríð. Ég var dauðhrseddur um, að skrokk- urinn á mér dytti í sundur, hvað lítið sem ég hreyfði mig. Mér leið hræðilega. Ég hugsaði um Karl XII, fyrir- mynd allra stríðsmanna, sem lá úti undir beru lofti, ef á þurfti að halda, og hafði ekki annað en frakkann sinn að skýla sér með. Hann hefði ekki fundið fyrir nokk- urra vikna ströngu várðhaldi. Hon- um eiga allir hermenn að líkjast í einu og öllu, og því eiga þeir að venja sig af því að nota sængurfatn- að. Sá, sem hefur yerið hertur með mánaðar ströngu varðhaldi, getur sem best orðið vísikorpórall á eftir. Mat, drykk og sængurföt eiga hcrmenn að forðast að nota, stend- ur raunar í síðustu prentun her- mannareglugerðarinnar árið 1921. Allir félagar mínir vita, að oftast er ég hugsandi og sorgbitinn og lít döprum augum á hermennsk- una. Einhver kynni því að halda, að hinn harði hvílubekkur minn' hefði enn aukið á leiðind' mín og svartsýni. Alger misskilningur. Ég hugsaði hreint ekkert um hinar erfiðu nætur, heldur einbeitti mér að öllu því, sem ég get glaðst yfir. Ekki er ég með plattfót, hugsaði ég, ekki er ég með neitt meiriháttar líkamslýti, ég veit ég eignast góða tengdamóður, meltingin er í ágætu lagi, er sæmilerga greindur og hef góðar tennur. Ef ég væri tannlaus, eins og Pettersson 67, sem þarf að láta tvo menn tyggja fyrir sig, hefði ég ástæðu til að kvarta. Eða ef ég væri með magasár eins og fyrri herbergisfélagi minn, eða ætti freka og stjórnsama eiginkonu eins og Elias I Fárhyttan — þá væri eðlilegt mér leiddist. Sólarhringarnir fimm gengu sem- sé ekki ágætlega, heldur miklu betur. Maður getur vanist öllu hér I heimi, jafnvel því að liggja þversum á járnherfi. Þegar ég þakkaði verðinum fyiir samveruna, spurði hann, hvort hann ætti framvegis að halda her- berginu fyrir mig, eða hvort ég ætlaði nú að gera bót, betrun og yfirbót. Ég svaraði því til, að ég skyldi gera mitt besta hvað snerti bót og betrun, en um yfirbótina lofaði ég engu. Samt hef ég heitið sjálfum mér einu: Næst þegar ég þarf að skreppa eitthvert eftir að kyrrsett er orðið á kvöldin skal ég gæta þess að ruglast ekki á buxum. ERTU ANÆGDUR? — meö reksturinn? — meö úgóöann? — meö söluna? — meö framleiösluna? — meö bókhaldiö? — meö forstjórann? — meö starfsfólkiö? — meö stjórnarfundina? — meö andrúmsloftiö á vinnustaö? — meö þjóöarbúskapinn? — meö llfiö yfirleitt? Ef svarið er já. — Til hamingju Ef þú vilt hins vegar gera betur — hvernig væri þá aö kynna sér stjórnunarfræðslu Stjórnunarfélagsins. Við sendum ókevpis bækling með upplýsingum um 26 mismunandi námskciö, sem eru sniðin fyrir þig. Nánari upplýsingar á skrifstofu Stjórnunarfélagsins, Skipholti 37, siini 82930. STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS 90 herbergi öll með baðkeri eða steypibaði, síma, útvarpi og sjönvarpi ef óskað er. Athugið hina fjöl- breyttu þjónustu er Hótel Saga hefur að bjóða, svo sem hárgreiðslustofu, snyrtistofu, rakara- stofu, nudd og gufuböð. Viljum sérstaklega vekja athygli á ninni miklu verðlækkun á gistingu yfir vetrarmánuðina. HOT<IIL HAGATORG 1 REYKJAVÍK sími 20600 1. TBL. VIKAN 39

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.