Vikan - 08.07.1976, Blaðsíða 46
Smásaga eftir Roy Bolitho
MMvm
BJUUMM
Það var hálfdimmt f veitinga-
húsinu og þar var svalt eftir
glóheitt sólskinið á kirkjutorginu
úti fyrir. Þetta var rétt eftir
hádegið og lífið í spænska bænum
leið áfram, hægt og syfjulega.
Tvenn hjón komu inn í veitinga-
húsið. Skandínavar, var Antonio
viss um. Hann stóð við gluggann
og horfði á kött, sem lá og malaði
úti undir vegg. Á torginu fyrir
utan vöfruðu túristar alls staðar
að úr heiminum berhöfðaðir í
sólskininu. Antonio hafði gengið
um beina á þessu veitingahúsi i
rúm tíu ár. Allt lif hans virtist
snúast um þennan stað. Hér var
veitingahúsið, i kring voru allar
verslanirnar I bænum, og hann
þurfti ekki að ganga nema upp
þrepin og siðan nokkur skref til
haegri og þá var hann kominn
heim. Þar beið konan hans og
þrjú börn þeirra eftir því, að
hann kæmi þreyttur og sárfættur
heim.
Antonio sneri baki í dyrnar,
þegar túristarnir fjórir komu inn.
Hann stakk svoiítið við, en hann
flýtti sér að borðinu til þeirra og
rétti þeim matseðilinn. Karl-
mennirnir voru í stutterma
skyrtum og þunnum buxum. Þeir
voru báðir fremur feitlagnir.
Konurnar voru heldur magrar
fyrir smekk Antonios. Þær voru
báðar í þunnum sumarkjólum og
báðar voru þær brenndar af
sólinni. Svört fluga flögraði
kringum borðið. Antonio stuggaði
við henni.
— Buenos dias, sagði hann. —
Hvers óskið þið?
Þau voru fljót að ákveða sig og
Antonio þjónaði þeim til borðs
eftir öllum kúnstarinnar reglum.
Hann reyndi að leyna heltinni,
þegar hann hélt á bakkanum, en
hann gat það ekki. Hann var hár
og glæsilegur maður, um það bil
þrjátlu og fimm ára að aldri.
Andlit hans var svipbrigðalaust.
Af því varð ekki séð, hvað hann
hugsaði.
Augu hans voru fremur lítil og
varirnar samanbitnar. Hann var
of hrukkóttur miðað við aldurinn.
Hann færði þeim drykkjar-
föngin, litla diska með ólívum,
steiktar kartöflur, humar. Hann
lagði vandlega á borðið. Hann
talaði ensku ágætlega og
sömuleiðis eins konar blöndu af
skandainavlsku málunum.
— Ætlið þið að fara á nautaatið I
dag? spurði hann og benti á
glæsilega rauða og gula vegg-
auglýsingu, sem hékk á veggnum.
Leikvangurinn var ekki nema
nokkur hundruð metra frá
kirkjutorginu.
— Já, sagði annar maðurinn við
borðið. — Við höfðum Iátið okkur
detta það I hug.
Þetta var sá feitari þeirra
tveggja, og andlitið á honum var
blóðrautt af sólinni.
— Við ætlum að sjá Levindo,
sagði konan I rauða sumar-
kjólnum.
— Er hann ekki álitinn einn
snjallasti nautabani heimsins?
Eða að minnsta kosti sá besti hér
um slóðir?
Antoniu snéri sér hægt við.
Þetta ætlaði að ganga vel.
— Jú, sagði hann. — Hann er
mjög góður, en hann verður
aldrei einn þeirra fremstu!
Levindo er allþekktur sem
stendur — en — einu sinni fyrir
mörgum árum átti ungur piltur
heima í þessum bæ og hann hefði
getað orðið besti nautabani
heimsins. Hann byrjaði feril sinn
einmitt á þessum leikvangi. En —
örlögin höfðu ætlað honum annað
hlutskipti.
— Segðu okkur frá honum, sagði
rauðklædda konan.
Svo sagði Antonio frá unga
nautabananum, sem allir
bjuggust við að yrði sá besti allra
tlma. Hann sagði frá hugaða og
hrausta piltinum, sem átti bara
eitt takmark frá því hann
fæddist; að verða mesti nautabani
á Spáni. Þegar hann var lltill,
hafði hann unnið alls konar störf
á bóndabæjunum I grenndinni —
einkum, þar sem ræktaðir voru
gripir til nautaata. Þar hafði hann
þjálfað sig, og brátt þekktu allir
strákar I bænum hann, þvi að
hann var sá kjarkaðasti af öllum.
Þegar hann var sextán ára var
hann orðinn stjarna í heimabæ
sínum, og túristar dáðust að
honum. Og hann varð stöðugt
þekktari og hæfari. Hann skildi
skapgerð nráutanna, og gat gert sér
ljóst fyrirfram, hvað þau myndu
gera. Þegar þessi ungi nautabani
Atíu
mínútna
fresti
Þegar sumaráætlun stendur sem hæst
flýgur Flugfélag íslands 109
áætlunarferöir í viku frá Reykjavík til
11 viðkomustaóa úti á landi. Þetta
þýöir aö meðaltali hefja flugvélar
Flugfélags íslands sig til flugs eöa
lenda á tíu mínútna fresti frá morgni
til kvölds alla daga vikunnar.
Flugfélagiö skipuleggur feröir fyrir
einstaklinga og hópa og býöur ýmis
sérfargjöld. Hafiö þér til dæmis kynnt
yður hin hagstæöu fjölskyldufargjöld?
Feröaskrifstofur og umboð Flug-
félagsins um allt land veita yöur
allar upplýsingar.
FLUGFÉLAG INNANLANDS
ÍSLANDS FLUG
Félag sem eykur kynni lands og þjóöar