Vikan

Eksemplar

Vikan - 08.07.1976, Side 45

Vikan - 08.07.1976, Side 45
tímavarðstöðina. Leiðarhluta 13, sem var 19,37 km, 18 mín. og með meðalhraða 64,6 km á klst. fórum við með 1 mín. í mínus, en þá vorum við komnir að gatnamót- unum á Vesturlandsvegi og Gufu- nesi, svo stutt var eftir. Síðasta leiðin var í bæinn, lágmarkstími gefinn 25 mín., en hámarkstími 38 mín svo við dúll- uðum okkur í rólegheitum niður að Hótel Loftleiðum á réttum tíma. En þegar þangað kom, þyrptist hátt í 100 manns að bílnum, svo við lá, að við kæm- umst ekki út. Spurningum rigndi yfir okkur, og við urðum alveg ruglaðir í öllum þessum ósköpum. En það var kannski ekki að undra því bíllinn leit alvag hræðilega illa út. Þótt mikið þurfi að gera við Runólf eftir þetta, og þótt við fengjum 15,41 mín. í refsitíma og yrðum í 16. sæti, er ég ánægður með árangurinn. Sigurvegarar í þessari rally- keppni urðu Magnús Helgason og Guðjón Skúlason, en þeir óku B.M.V. 1600 árgerð 1971. Þeir stóðu sig alveg frábærlega vel og fengu ekki nema 2,12 í refsitíma. Sigurvegararnir kampakátir, þeir Magnús He/gason og Guðjón Skúlason. B.M.W.bíllinn stóð sig með prýði, og þeir sigruðu alveg stórglæsilega. Að sögn Magnúsar er bíllinn í mjög góðu ástandi eftir keppnina, og hann varð ekki fyrir neinum skakkaföllum. Númer 2 urðu þeir bræðu Ómar og Jón Ragnarssynir, en þeir voru á Fiat 127. Refsitími þeirra var 6,17. í þriðja sæti urðu Vilmar Kristjánsson og Sigurður Ólafsson á VW, en þeir fengu í refsitíma 6,20. Allir, sem tóku þátt í þessari keppni, einnig þeir sem voru á þeim átta bílum, sem hættu keppni vegna bilunar, voru sam- mála um, að þetta hefði verið alveg ofsalega gaman, og allir voru til í að gera þetta aftur — og það sem allra fyrst. fer tókst okkur að keyra Grafning- innn óhappalaust í þetta skipti, þótt mikil umferð væri, og tíminn var 0,21 sek. í mínus. 11. leiðarhluti var svo frá Grafn- ingnum og að Þveránni aftur, því við áttum að fara tvisvar i þennan versta kafla. Á 11. leiðarhluta var meðalhraðinn 66,1 km á klst., 18 mín. höfðum viö til aö spila úr, og leiöin var 19,8 km. Þetta gekk ágætlega, og við fengum ekkert I frádrátt I þetta sinn. 12. leiðarhluti, 6,24 km, 6 mínútur og meðalhraðinn 64,20 km á klst., og við vorum komnir að bannsettri ánni aftur. i þetta skiptið ákváöum við aö notað aðeins skeiðklukkuna, og eftir að hafa fengið tímann á kortið, var gefiö I botn beint út I ána og yfir. En þá varð eitt óhappið enn. hegar yfir ána kom, lentum við I svo hrottalegu hvarfi, aö pedal- arnir, kúpling, bremsur og bensln- gjöf að viðbættri gírstöng gekk allt upp I gólfið. Eftir þetta gekk benslngjöfin bara 1/4 niöur, bremsupedalinn festist niðri, ef á hann varstigið, kúplingin varð svo þung, að við lá að ég þyrfti aö nota báða fætur á hana, og gírstöngina var aðeins hægt að hreyfa, ef öllu afli var beitt á hana. Eitthvað fannst mér bíllinn skrftinn I stýri, og hann hoppaöi alltaf vinstra megin að aftan, svo ég vissi, að þar hafði farið dempari. Þrátt fyrir þetta höktum viö áfram og komum 2 mín. of seint á Áhöfnin á Renault R8, Jim Smart og Árni Bjarnason. 28. TBL. VIKAN 45

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.