Vikan - 08.07.1976, Qupperneq 25
nefíð, og við gáfum hvort öðru
nákvæmar lýsingar, hvar og hvursu
mikla verki við höfðum. Á meðan
við töluðum saman trilluðu tárin
niður kinnarnar á vini mínum, og
hann fullvissaði mig um, að þau
kæmu eingöngu vegna þrýstingsins.
Já, mikið áttum við bágt. Á
morgun yrði byrjað að toga tróðið
úr okkur. Það var þó bót í máli.
Eftir að hafa sannfært vin minn um,
að það væri óhætt að bursta í sér
tennurnar án þess að kafna, fór ég í
háttinn og undirbjó mig fyrir þessa
síðustu og verstu nótt, sem ég yrði
að þola með svona nef.
Ég var ægileg ásýndum, þegar
læknirinn kom morguninn eftir
með tróðtökutækin sín. Hann byrj-
aði að rífa plásturinn frá nefinu og
togaði svo hægt og rólega í tróðið úr
annarri nösinni. Mér fannst það
ekki þægilegt. Hann hélt áfram að
toga þangað til bakkinn, sem tók
við blóðugu tróðinu, varorðinn nær
barmafullur. Nú var önnur nösin
alveg frjáls, og mér létti stórum. Ég
vonað, að allt yrði tekið úr hinni
nösinni líka, en læknirinn fékkst
ekki til að samþykkja annað en
aðeins að toga í tróðið og geyma svo
afganginn þangað til næsta morg-
un. En nú hafði ég engan plástur
lengur, og önnur nösin hafði dregist'
saman, svo að ég leit snöggtum skár
út.
Ég settist við sjónvarpið stundvís-
lega kl. 8 þetta kvöld, og stuttu
seinna settist maður með bómullar-
hnoðra í nösunum rétt hjá mér.
— Ég sé, að þú hefur líka verið í
nefaðgerð, sagði ég. Hann sagði
mér, að aðgerðin hefði verið gerð
sama dag og mín, og ég varð alveg
standandi hissa að hafa ekki séð
þennan mann áður. Það kom upp
úr kafinu, að hann hafði mest-
megnis legið í rúminu. Við fórum
að rabba um svæfínguna og eftir-
köstin. Maðurinn spurði, hvort við
vissum, hvernig væri farið með
okkur eftir að við sofnuðum. Hann
sagðist hafa heyrt það, að lungun
færu alveg úr sambandi við svæf-
inguna, og því þyrfti svæfinga-
læknirinn að ýta jafnt og þétt á þau
til þess að láta þau starfa. Einhver,
sem heyrði á tal okkar, sagði, að við
værum spennt niður með ólum,
þess vegna værum við svona aum I
skrokknum eftir að við vöknuðum.
Annar sagðist hafa það fyrir satt, að
á meðan aðgerðin væri gerð, stæð-
um við nánast á haus, til þess að
blóðið rynni ekki niðurí lungu. Það
var helst á þessu að skilja, að það
væri bara farið með okkur eins og
dauða skrokka. En hvað svo sem satt
er eða logið í þessum efnum, þá er
eitt víst, að fáfræðin gefur ímynd-
unaraflinu byr undir báða vængi
eins og endranær. Og lifandi voru
við þrátt fyrir slæma meðferð og
máttum bráðum fara heim, og nú
var tróðið hætt að angra úfinn á
mér, svo að mér fannst orðið gaman
að borða.
Daginn eftir var tróðið tekið úr
hinni nös minni og þá hvarf
þrýstingurinn fyrir fullt og allt, en
því miður þurfti ég að hafa bómull í
nösunum, svo að ennþá gat ég ekki
andað með nefinu.
Vinkona mín, sem heimsótti mig
daglega, undraðist mjög yfir þeim
breytingum, sem ég tók dag frá
degi, og hún sagði mér hreinskilnis-
lega að hún hefði trúað því að nefið
yrði lengi bólgið eftir að það losnað
við tróðið. Frá og með byrjun tróð-
töku fór heilsa mín batnandi, bæði
líkamlega og andlega og ég varð vör
við, að vorkunnsemi annarra fór
dvlnandi.
Konan, sem pantað hafði rödd-
ina hennar Guðrúnar Á., var farin
heim, svo að síðustu tvo dagana má
segja, að ég hafi aðeins dvalist I
rúminu yfir nóttina, því að ég
þeyttist um allt hæstánægð með
útlit mitt og geð. Fremur fáir
sjúklingar dvöldust á endagangin-
um á daginn, nema þeir, sem
reyktu eða höfðu aðeins gengist
undir „smáaðgerðir”. En þegar
klukkan nálgaðist sjónvarpsfréttir
jókst aðsóknin mjög, og komu
sjúklingar ýmist sjálfir fram eða
með hjálp starfskvenna.
Daginn eftir að nef mitt var losað
við allt utanaðkomandi drasl, fékk
ég heimfararleyfí eftir nákvæma
skoðun. Mér var sagt, að allt liti
bærilega út inni I nefinu mlnu, en
ég mætti ekki láta ilia næstu
dagana. Nú var ekkert eftir nema að
taka saman dótið, klæða sig og
kveðja. Á meðan ég klæddi mig úr
hreinum og tærum einkennisbún-
ingnum, og fór I snjáðar gallabuxur
og lufsulega peysu, fann ég hvað ég
var orðin stirð eftir 6 daga spltala-
legu, þrátt fyrir hlaup mln út um
allar trissur.
Ég fór fram á gang með föggur
Tiínarog kvaddi allar góðu konurn-
ar og sjúklingana, sem höfðu
umborið mig með stakri þolin-
mæði, og hélt síðan heim á leið
með aumt nef. Þetta einstaka nef
mitt hafði valdið því, að ég mátti
þola ýmislegt og reyna I 6 daga. Mér
hafði verið snúið þvers og kruss, og
troðin upp og guð veit ekki hvað út
af þessu litla og sakleysislega nefi
mínu. Fyrst eftir að ég kom heim,
mátti greina á þvl að eitthvað hafði
verið gert við það, en fljótlega fór
það að lagast og skrapp bæði
fljótt og vel saman. Nú er það aftur
orðið eins lltið og sakleysislegt og
það var áður.
Á.K.
28. TBL. VIKAN 25