Vikan - 08.07.1976, Blaðsíða 27
FUGLARANS
SNARA
Irina Hrádek þekkir gjörla grimmd, tillitsleysi og
framagirni fyrrverandi eiginmanns sins, sem er háttsettur
í tékknesku leyniþjónustunni. Þess vegna er hún undrandi
og svolítið óróleg yfír þvi, að hann skuli ekki
gera minnstu tilraun til að hindra hana í að flýja vestur
fyrir járntjald.
Meðal þeirra, sem aðstoða Irinu á flóttanum, er
ameríkaninn David Mennery, sem eitt sinn hafði
átt með henni eldheitt ástarœvintýri. Hans hlutverk er
að fylgja henni til föður hennar, heimsfrægs
rithöfundar, sem er í felum í Vestur-Evrópu.
En ferðalag þeirra Irinu og Davids breytist brátt í
martröð. Hrádek hafði í fyrstu aðeins ætlað að nota Irinu
til að visa veginn til föður hennar. en brátt er
hún sjálf orðin aðal fómarlambið.
Mitt í örvæntingarfullri baráttu við að vemda Irinu,
nær ástin aftur tökum á David Mennery....
l.
Eins konar letitilfinning, sem
verður þegar svefnhöfgi sækir að
einkenndi akrana þennan júlídag
um leið og sólin gekk hægt til
viðar. Litirnir á himninum urðu
sterkari, en hérna í skógarjaðrin-
um urðu kaldir skuggar síðdegis-
ins að kvöldkuli. Irina Kusak dró
dökkbrúnu, ódýru regnkápuna,
sem var álíka lítið áberandi og
gráa pilsið hennar og blússan,
þéttar að sér. Svarta slæðan, sem
hafði hulið ljóst hárið á hinni
löngu dagleið hennar suður á
bóginn, hvíldi nú á öxlunum. Hún
vafði henni um háls sér og skalf,
ekki vegna skugga trjánna,
heldur vegna þess að þegar hún
horfði niður grasi vaxna brekk
una í áttina að þéttri gaddavírs-
girðingunni, óx kvíði hennar og
ótti. Þarna voru landamærin, en
handan við þau lá yfirlætislaus,
mjór vegur afmarkaður af gadda-
vír Tékkóslóvakíu og fjalla
Austurríkis.
Josef lá skammt frá. Hún sat og
studdi sig við olnbogann. Hann
skimaði, ýmist í áttina að
veginum eða niður víðáttumikla
grasi vaxna brekkuna framundan
eða að trjánum, sem skýldu þeim.
„Vertu róleg,“ sagði hann og rödd
hans var lág, einskonar hvísl, en
vingjarnleg. Hann brosti hug-
hreystandi til hennar. Framför,
hugsaði hún, ekki þessi ólundar-
lega þögn, er hafði einkennt ferð
þeirra allan daginn. ,,Nú er ekki
langt að bíða, í mesta lagi fjörutiu
mínútur,“ sagði hann, „þá ættum
við að sjá bifreiðina, ljósan Volks-
wagen, aka eftir veginum. Þeir
koma úr vestri„ og sólin verður
sest, en ekki algjörlega orðið
dimmt. Vertu áhyggjulaus. Þeir
munu sjá okkur.“
„Hver og einn gæti séð okkur,“
Hún horfði á opið svæðið fram-
undan, nakið og miskunnarlaust,
sem algjör mótsögn við landbún-
aðarhéruðin, sem þau höfðu farið
um. Ár, götuslóðar og sveitavegir,
allt í einni ringuireið. Hér höfðu
trén verið felld og gróðri eytt,
alveg að þessum skógarjaðri. Hún
hugsaði um, hvort fætur hennar,
sem voru bólgnir eftir þriggja
klukkustunda erfiða göngu og
höfðu borið hana að þessum
siðasta áfanga á leið hennar,
myndu geta hreyft sig nógu fim-
lega og komið henni alla leið að
gaddavírnum. Síðasti áfangi? Nei,
þetta var upphafið að annarri
ferð, öðru lífi. Einmitt það gerði
hana óttaslegna. Kvíðinn kom
frá þessu ógnandi, opna svæði
framundan og svo gaddavírsgirð-
ingunni. Tilhugsunin nisti í gegn-
um merg og bein.
„Hver og einn gæti séð okkur,"
samsinnti Josef. Loksins varð
hann ræðinn og alúðlegur, „þess
vegna fara eftirlitssveitirnar hér
aðeins um á tveggja tíma fresti.
Þeir voru hér siðast klukkan sex.
Rétt fyrir klukkan átta, áður en
myrkrið skellur á, mun bifreiðin
birtast austurríkismegin. Ef til
vill verða einhverjir bændur á
ferð með heyvagna sína,“ hann
benti á hestvagn. sem silaðist
áfram undir fyrirferðamiklu hey-
hlassi. „Við þurfum ekki að hafa
éhyggjur út af austurríkismönn-
um. Þeir munu ekki kæra okkur á
næstu lögreglustöð." Hann
næstum hló. „Að hugsa sér. Afi
minn bölvaði austurríkismönnum
fyrir að ráðast inn i Tékkó-
slóvakíu. Faðir minn bölvaði nas-
istunum. Ég og bróðir minn
bölvum rússunum." En svo varð
rödd hans bitur. „Er þetta allt og
sumt sem við megnum, bölva inn-
rásarherjunum og í mesta lagi
mynda máttlitlar neðanjarðar-
hreyfingar?" Hann varð rólegri,
en hélt samt áfram að tala lágri
röddu, rétt eins og hann héldi að
orð hans myndu friða hana.
„Bróðir minn, Aloia, manstu eftir
honum?“
Hún hugsaði sig um, en var
nógu heiðarleg til þess að hrista
höfuðið.
„Hann skrifaði i Chronicle.
áður en það blað var bannað. En
ég býst ekki við að eiginmaður
þinn hafi leyft þér að lesa þess
háttar blöð.“
„Við erum skilin." Rödd
hennar var köld eins og raunar
fætur hennar. Hún néri þá og
óskaði þess að eins auðvelt væri
að mana fram hinn týnda funa
tilfinninganna. „Hann skildi við
mig í síðasta mánuði."
„Of mikill dragbítur fyrir hann?
Jafnvel dóttir Jaromir Kusaks,
menningarlegrar hetju okkar í
augum alheimsins. var honurn til
einskis gagns."
„Ekki." Hún beit sig í neðri
vörina.
Hann þagði, en baðst ekki af-
sökunar. Vissi hún ekki að hann
var að koma henni í örugga höfn.
vegna þess að hún var dóttir
Kusaks? Ekki vegna þess að hún
hafði einu sinni verið gift Jiri
Hrádek. Hún hafði loksins séð í
gegnum þann þorpara. en
áreiðanlega ekki vitað hversu
mikilvægu hlutverki hann gegndi
í öryggislögreglunni. Samt hafði
hún víst örugglega haft nóg á
sinni könnu. Einu sinni. fyrir
langa löngu, höfðu þau verið
vinir. „Nú er langt um liðið."
sagði hann og rödd hans varð þýð-
ari. „Hópur stúdenta umhverfis
kaffiborð í Prag að ræða um tón-
list, pískra um stjórnmál og upp-
reisnina í Ungverjalandi. bíðandi.
En við biðum of lengi. Ég minnist
þín enn sem fallegustu stúlkunn-
ar í Prag. Hversu gömul varstu?"
„Sautján ára." Hún tevgði úr
fótunum, öxlum og baki. Hún
NÝ
FRAMHALDSSAGA
EFTIR
HELEN
MACINNES
28. TBL. VIICAN 27