Vikan

Eksemplar

Vikan - 08.07.1976, Side 19

Vikan - 08.07.1976, Side 19
TJEKNI wzáVITTrM MLLM SVARTA GATIÐ DULARFULLA ÓSÝNILEGT GAT í GEIMNUM GÆTI ORÐIÐ OKKAR HEIMSENDIR! Sólin springur eftir á að giska 5—10 milljarða ára. Þangað til ættum við að geta spjarað okkur. Ja, nema við rekumst svart gat í heimnum. Geimfarar urðu til þess að uppgötva nýtt fyrirbæri í geimnum — svört göt. Ef jörðin rækist á slfkt svart gat, mundi hún á einu sekúndubroti þrýstast saman í kúlu u.þ.b. millimetra að ummáli. Svört göt eru leyfar af stórum sólum. Þyngdarafl sólanna hefur verið svo feiknarlegt, að sólirnar hafa þrýst inn í sjálfar sig, þangað til stærð þeirra varð sama og 0. Sólirnar svífa nú í geimnum sem ósýnileg göt með gífurlegu þyngdarafli. ATÓMAGNIR MEÐ EÐLILEGU MILLIBILI ATÓMAGNIR i SVÖRTU GATI. TAKMÖRK HINS ÓSÝNILEGA. SÓLIN 4 KM JÖRÐIN 4MM Talið er, að svart gat samanstandi af efni, sem er 100% samanþjappað. Fyrirbrigðið verður ósýnilegt, þegar samanþjöppunin hefur náð vissu marki. •SVA'R'f GAT Upp komst um tilvist svörtu gatanna vegna áhrifa þeirra á venjulegar stjörnur, en þau geta haft þau áhrif, að stjörnur verða tvöfalt stærri f grennd viö þau. Svart gat hetur stærðina 0, en feiknarlegt þyngdarafl. Ekkert kemst þaðan út, ekki einu sinni Ijósið. Ef við hugsum okkur mann reyna að lýsa með vasaljósi út úr svörtu gati, mundi geislinn bogna og snúa afturl Það þýðir ekkert annað en eyðileggingu að lenda í svörtu gati. Með gífurlegu þyngdarafli sfnu gleypir svart gat ,,meö húð og hári” þaö, sem verður á vegi þess. Ennþá veit enginn með vissu, hvað svart gat er f raun og veru. Sumir vísindamenn vilja líkja svörtu gati við einskonar göng, þar sem allar okkar kenningar um tíma og rúm missa gildi sitt. Ekki er óhugsandi, að geimfarar framtíðarinnar muni leita uppi svört göt f stað þess að forðast þau. Það er nefnilega ekki með öllu óhugsandi, að gegnum þau mætti stytta sér leið til endimarka alheimsinsl

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.