Vikan

Útgáva

Vikan - 08.07.1976, Síða 11

Vikan - 08.07.1976, Síða 11
I NÆSTU VIKU Á FRUMSÝNINGU GLEYMIST ERFIÐIÐ Ein er sú listgrein, sem átt hefur ákaflega erfitt uppdráttar hér á landi, nefnilega listdans. Þó hefur alltaf verið nóg framboð af áhugasömu fólki, sem vill stunda þessa listgrein, en það er auðveldara um að tala 'en að framkvæma. Islenski dansflokkurinn er að mestu skipaður stúlkum, en upp á slðkastið hefur Örn Guðmundsson veitt þeim þann karlmannsstyrk, sem þær þurfa á að halda. Það er viðtal við Örn i næstu Viku, sem nefnist Á frumsýningu gleymist erfiðið. SPÁKONAN Á GRÍMSTAÐAHOLTINU ,,Ég hefspáð fyrir mörgum I þessu húsi, alls konar fólki, líka heldra fólki, og margir hafa komið til mín aftur og aftur. Um leið og ég hef lagt spilin, kemur yfir mig einhver andi, og cg eins og finn á mér, hvaða boðskapur liggur I legu spilanna”. Þetta segir hún meðal annars, spákonan á Grímsstaðaholtinu, en viðtalið við hana birtist I næsta blaði. ÖGN UM JAFNRÉTTIÐ Jafnrétti kynjanna var mjög til umræðu á kvennaárinu 1975, og kannski hefur orðið einhver viðhorfsbreyting hjá fólki á því herrans ári. I næsta blaði birtist ofurlítil hugarfarskönnun ætluð karlmönnum, svo þeir geti áttað sig á því, hvernig viðhorf þeirra eru til jafnréttis kynjanna. Einnig geta eiginkonur kannað hug manna sinna, unnustur kærastanna, systur bræðranna o.s.frv. FYRSTA SANDSPYRNUKEPPNIN Áhugamönnum um bílalþróttir fer stöðugt fjölgandi hér á landi, sem sést meðal annars á þvl, að um fimm þúsund manns fylgdist með fyrstu sandspyrnukeppn- inni, sem háð var hérlendis. Keppnin var háð við bæinn Hraun I Ölfusi, og til leiks mættu 49 keppendur á mótorhjólum, jeppum og fólksbílum. Árni Bjarnason var auðvitað til staðar, eins og venjulega, þegar eitthvað er ,,á fleygiferð”, og hann lýsir keppninni I næsta blaði. HJÁLPARSTARF Í GUATEMALA Jörðin skalf víðar en I Þingeyjarsýslum I vetur, eins og margir hafa eflaust tekið eftir. I Guatemala urðu til dæmis gífurlegir jarskjálftar I febrúar, þar sem þúsundir manna fórust og ótölulcgur fjöldi fólks missti heimili sln. Ástandið er hvað verst I fjallahéruðum þar, en á þeim slóðum stjórnar Barnahjálpin norska hjálparstarfi, og frá þvl segir I næstu Viku. VIKAN Otgcfandi Hilmir h.f. Ritstjóri: Kristln Halldórsdóttir. Blaðamenn: Trausti Ólafsson, Guðmundur Karlsson, Ásthildur Kjartansdóttir, Halldór Tjörvi Einarsson. Otlitsteiknari: Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari: Jim Smart. Auglýsingastjóri: lngvar Sveinsson. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing Síðumúla 12. Slmar 35320-35323. Pósthólf 533. Verð I lausasölu kr. 300. Áskriftarverð kr. 3.350 fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, kr. 6.320 fyrir 26 tölublöð hálfsárslega eða kr. 11.700 I ársáskrift. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar: nóvember, febrúar, maí, ágúst. 28. tbl. 38. árg. 8. júli 1976 GREINAR:____________________ 2 Umhverfis jörðina á 96 dögum. Sigtryggur Helgason lýsir bnatt- ferð með skemmtiferðaskipi. 22 Spltalasaga. Blaðamaður Vik- unnar lýsir sex daga spítalavist. VIÐTÖL:________________________ 30 Svona gátu nú svaðilfarirnar verið. Viðtal við Helgu Sofflu Bjarnadóttur. 32 I gullinni hringferð. Blaða- maðurog ljósmyndari Vikunnar lýsa hringferð til Guilfoss og Geysis og spjalla við þátt- takendur. SÖGUR: ____ 12 Ófullgerð saga. Smásaga eftir O. Henry. 26 Snara fuglarans. Ný framhalds- saga eftir Helen Maclnnes. 36 Marianne 33. hluti framhalds- sögu eftir Juliette Benzoni. 46 Nautabaninn. Smásaga eftir Roy Bolitho. FASTIR ÞÆTTIR:_____________ 7 Nýr þáttur: Poppfræðirit Vik- unnar I umsjón Halldórs Andréssonar. 9 Krossgáta. 19 Tækni fyrir alla. 20 Póstur. 35 Meðal annarra orða: ,,Kona stakkst I moldarbakka”. 38 Stjörnuspá. 42 Á fleygiferð I umsjá Árna Bjarnasonar: F.I.B. rally 1976. 48 Draumar. 58 Eldhús Vikunnar I umsjá Drafn- ar Farestveit: Lax, lax, lax og aftur lax. 28. TBL. VIKAN 1 1

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.