Vikan - 08.07.1976, Side 22
Blaðamaður Vikunnar lýsir sex daga spítalavist.
Þetta var býsna hraustleg hjúkrunarkona, og ég sá, að hún
hafði þrjár sprautur meðferðis. Þetta færðu til þess að þér
líði vel, sagði hún um leið og hún stakk nálinni á bólakaf í
rassinn á mér, — þetta til þess að þér verði ekki óglatt,
þegar þú vaknar, — og þetta til þess að... Ég heyrði ekki
meira. Svo pakkaði hún mér inn í hvítt lak og skellti á mig
bréfmiða með nafni mínu á og öðrum gagnmerkum
upplýsingum. — Svona, sagði hún. Nú fer þér að líða vel.
— Mér leið eins og kind í sláturhúsi.
Jæja, þá var loksins komið að því.
Þeirvoru að hringja frá spítalanum,
og ég átti að leggjast inn kl. 1.
Aðgerðin yrði gerð á morgun, var
sagt. Það var ekki laust við, að ég
væri svolítið spennt, ef ég bara
hlakkaði ekki til svona innst inni.
Ég hefði aldrei legið á spítala áður,
en oft heyrt þvi fleygt, að það væri
hverjum og einum hollt, þó ekki
nema rétt til þess að grynnka dulítið
á sjálfelskunni, sem margir virðast
hafa meira en nóg af. Ég hef alltaf
haldið mig skilja þessa ábendingu,
og núna var ég sem sagt að fara á
spítala. Ég átti að fara í ,,nef-
aðgerð”.
— Það er alveg hroðaleg aðgerð,
var mér sagt. — Nefið er brotið upp
og síðan troðið út með 100 metrum
af alls konar dóti. Maður getur varla
andað í marga daga, og ýmis konar
aukaverkanir fylgja þessum ósköp-
um. Ég átti sem sagt enga sælu í
vændum.
Ég tók til það, sem ég ætlaði að
hafa með mér á spítalann. Það var
víst óþarfi að taka með sér náttföt,
sprtalinn sæi fyrir þeim. Á spítölum
eru allir í eins náttfötum, I það
minnsta sjúklingarnir. Ég tók til
slopp og tannbursta og annað
snádót, nokkrar góðar bækur og
saumadótið mitt. Það var ekki laust
við að mér fyndist ég vera að fara í
frl.
Ég gekk inn á þá deild, sem ég
átti að liggja á, með sloppinn I
annarri hendinni og tösku I hinni.
Ég sá hvítklædda konu á ganginum,
ályktaði, að það væri hjúkrunar-
konan, fór því til hennar og sagði
henni, hver ég væri. — Vertu
velkomin, sagði hún og benti mér á
hvaða stofu ég ætti að liggja.
Þangað fór ég og virti fyrir mér hvltt
og tandurhreint herbergið, þangað
til hjúkrunarkonan kom með mjall-
hvítan jakka og stuttar nærbuxur og
sagði mér að gjöra svo vel að hátta
upp I rúm. Ég skreið upp • I
náttfötunum, sem voru nokkrum
númerum of stór, kom mér nota-
lega fyrir og byrjaði á krassandi
reyfara. Mér leið virkilega vel og
prlsaði mig sæla að fá að hvíla mig
þarna I rólegheitum.
Ég var varla byrjuð á fyrstu
blaðsíðunni, þegar ungur lækna-
stúdent stakk höfðinu inn I dyra-
gættina og bað mig góðfúslega að
fylgja sér upp á næstu hæð I
skoðun. — Á ég að fara I slopp?
spurði ég, en sá samstundis eftir þvl
að hafa álpað þessu út úr mér. Það
væri algcr óþarfí að stríplast um á
nærbuxunum, þó að maður væri á
spltala. Auk mín höfðu þrír aðrir
lagst á þessa deild þennan dag, og
var ég clst nýliðanna. Ég var skoðuð
slðust og þurfti þar af leiðandi að
blða nokkuð lengi áður en röðin
kom að mér. Ekki get ég neitað því,
að ég kveið voðalega fyrir, og þegar
ég er kvlðin, þoli ég illa að bíða.
Auðvitað vissi ég, að ég átti ekki
nein ósköp I vændum, það átti bara
að „taka af mér sjúrnal” eða
heilsufarssögu, eins og það nefnist
víst.
Nú mátti ég fara inn. Ég settist á
stól fyrir framan lækninn, sem
byrjaði að spyrja mig spjörunum úr.
Hefurðu oft höfuðverk? Fengið
blöðrubólgu? Slæm I maga? Hvaða
pillur hefurðu notað? Reykirðu? Og
þar fram eftir götunum. Þegar
yfirheyrslunni lauk, hlustaði hann
mig og bankaði I mig hér og hvar,
potaði I magann á mér og athugaði
hversu hjarta-og brjóstagóð ég væri.
Á meðan fræddi hannmig um, að
það væri nauðs>nlegt að rannsaka
sjúklingana vel, þegar um svæfingu
væri að ræða. Ég var hjartanlega
sammála honum, þvl að ef það er
eitthvað sem ég þoli ekki, þá er það
að láta svæfa mig. Er nokkurt
garantí fyrir því að maður vakni
aftur? Ungi læknastúdentinn brosti
föðurlega til mín og sagði mér, að
nú mætti ég fara. Mér fannst líka
nóg að gert út af einu nefi.
Þegar ég kom út, beið mln kona
með körfu, sem kvaðst ætla að taka
af mér blóðprufu. Hún særði annan
þumalfingur minn til blóðs og lét
blóðið úr honum vætla I lltil mjó
glös. Hún fræddi mig m.a. á þvl að
þetta væri gert til þess að mæla
hemóglóbin I blóðinu. Á meðan
þumalfingur minn var þurrausinn,
var mér tilkynnt, að svæfingarlækn-
irinn óskaði eftir þvl að tala við mig
niðri. Það var bara allt brjálað að
gcra.
Svæfingarlæknirinn hlustaði
mig, spurði mig, hvort ég væri
mæðin og þar fram eftir götunum.
Hann sagði, að fyrst fengi ég
svefnlyf I æð, sem entist I 15
mlnútur, en síðan yrði slöngu
komið fyrir I barka mlnum og mér
haldið sofandi með þvl að dæla
einhverju svæfandi gegnum slöng-
una. Mér leist fram úr hófi illa á
þessa slöngu. Svæfingalæknirinn
var rólegur maður, og þegar ég
upplýsti hann um hræðslu mína,
leit hann á mig með stóískri ró, án
þess að scgja orð. — Mundu svo, að
þú getur ekki andað með nefinu,
þegar þú vaknar, sagði hann og
brosti. Ég taldi víst, að ég myndi
kafna, ef ég asnaðist til að gleyma
þessu.
Ofan á allt mátti ég ekki bragða
matarbita frá því um miðnætti og
þangað til aðgerðin yrði fram-
kvæmd um kl. 12 næsta dag. Það er
algengt, að sjúklingum verði óglatt
við svæfinguna, og þess vegna þurfa
þeir að fasta.
Ég lá á tveggja manna stofu, og
þegar ég kom þangað aftur sá ég, að
einhver lá I hinu rúminu, sem hafði
verið autt fyrr um daginn.
Þetta var ung stúlka, greinilega
nývöknuð eftir svæfingu. Hún lá og
mókti, og þegar ég talaði við hana,
umlaði hún eitthvað óskiljanlegt og
benti á hálsinn á sér. Með alls konar
tilfærslum tókst henni að fá mig til
þess að skilja, að þeir (læknarnir)
hefðu hreinsað I sér raddböndin og
losað sig við hálskirtlana. Hún svaf
allan daginn, og um kvöldið tókst
henni ekki að koma niður matar-
bita. Ég vorkenndi henni býsna
mikið.
Um kvöldið horfði ég á sjónvarp-
ið frammi I endagangi og rabbaði
við aðra sjúklinga. Ég rakst á hraust-
legan mann með bómullarhnoðra I
nösunum og giskaði á, að hann
hefðiveriðí „nefaðgerð”. Ég settist
hjá honum. — Var þetta sárt?
spurði ég. — Sárt? Þetta var hneint
og beint alveg hroðalegt. Ég hef
bara aldrei lent I öðru eins. Það
Á meÖan við töluðum saman trilluðu
tárin niður kinnarnará vini mínum,
og hann fullvissaði mig um, að þau
kœmu eingöngu vegnaþrýstingsins.
22 VIKAN 28. TBL.