Vikan - 08.07.1976, Blaðsíða 29
mínúturnar. „Auk þess þyrftu
þeir að skröltast sex kílómetra
yfir ótal ójöfnur. Þú veist, að
vegurinn er austurríkismegin."
Hann brosti breitt, þessi hold-
granni, þrjátíu og þriggja ára
gamli maður. Augun voru dökk-
brún og skörp, en milduðust, er
hann virti fyrir sér andlit hennar.
,,Þú ert ágæt, Irina... erum við þá
ekki tilbúin?“ Hann benti í áttina
að mjóum veginum. Volkswagen-
bíllinn kom nú í ljós. Hann fór
hægt yfir og var ljóslaus.
„Farðu ekki aftur sömu leið
Josef,“ sagði hún snöggt, „ekki
einu sinni til þess að sækja bif-
hjólið þitt. Veldu þér aðra leið.“
Henni varð hugsað til Jiris.
Hann hikaði andartak og horfði
undrandi á hana. „Engar
áhyggjur, Irina, ég er gamall
refur." Hann tók töskuna hennar
og hljóp af stað. Hún fullvissaði
sig um að hnúturinn á slæðu
hennar gæfi sig ekki og taldi upp
að tíu. Síðan elti hún hann,
hrasaði tvívegis um ójöfnur en
hélt áfram að hlaupa. Hann var
kominn að vírnum og byrjaður að
klippa af augljósri kunnáttu, en
hún varla hálfnuð. Bifreiðin var
enn í nokkurri fjarlægð. Guði sé
lof, hugsaði hún, er hún kom að
gaddavírsflækjunni, Jiri hefur
haldið loforð sitt. Engir eftirlits-
verðir komu þjótandi úr fylgsn-
um sínum, engin óvænt vélbyssu-
skothríð, engin leitarljós. Aðeins
grá hula myrkursins, sem jókst í
skógi vöxnum hlíðunum, hjúpur
um ótal liti og þögnina. Hún
beygði sig og hönd hennar nam
við nakta jörðina.
„Núna,“ sagði Josef. Hann
lagði frá sér vírklippurnar, steig á
einn vírinn, en hélt öðrum með
hendinni þannig að hún kæmist í
gegn. Hún lagði hendurnar þétt
upp að síðunni, hnipraði sig sain-
an og komst klakklaust í gegn,
aðeins smárifa á erminni, ekkert
annað. „Farðu lengra," sagði
Josef, er hún horfði á hann.
Sjálfur hörfaði hann um leið og
hann sleppti vírunum. Hann tók
upp töskuna og þeytti henni hátt
yfir í áttina til hennar. Hún gat
ekkert sagt, stóð bara þarna og
horfði á hann.
Fyrir aftan hana hafði bifreiðin
numið staðar og maður stökk út,
hljóp til hennar yfir mjóa gras-
ræmuna, sem skildi veginn frá
landamæragirðingunni og tók um
handlegg hennar. Þetta var Lud-
vik Meznik og hann leiddi hana í
áttina að bílnum.
„Upp í,“ sagði hann og snéri
siðan aftur að girðingunni.
„Er allt í lagi, Josef, engar
neyðarbjöllur?"
„Já, allt í lagi,“ sagði Josef,
teygði sig eftir vírklippunum og
setti þær í vasann.
1 sömu andrá kvað við skot-
hvellur. Aðeins einu sinni og
hann rauf hina djúpu þögn.
Hópur hrafna tók sig upp úr trjá-
toppunum. Gargið úr þeim berg-
málaði um allt dalverpið.
Irina snéri sér snöggt við. I
fyrstu sá hún ekkert nema digran
skrokkinn á Ludvik hopa frá
girðingunni. Josef lá grafkyrr.
Irina tók á rás en Ludvik náði í
handlegg hennar og dró hana að
bifreiðinni. ökumaðurinn var
hvergi sjáanlegur, en Ludvik náði
í hann lfka. „Uppí, fíflin ykkar,“
sagði hann, „við getum ekkert
gert. Hann er dauður. Uppi,
annars er úti um okkur öll." Hann
ýtti þeim á undan sér.
„Við getum ekki skilið hann
eftir þarna," öskraði Irina.
„Hann er bróðir minn," sagði
Alois. En öll mótmæli og deilur
snarhættu þegar leitarljós lýstu
upp himininn og fjarlægt hljóð úr
aflmikilli vél nálgaðist óðum.
„Eg skal aka,“ sagði Ludvik.
Hann ók eins og óður væri yfir
djúp hestvagnaför og ójöfnur,
þögull en andlitið hörkulegt.
Alois sagði ekkert. Hann var
enn í mikilli geðshræringu.
Irina grét. Þegar hún hafði náð
valdi yfir rödd sinni, sagði hún:
„En hvaðan kom skotið?“
Ludvik einbeitti sér að vginum,
sem þau voru nú komin á,
greiðari og vel merktum. Hann
hafði tendrað ljósin og ók á þolan-
legum hraða. „Við erum nú stödd
suður af landamærastöðinni.
Sjáðu varðturninn þarna. Horfðu
vel. Þetta er táknræn og kannski
síðasta mynd þín af Tékkó-
slóvakíu."
Hún leit ekki um öxl, heldur
endurtók spurninguna. „Hvaðan
kom skotið?“
„Ur skóginum, held ég.“
„Nei við földum okkur þar.
Josef hafði grandskoðað allt.
Hann taldi okkur örugg.“
„Kannski þá úr trjánum heldur
austar þar sem þessir bannsettu
hrafnar eiga hreiður sín.‘-
Hún hristi höfuðið og lét ekki
sannfærast. „Birtan var líka mjög
léleg. Hvernig gat nokkur
skotið...“
„Þeir þekkja öll bellibrögðin,
infrarauðu klækina. Ekki spyrja
mig. Ég er enginn sérfræðingur í
vopnabúnaði. Ef til vill hefur ein-
hver leyniskyttan haft heppnina
með sér. Enginn vindur í kvöld,
ekki einu sinni gola. Slíkt á við
þá. Fyrsta skotið geigaði."
„Tvö? Ég heyrði aðeins eitt.“
„Hið fyrsta hæfði hvorugan
okkar. En um leið og Josef ætlaði
að hlaupa og hrafnarnir geru allt
vitlaust, kvað við annað skot. Þá
féll hann.“
Já, Irina var sammála, hún
hafði ekkert heyrt fyrir garginu í
hröfnunum. Hún þagði. Við hlið
hennar sat Alois með kreppta
hnefa, stífur og augun aftur.
„Við erum nú komin á þjóðveg
2. Eftir tvær klukkustundir verð-
urðu kornin heilu og höldnu til
Vínarborgar."
Heilu og höldnu. Hún hugsaði
um Josef, liggjandi grafkyrran.
Aftur byrjaði hún að gráta en í
þetta sinn í hljóði.
„Einhver varð að halda
sönsum,“ sagði Ludvik reiðilega,
„auk þess gátum við ekkert gert."
Svo þögðu þau öll.
2.
David Mennery sat við skrif-
borðið og reyndi að einbeita sér
að verki sínu. Hann átti mikið
eftir ógert áður en hann æki aftur
til New York i fyrramálið. Yfir
helgina hafði hann skrifað sæmi-
lega grein, þrátt fyrir truflandi
áhrif veðursins, (bæði laugar-
dagur og sunnudagur höfðu verið
kjörnir til sundiðkana og letilifs)
en hann átti eftir að yfirfara
hana, snurfusa. Eins og venju-
lega, áður en hann var byrjaður
að skrifa, þóttist hann ekki hafa
úr nógu að moða. Svo loksins.
þegar hann var byrjaður, reyndist
það alltof mikið. Þess vegna las
hann nú handritið gagnrýnum
augum, yddaði nokkra blýanta og
reyndi að leiða hjá sér öldu-
gjálfrið frá Atlantshafinu, sem
gældi við sléttan, hvítan
fjörusandinn og síðdegissólina,
sem bakaði sandhólana fyrir utan
sumarhúsið.
Gluggarnir undir slútandi þak-
skegginu voru galopnir og glugga-
tjöldin dregin frá. þarinig að suð-
vestan golan gat leikið um her-
bergin að vild sinni. (Hún náði þó
ekki þangað, sem hann sat með
pappírsblöð, athugasemdir og tón-
leikaskrár innan seilingar.) Birta
barst í gegnum þakglugga. er
vissi i norður og honum leið vel.
jafnvel þótt hitinn í anddyrinu
væri um 36°. Hann þurfti ekki að
kvarta. Siðan hann og Caroline
höfðu skilið fyrir fjórum árum.
já, hugsa sér, það voru raunveru-
lega fjögur ár. hafði hann gætt
þess að vinnuaðstaða hans væri
einföld en góð. Hann hafði losað
sig við gólfbleðlana og púða i
stólum sem ekki var hægt að sitja
í. spegla í barokkrömmum og
kertastjaka frá Fene.vjum.
Framhald í næsta blaði.
//
DINNI & ÞINNI
, SJAOU
^LETINGJANN???.
HVAÐ HANN ER
. FEITUR OG