Vikan

Eksemplar

Vikan - 08.07.1976, Side 23

Vikan - 08.07.1976, Side 23
blaeddi alla leið niður í lungu, og ég þurfti að taka inn verkjatöflur á klukkutímafresti. — Hann gaf mér fleiri ófagrar lýsingar á þjáningum sínum, og á meðan hugsaði ég alvarlega um að strjúka heim. Þegar dagskráin endaði í sjón- varpinu, fóru allir inn á stofurnar i háttinn. Stuttu síðar fór hjúkrunar- kona á stofugang með vagn hlaðinn alls kyns pillum, bæði deyfandi og svæfandi og bauð gestum deildar- innar fyrir svefninn. Ég fann það á mér, að ég myndi lítið sofa um nóttina, en gat ómögulega fengið af mér að biðja um svefntöflu. Það væri síður en svo hraustleikamerki, hugsaði ég. Mér er nefnilega mjög svo annt um, að aðrir álíti mig heilsuhrausta. Eitthvað svaf ég þó og dreymdi þá aðallega slöngur og lækna hvert innan um annað. Klukkan sex um morguninn var ég vakin til þess að mæla mig og Það væri nú gaman að breyta neflaginu svolítið. Hvað segið þið um geirsnef eða þórarinsnef? pissa í skál. Það átti víst eitthvað að athuga þvagið. Mér fannst, að vel hefði mátt blða með að vekja mig til kl. 8, en það er ekki auðvelt, þar sem vaktaskiptin eru eldsnemma á morgnana. Ég mátti ekkert borða, svo að ég gat lítið gert mér tii dundurs annað en að lesa um morguninn. Ég var óhemju spennt og kipptist við, ef einhver rak höfuðið inn um dyrnar. Hvað er klukkan? spruði ég alltaf eins kæruleysislega og ég gat, og eflaust var það öllum Ijóst, hvað ég var orðin spennt. Klukkan 11 kom hjúkrunar- konan með sprauturnar. Þeir, sem eiga svæfingu og aðgerð 1 vændum, fá svokallaðar ..kærulevsissprautu” klukkutíma áður en svæfingin er framkvæmd. Þetta var býsna hraustleg hjúkrunarkona, og ég sá, að hún hafði þrjár sprautur með- ferðis. — Þetta færðu til þess að þér líði vel, saði hún, um leið og hún stakk nálinni á bólakaf í rassinn á mér, — þetta til þess að þér verði ekki óglatt, þegar þú vaknar, — og þetta til þess að... Ég heyrði ekki meira. Svo pakkaði hún mér inn I hvítt lak og skellti á mig bréfmiða með nafni mínu á og öðrum gagnmerkum upplýsingum. — Svona, sagði hún. Nú fer þér að líða vel. — Mér leið eins og kind 1 sláturhúsi. Sprautan verkað fljótt, og ég hlýt að hafa sofnað, þvl að stuttu seinna kom einhver inn og rúllaði rúminu með mér innanborðs út á gang inn í stóra lyftu og inn á skurðstofu á næstu hæð. Þar rúllaði ég mér úr rúminu yfir á mjóan bekk og mig minnir, að einhver hafi sagt mér að skorða höfuðið einhversstaðar. Ég var fram úr hófi lífvana og máttlaus svona eins og manni gæti liðið á 10. glasi, og ég átti afar stirt um mál. Ég man eftir mörgum konum með bláar plasthettur. og mér fannst allt ilma af dauðhreinsun. Nú kom svæfingalæknirinn að- vífandi, rólegur að vanda. gekk að mér, dró upp ermina á vinstri hendi og leitað að góðri æð á handarbaki mínu. Ekki gekk það nú sem best. því að ég er æðasmá mjög. og seinna fékk ég stóran marblett á handarbakið. Þegar æðin var fund- in, stakk hann I hana nál. og stuttu seinna fann ég citthvað rammt renna í lungun á mér, og svo rotaðist ég alveg. Ég get ómögulega skilið fólk, sem finnst gott að láta svæfa sig. Hvað gerðist frá því að ég sofnaði um kl. 12.30 og þangað til ég vaknaði kl. 4. veit ég náttúrlega 28.TBL. VIKAN 23

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.