Vikan - 08.07.1976, Síða 33
Bananatrén í Hveragerði vöktu undrun og
aðdáun ferðamannanna. Fremst gengur Else
Scmidt, þá koiumbísku hjónin Meyer, þá
Janet og Bill Foulis frá Bandaríkjunum, loks
hollcnsku Holshjónin, Nollen Leo frá Belgíu
og síðastur faðir Sue innanhúsarkitekts.
af einn íslenskumælandi og í The Golden
Circle Tour i annað sinn, — einn þjóðverji
var í hópnum, tveir hollendingar, tveir belg-
ar, einn frakki, þrír japanir og tveir
ferðalangar hingað reknir alla leið frá
borginni Bogota, höfuðborg þess fjalllenda
ríkis Kólumbíu í Suður-Ameríku.
Kristján kynnti okkur Jim hátíðlega fyrir
ferðafólkinu og varð okkur því eftirleikurinn
miklu auðveldari en ella, því að við losnuðum
þar með við að hafa langan formála að spjalli
okkar við útlendingana, en flestir voru þeir
hinir vingjarnlegustu og ófeimnir við að tjá
sig um það litla, sem þeir höfðu séð af
Islandi.
Fyrsta tókum við tali ungfrú Dennu
McMillan kennara úr þv.ísatvísa landi
Texas. Denna þessi kvaðst kenna börnum
fátæks fóiks þar vestra, helmingur nemenda
■
Hádegisverður var snæddur á Flúðum, þar
sem framrciðslustúlkur klæðast upphiutum
til að gefa málsverðinum enn islenskari svip.
Það fylgir starfi þeirra að vera fyrirsætur
útlendinganna að máltíðinni iokinni.
sinna væri af svörtu bergi brotinn, og rúmur
helmingur hinna afkomandi spánskra
innflytjenda og indíána. Aðeins lítið brot
væri af hinum veleðla hvíta stofni, sem í
Texas lifir og ríkir. Denna sagði þess vegna,
að nemendur sínir væru lítið fróðir um aðrar
þjóðir og háttu þeirra, og því væri hún eigin-
lega á ferðalagi fyrir allan bekkinn. Hún tók
rnikið af myndum, sem hún sagðist ætla að
?ýna í skólanum næsta vetur, nemendum
,ínum til andlegrar uppbyggingar og
rppfræðslu. Héðan ætlaði Denna að fara vítt
jm Evrópu í sama tilgangi. Um Island sagði
Dena stutt og laggott: „Oh, it’s wonderful!
(dásamlegt).
Næsta fórnarlamb okkar var frú Monique
Mengrau frá Bruxelles i Belgiu. Frú
Malengreau tkvaðst starfa hjá innflutnings-
verslun í belgísku höfuðborginni og vera á
leið vestur um haf, en hún sagðist ekki hafa
hugsað sig um tvisvar þegar hún uppgötvaði
að henni gafst kostur á tiltölulega ódýrri
tveggja dagaivöl á islandi í leiðinni og sagðist
mundu koma hér við aftur á leiðinni heim,
því hér væri gott að anda. Björtu næturnar
hér á Fróni sagði frú Malengreauj að væru
stórkostlegar. í>ó hefðu þær þann galla, að
hún hefði átt erfitt með að sofna kvöldið
áður, svo hefði hún vaknað klukkam þrjú
um morguninn, litið út um gluggann og orðið
steinhissa á, að þá var aftur orðið bjart eins
og um hádag.
hafslöndin til orlofsdvalar.
Monique Malengreau hafði orð á því, að
sér þættu hús á tslandi skemmtilega máluð,
og litadýrð þeirra setti ferskan svip á
umhverfið. Eitt var áhyggjuefni Monique;
hún sá hvergi kýr á beit og var farin að halda,
að íslenska þjóðin yrði að flytja inn mjólk og
mjólkurafurðir. Mér fannst eins og henni
létti stórum, þegar við höfðum farið fram hjá
Geysi og nálguðumst Laugarvatn, því að á
glæsilegu býli í Laugardalnum sáum við
myndarlegan kúahóp.
Monique hafði orð á því að fyrra bragði,
hve íslensku ullarflikurnar væru
smekklegar og fallegar. Eg spurði hana,
hvort henni þættu þær ekki dýrar, en hún
gerði lítið úr því miðað við verð á sam-
bærilegum fatnaði í heimalandi sínu.
Japanski innanhúsarkitektinn Sue
Aravmizu sagði, að fámennið hér hefði mest
áhrif á sig. Heima í Tókíó yrði vart þverfótað
fyrir fólki og sama væri að segja um London,
þar sem hún stundaði nám. Þess vegna væri
fámennið hér mikil reynsla fyrir sig og
einnig sagði hún, að sér hefði komið á óvart,
hve vel efnaðir íslendingar virtust vera.
Ég spurði Sue, hvort hún reyndi að halda í
Mynáavélarnar leika stórt hlutverk í
ferðalögum útlcndinga á Islandi. Þennan dag
var mörgum fiimum eytt á Strokk í Hauka-
dal.
japanskan stíl. þegar hún teiknaði
innréttingar í Tókíó, en hún kvað svo ekki
vera, enda teiknaði hún mest veitingahús og
krár, og sem stæði væru enskar krár í tfsku í
Japan, svo að hún tæki mið af því. Og svo
bætti Sue við: — Hvers vegna er bannað að
selja bjór á tslandi? Náttúrlega kunni ég
ekkert svar við þeirri spurningu.
Með Sue í för voru faðir hennar og eigin-
maður, en þeir kváðust ekki vera mæltir á
enska tungu, svo að ekki varð úr frekari
umræðum við þá.
Nollen Leo, hárgreiðslumaður frá
Antwerpen í Belgíu var á leiðinni til Banda-
rikjanna, og notaði tækifærið til að hafa hér
tveggja daga dvöl. Hann kvartaði undan
veðrinu hér, enda vorurn við ekki sérlega
heppin með veðrið í ferðalaginu — annars
sagði hann, að ekki væri kannski mikið að
marka sínar meiningar um veðurfarið, því að
hann kysi helst Miðjarðarhafslöndin til or-
lofsdvalar, þótt hann hefði gert undan-
tekningu í þetta sinn.
A eftir belgíska hárgreiðslumanninum
lagði ég til atlögu við norðmennina i hópnum.
28. TBL. VIKAN 33