Vikan

Útgáva

Vikan - 08.07.1976, Síða 31

Vikan - 08.07.1976, Síða 31
IJ? minna giftist seinna stúlkunni, sem þarna fæddist. — Nú gerist svona nokkuð ekki lengur, nú þarf ekki nema stíga upp í bílinn og aka í vitjanir, og núna eru brýr á öllum ám. — 1 annað sinn var það nítjánda júlí, eða öllu heldur sautjánda, að áin, sem rennur eftir dalnum endilöngum, fór að vaxa. Þetta var nú dálítið óvanalegt, því að um hásumar var ekki algengt, að lækir og ár tækju upp á því að vaxa svona, en áin héit áfram að vaxa og varð mórauð og ljót. Það þótti augljóst, að þetta væri vegna leysinga í fjallinu. Þannig óx í tvo daga. Ég vissi af konu einni hinum megin við ána og handan fjallsins, sem kynni að þurfa mín með. Þann nítjánda er áin komin upp á tún hjá okkur, farin að flóa kring um fjárhúsin á bænum á móti og komin upp undir gafl á húsinu. — Þá sjáum við, að maður kemur ríóandi heim túnið hinum megin með tvo til reiðar og þóttist ég nú vita, hvað til stóð. Hann kom heim að bænum, sem heitir Bakki, og sá ég þá, að bóndinn þar gekk niður að ánni og maðurinn með honum. Bóndinn kallar, hvort ég treysti mér til að sundríða yfir. Ég treysti mér ekki til þess, því að mér fannst áin vera ófær hverjum hesti. Þá kallar bóndi: „Treystirðu þér til að koma í bát ef ég sæki þig?“ „Ef þú kemst á báti yfir, þá er mér ekki meira að fara með þér til baka,“ kallaði ég á móti. — Hann átti svolitla skektu sem hann setti fram og reri af stað. Straumurinn þreif skelina og bar hana langar leiðir niður eftir ánni, en yfir komst hann heilu og höldnu, þótt ekki gæti hann róið nema á það borðið, sem niður eftir ánni sneri, því að straumur- inn var svo stríður. — Ekki var allt unnið með þvi. Nú var komið að mér að komast yfir aðra á, sem enn skildi mig frá bóndanum og báti hans. Faðir minn fékk lánaðan hest á næsta bæ, svo að við hefðum tvo, þvi að hann ætlaði að fylgja mér yfir ána. Var okkur nú ekkert að van- búnaði að leggja í ána. Hún var miklu verri en hin að því leytinu til að hún var stakstein- ótt. Afskaplega staksteinótt. Pabbi varð fyrri til að ríða í ána með töskuna mína, en ég gáði nú ekkert að honum, því að ég átti nóg með sjálfa mig. Brúnka mín þurfti mikið að kanna ána, steig varlega útí, lyktaði af vatninu, horfði yfir og var svo áhyggjufull á svipinn, blessunin, að ég veit ég hefði snúið við, hefði hún ekki lagt I ána. Hún setti í flauminn þrátt fyrir allt, og ég hélt helst hún ætlaði beint upp ána. Eg sat í söðli og sleppti taumnum, þegar Brúnka fór útí, hélt með annarri hendi í sveifina, en hinni ríghélt ég í faxið og hugsaði með mér, að ekki skyldi Helga nú fara frá Brúnku, þótt skylli yfir, en ekki varð það. Það flaut að vísu yfir hnén á mér, því að Brúnka skellti sér á sund. Yfir komst ég svo klakklaust og pabbi líka. Við riðum nú ofaneftir þangað sem báturinn var við hina ána. Mér var kastað út í bátinn og söðlinum á eftir ásamt töskunni, og svo var ýtt frá landi. Enn endurtók sama sagan sig, bátinn rak niður alla á. Við komumst þó yfir og fórum þar á bak hrossunum, sem biðu, og riðum af stað. Það er ekki ofsögum sagt, að hver einasta spræna á leiðinni var eins og heljar fljót. Allt gekk þó slysalaust og við komumst á bæinn, þar sem konan lá í hríðun- um. Hún var jafnaldra mín og átti þarna litla stúlku. Þetta var fótafæðing, en með guðs hjálp gekk hún vel, og mikið var allt dásam- legt, þegar allt starf var búið og ég búin að gera öllum til góða. Svona gátu nú svaðilfar- irnar verið. — Þú sagðist hafa hætt eftir fimm ára starf. Hvað kom til? — Eg ætlaði mér alltaf að gera þetta að æfistarfi, en svo gifti ég mig og veiktist síðan af tæringu, og þar með var draumurinn bú- inn. Ég gat að sjálfsögðu ekki stundað sængurkonur, sjúk af berklum, enda þurfti ég að fara suður á Vífilsstaði til lækninga. Eftir átta mánuði var ég orðin svo hress, að ég gat farið heim aftur. » — Nú liða þrjú ár. Þá fékk ég svo mikla kirtlabólgu, að læknirinn taldi alveg sjálfsagt, að ég færi suður að Vífilsstöðum og væri þar um veturinn. Ég fór þó ekkj þangað, heldur á hressingarhæli fyrir berklaveika, sem var í Kópavogi. Þar fékk ég brjósthimnu- bólgu og nýrnaveiki og lá í því í sex mánuði. En mér batnaði, og eftir ár að heiman mátti ég fara heim aftur. Ljósmóðurstörfum hef ég þó ekki treyst mér til að sinna utan fimm sinnum, er til mín hefur verið leitað í neyð. Ég vona bara að ég fái að stunda starf mitt hinum megin, fyrst mér lánaðist ekki að stunda það í þessu lífi eins og ég hafði vonað. En viltu nú ekki kaffi? Eg þáði kaffið og kvaddi skömmu síðar. Á meðan ég drakk spjölluðum við Helga um alla heima og geima eins og gengur, og Helga lýsti yfir óánægju sinni með landhelgissamn- ingana, sem vissulega voru almennast um- ræðuefni í byrjun júní. Hún sagði mér, að sér hefði þótt það einna verst í stríðinu, hversu almenn ósannindi hefðu verið, einkum breta. Það hefur nefnilega orðið reynd Helgu á áttatíu ára lífsferli sfnum, að sannleikurinn . er alltaf sagna bestur, og að óheilindi. lygi og rógur um náungann er verst allra s.vnda, og eftir þessu reynir liún að lifa. Fólki kann að finnast lítið til þess koma, sem áttræð kona norðan af Ströndum telur vera þess verstan og algengastan löst og ádrepan þvi býsna léttvæg en þeir hinir sömu ættu að leggja við* hlustir, þar sem menn mæla, og ekki síst á eigin orð. Þá ættu þdir að heyra, að gamla konan fer ekki með fleipur eitt. Þegar ég hafði kvatt Helgu og var á leið fram ganginn sá ég, að gamla fólkið var á leiðinni í mat. Mér leið hálf illa innan um þetta gamla fólk. Það var ekki laust við. að ég skammaðist mín fyrir sjálfan mig og okkur hin, því að það er sannarlega skammarlegt. að það eina, sem við gerum fyrir þetta gamla fólk, sem við eigurn allt að þakka, skuli vera að hola því niður á stofnunum. þegar við erum hætt að geta notað starfskrafta þess. Það hefur gert okkur að því, sem við erum, og það á að launum skilið allt það besta. sem þess eigið sköpunarverk getur af hendi látið. Það er tími til kominn að bæta urn betur. Tjör. 28. TBL. VIKAN 31

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.