Vikan

Útgáva

Vikan - 16.12.1976, Síða 5

Vikan - 16.12.1976, Síða 5
JÓLAPOKA má klippa hvort heldur sem er úr glanspappír eða málmpappír, en málmpappírinn er þó sterkari. Margir kunna að flétta hjartapokann, sem snið er af á næstu opnu. Setjið sniðið á samanbrotinn pappír, þannig að beina hliðin sé á brotinu. Klippið stykkið út, og klippið rifurnar upp í, eins og sniðið sýnir. Fléttið pokann saman, eins og myndin sýnir, klippið síðan pappírsstrimil fyrir hanka og límið innan á pokann. Þegar þið hafið náð leikni í að flétta svona poka, skuluð þið reyna að klippa þá í ýmsum stærðum og eins að klippa oftar upp í, þannig að fléttan verði flóknari. Það er tilvalið að hengja stóran hjartapoka upp á vegg til að geyma í jólakortin. Einfaldan jólapoka má búa til úr tveimur kringlóttum málm- eða glanspappírsstykkjum, sem teikna má eftir undirskál. Stykkin eru brotin saman í miðju og sett saman, eins og myndin sýnir. Límið pappírsstrimil á til upphengingar og skreytið ef til vill með pappírsklippi. Þennan poka geta jafnvel yngstu börnin gert með lítilsháttar aðstoð. JÓLATRÉÐ er oft látið standa á sérstöku jólatrésteppi. Ef tréð er lítið, er fallegt að láta það standa á litlu borði með jólalegum dúki á. Á næstu opnu eru form, sem nota má til að klippa út úr fliti eða taui og sauma eða líma á jólatrésteppi eða dúk. Þessi form má líka, eins og áður hefur verið lýst, nota til að klippa út úr málmpappír eða kartonpappír og nota sem jólatrésskraut eða óróa. Hafið dúkinn sjálfan úr grófu bómullarefni eða striga og kantið með skábandi eða skrautborða. Veljið formm, takið þau upp og klippið út úr filti eða taui og raðið meðfram köntunum. Reynið ýmsa möguleika, áður en límt er eða saumað fast. HJÖRTU eru vinsælt jólaskraut. Takið upp formin í naestu opnu. Klippið 2 hjörtu af stærð A og 2Í öðrum lit af stærð B. Límið minni hjörtun á þau stærri og síðan stærri hjörtun saman með bandi á milli, eins og myndin sýnir. Hægt er að setja fleiri hjörtu á sama band. Slíkar lengjur eru fallegar á jólatréð og eins sem gluggaskreytingar. Á sama hátt má nota hin formin, stjörnurnar og englana. Að lokum vil ég óska lesendum gleðilegra jóla og góðrar skemmtunar við jólaundirbúninginn.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.