Vikan - 08.07.1976, Side 6
Svo yfirgáfum við Hong Kong
og héldum á Suður-Kínahafið,
sem fyrrum var mesta sjó-
ræningjabæli heims, en svo magn-
aðir voru sjóræningjar, að sá stór
virkasti þeirra, Coxinga, sem uppi
var á sautjándu öld, réði á tíma-
bili yfir 6000 vopnuðum djúnk-
um. Herjuðu þeir allt svæðið frá
Malakkasundi norður til Japan.
Eftir þriggja sólarhringa ferð
komum við til Singapúr og dvöld-
um þar einn sólarhring. Sagt er
að mikið rigni á þessum stað, en
við hrepptum besta veður með
talsverðu sólskini.
Singapúr er ákaflega áhuga-
verður staður, því óvíða mun
samankomið á einum stað annað
eins sambland þjóða og kynþátta,
og auk þess er þar einhver fjöl-
farnasta skipaleið heims. Fátt eitt
verður séð af mannlífinu á slíkum
stað á einum degi, en við notuðum
þó tímann eftir bestu getu.
Frá Singapúr lá leiðin út
Malakkasund, með Malakkaskaga
á stjórnborða og Súmötru á bak-
borða, og eftir að hafa sveigt fyrir
norðurenda þessarar miklu eyjar,
var haldið út á Indlandshaf.
Hafi Kyrrahafið sýnt okkur
sína bestu hlið, þá var Indlands-
haf enn ijúfara. Heita mátti að
það væri rjómalogn og sólskin á
hverjum degi. Á þessu elskulega
hafi fórum við í þriðja sinn yfir
miðbaug, og eftir viku ferð frá
Singapúr var akkerum varpað á
höfninni í Port Louis, höfuðstað
eyjarinnar Máritíus.
Staður þessi er í dálítilli vík
undir bröttum og skörðóttum
fjöllum. Að fjallabaki er slétta
mikil, einsog iðgrænt tún yfir að
líta. Ekki vex þó þarna túngresi,
heldur er þetta alltsaman sykur-
reyr. Á jöðrum sléttunnar rísa
fjöll eins og turnar upp úr flat-
lendinu. Baðstrendur eru þar ein-
hverjar þær fegurstu í heimi,
hvítur kóralsandur og glóðvolgur
sjórinn, en fyrir utan kóralrif,
sem brjóta úthafsölduna.
Eftir að hafa skoðað þessa fal-
legu eyju í einn dag, var haldið til
næsta viðkomustaðar, sem var
Durban í Suður-Afríku. Durban
er mesta hafnarborg á austur-
strönd Suður-Afríku og fjölsóttur
baðstaður. Náttúrufegurð er
mikil í umhverfinu, og er Þúsund
hæða dalurinn sérlega rómaður.
Þar búa zúlúnegrar, áður miklir
stríðsmenn, en nú heldur
vesældarlegt fólk, skikkað til að
búa á vissum svæðum og þá sjálf-
sagt ekki á bestu bújörðunum. Á
þessu svæði er líka dálítill þjóð-
garður með allfjölbreyttu' dýra-
iífi. Við áttum þarna einkar
skemmtilegan dag. Logn og blíða
var allan daginn, þar til við létum
úr höfn um kvöldið, þá var
skyndilega orðið bálhvasst, en svo
lygndi um nóttina.
Allmargir farþegar fóru land-
leiðina til Höfðaborgar, en við
kusum sjóleiðina fyrir Góðrar-
vonarhöfða.
Aðfararnótt annars apríl fórum
við fyrir Agulhashöfða, syðsta
odda Afríku, og litlu síðar Góðrar-
vonarhöfða. Um rismál blasti við
augum undurfögur sjón. Skipið
skreið hægt norður með skaga
þeim, sem gengur suður frá
Höfðaborg til Góðrarvonarhöfða.
Sjórinn var spegilsléttur, al-
Zulunegrar.
t Suður-Afríku
Góðrarvonarhöfði.
heiður himinn, loftið svalt og eins
tært og best gerist á Islandi, og
sólin var að koma upp yfir tinda
og hamrabelti skagans.
Undir hádegi blasti Höfðaborg
við okkur með Borðfjallið (Table
Mountain) í baksýn, snarbratt og
gróðursnautt og flatt eins og borð-
plata að sjá að ofan. Sitt hvorum
megin standa útverðirnir, Djöfla-
tindur, (Devils Peak) og Ljóns-
hausinn (LionsHead).
Við notuðum daginn til ferðar
suður á Góðrarvonarhöfða,
þennan merkilega stað, sem áður
fyrr var mikill þyrnir í augum
sæfara, og ennþá kvað Hollend-
ingurinn fljúgandi sjást þar á
sveimi í illviðrum.
Þegar við komum á höfðann
var þar komið hífandi rok, en
bjartviðri og ágætt skyggni.
Syðsti hluti skagans er þjóð-
garður með sérkennilegum gróðri
og nokkru dýralífi. A bílastæðinu
á höfðanum leikur fjöldi bavíana
lausum hala, og gera þeir fólki
ýmsar skráveifur. Betra er að
skilja ekki við opna bílglugga, því
þeir hrifsa allt, sem hönd á festir.
Um miðnætti lögðum við á
Atlantshafið, norður á bóginn og
heim á leið.
Þar syðra var fremur svalt í
veðri, enda byrjað að hausta, en
nú vorum við á leið í hitabeltið á
ný, og sunnudaginn 7. apríl fórum
við yfir miðjarðarlínuna í fjórða
og síðasta sinn. Að þessu sinni
voru hátíðahöld með sama hætti
og í fyrsta sinn. Suðurkrossinn
hvarf sýnum, en í staðinn fór að
hilla undir Pólstjörnuna. ). apríl
fórum við framhjá vestasta odda
Afríku og vorum þar með komin í
Norður-Atlantshafið, og veður
gerðust rysjótt á köflum. Til
Tenerife komum við 11. apríl
eftir 9 sólarhringa ferð frá Höfða-
borg, og eftir eins dags viðstöðu
héldum við til Lissabon, síðasta
viðkomustaður næst heimahöfn.
Þar dvöldum við einn dag og skoð-
uðum það markverðasta í ná-
grenninu, og á páskadagsmorgun
skreið skipið af stað síðasta áfang-
ann. Á páskadagskvöld var loka-
ballið um borð með mörgum
skemmtiatriðum, dansi og
drykkju, og á þriðjudagsmorgni
16. apríl 1974 var lagst að bryggju
i Southampton. Þar með var
þessari eftirminnilegu sjóferð
lokið. Við höfðum siglt 35.273 sjó-
mílur, eða nær 70.000 kílómetra, á
96 dögum og höfðum komið við í
öllum heimsálfum, að Suður-
skautslandinu einu undanskildu.
Þegar við vorum að undirbúa
þessa ferð, vorum við oft spurð að
því, hvort þetta væri ekki alveg
hræðilega dýrt, svona lagað gæti
ekki verið á annarra færi en stór-
auðugs fólks. Þetta var um það
leyti, sem mesti bilakaupa-
faraldurinn gekk yfir landið, og
allt í kringum okkur var fólk að
kaupa bíla, sem kostuðu talsvert
meira en þessi ferð, og flest af
þessu fólki var ekki talið neitt
sérlega efnað. Þess ber að gæta,
að í svona sjóferðum er bókstaf-
lega allt innifalið í verði, nema
drykkjarföng, sem eru svo ódýr,
að það veldur ekki neinum telj-
andi útgjöldum, og svo ferðir í
landi, sem flestar eru á mjög
vægu verði.
Flugferðir eru vitanlega
ágætar til að komast með sem
fljótustum hætti á milli staða, en
sjóferð er annars eðlis. Hún er
ferðalag í sjálfu sér, skemmtanir
eða rólegheit, allt eftir smekk
hvers og eins, þægindi og félags-
skapur, að ógleymdum öllum
kræsingunum.
Fæstar skemmtiferðir á sjó eru
eins langar og þessi sem hér
hefur verið lýst. Algengastar eru
tveggja til þriggja vikna ferðir, en
jafnvel tveggja vikna sjóferð um
Miðjarðarhaf er stórkostleg upp-
lifun.
— Þetta hefur mig árum
saman langað til
að segja við þig Gústi.
6 VIKAN 28. TBL.