Vikan

Issue

Vikan - 08.07.1976, Page 48

Vikan - 08.07.1976, Page 48
Qb <5> PRESTVÍGSLA. Kæri draumráðandi! Mig langartil að biðja þig að ráða draum, sem mig dreymdi um daginn. Hann var á þessa leið. Mér fannst amma mín, sem ég heiti ( höfuðið á, vera prestur uppi í sveit, og haföi hún tekið við starfinu af einhverjum öðrum. Nú stóð þannig á, að hún varð að láta af starfinu vegna aldurs, og átti ég að taka við af henni. Til þess þurfti ég ekki að læra neitt nema vígja vatn. Svo vaknaði ég við það, að hún var að láta renna vatn I baðker. Síðan ætlaði hún að vígja vatnið og ég átti að baða mig í því. Draumurinn varð ekki lengri, en ég man svo vel eftir honum, bara eins og þetta hafi gerst í raun og veru. Með fyrirfram þökk fyrir ráðninguna. Guðrún. Þú ska/t fara var/ega með þig, ef þú færó einhvern sjúkdóm. Hætt er við, að hann sé lúmskari en þú he/dur, farðu því að ráðum /æknis þíns í einu og ö//u. HEIMSÓKN. Kæri draumráðandi! Mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi fyrir stuttu. Ég fór í heimsókn til vinkonu minnar, og mamma ók mér þangaö og ætlaði að bíða meðan ég athugaði, hvort vinkonan væri heima. Svo fór ég upp í einhvern stóran sal, þar sem vinkona mín var. Þar voru einnig þrjár aðrar stelpur, sem ég þekkti ekki, svo ég spurði hana hvort hún ætlaði að vera heima. Hún ansaði því varla. Svo var hún alltaf að líta á klukkuna og ég sagði, aö þaö væri þá bara best, að ég færi heim. Ég leit út um gluggann, en sá þá, að mamma var farinn. Ég fór þess vegna aftur inn til þeirra. Þá komu einhverjir þrír strákar og þessi vinkona mín var með einum þeirra. Ég varð bara útundan, því að ég þekkti ekki neinn. Ég sat bara á gólfinu og þau voru öll að kyssast. Einn strákurinn var með tvær stelpur og hann var með giftingar- hring. Svo var ég alveg komin að því að biðja strákinn, sem vinkona mín var með, aö aka mér heim, en þá bað hún hann um að gera það, sko að aka mér heim. Við fórum bara tvö og auövitað byrjaði ég með honum, því að ég var alveg bálskotin ( honum. Svo þegar ég varkomin heim, fór ég að hugsa um það, hvað ég hafði gert, og fannst ég aldrei geta talað við þessa vinkonu mína aftur, og við þetta vaknaði ég. Með fyrirfram þakklæti fyrir birtinguna. Sirrý. Þessi draumur er nú ekki fyrir neinum stórtíðindum, einna helst rakasamri tíö, Þú ætti samt að fara var/ega í samskiptum þinum við hitt kynið. Ýmis atriði í draumn- um benda til þess, að þér gæti orðið hált á of nánum samskiptum við of marga karlmenn. ■ Mér fannst ég segja við mömmu, at hann hlyti að fara að koma, en þá sagði hún mér, að hann væri búinn að vera í burtu í tuttugu og sex ár, því að þeir hefðu fariö um leið og hún missti sín börn. Þegar hún sagði þetta, uppgötvaði ég, að litli sonur minn var líka horfinn. Við það vaknaði ég. Með fyrirframþökk þökk fyrir ráðn- inguna. 3213 - 2553. Draumráðandi telur, að þú ættir ekki bera þungaráhyggjurvegnaþessara drauma. Þeir tákna í hæsta lagi smávegis kvef og hressandi rifrildi. Hins ber þó að geta, að þeir eru ekki fyrir neinum gleðitíðindum, en / ö/lum bænum taktu þá ekki alvar/ega. Mest líkindi eru tilþess, að þú sért þreytt og „stressuð" og draumarnir stafi af þvi. Reyndu bara að hvfla þig vel, og þá hætta þessar draumfarir aö angra þig. DRAUMAR 3213-2553 Kæri draumráðandil Mig langar til að biðja þig að ráða tvo drauma, sem hafa valdið mér áhyggjum. Hinn fyrri var á þá leið, að mér fannst litli sonur minn vera á kafi í snjó. Þegar ég tók hann upp, sá ég hann var lifandi, svo að ég skóf af honum snjóinn og dúðaöi hann I föt. Eftir það fannst mér allt í lagi. Seinni draumurinn var þannig, að mér fannst ég vera að rífast við unnusta minn, og ég henti trúlofunarhringnum og snúr- unni út í tjörn, og trúlofunarhringurinn fór I kaf, en mér fannst snúran skoppa upp á stein. Þessu næst fannst mér unnusti minn vera á hnjánum og rétta hendurnar í áttina til mín, og hrópa nafn mitt í angist. Þegar ég ætlaði að hlaupa til hans, var hann horfinn. Mér fannst hann hafa þurft að fara inn ( einhverja holu vegna vinnunnar, svo að ég sat kvíðafull og beið, Þá kom mamma og sagði mér, að það þýddi ekki neitt fyrir mig að bíöa, þvi að hann kæmi ekki aftur. Mér fanns þessi hola vera inþ í einhvern hól, og voru löng göng þar. Mér fannst eitthvert líf við hinn endann á göngunum, en ég gat ekki komist þangað. LOÐNAR AUGABRÝR. Kæri draumráðandi! Mig langar að biöja þig að ráða tvo drauma fyrir mig. Sá fyrri er svona? Mér fannst ég vera að skoða augabrýrnar á mér og voru þær óvenjulega loðnar og breiðar. Mamma var hjá mér og sagði, að ég þyrfti að láta snyrta þær, en ég neitaði að gera það. Hinn draumurinn var svona: Ég var í heimsókn hjá frænku minni, og heyrði ég, að dóttursonur hennar var að grát. Hún sagöi, að enginn gæti huggað hann. Strax og hann sá mig, hljóp hann til mín. Ég tók hann upp og hann hætti að gráta. Hann er þriggja ára. Með þakklæti fyrir ráöninguna. V.V.V. Þessir tveir draumar benda til þess, að þú munir verða allvel efnuö / framtíðinni, en mundu, að það er ekk'i endi/ega v/st, að fjármununum fylgi nein gæfa. MIG BREYMÐl 48 VIKAN 28. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.