Vikan

Issue

Vikan - 16.12.1976, Page 9

Vikan - 16.12.1976, Page 9
— Hlustaðu Berti! Þeir eru að spila lagið okkar. ★ ★ ★ Þegarvesturhluti landsinstókaö byggjast, fékk Texas rjómann af landnemunum, sagði einn af mörg- um gorturum þess fylkis. Þegar þessir harðsnúnu brautryðjendur komu yfir Missisippi, fundu þeir stórt og mikiö skilti nálægt St. Louis. Á því stóð: Ef þið hafið eitthvaðaf viti Ikollinum, þá haldið í suður til Texas. Svo allir þeir skynsömustukomuhingað. Ogallir fákunnandi bjánar, sem voru ólæsir, héldu áfram til Kaliforníu. ★ ★ ★ „Mamma." hrópaði dóttirin á bænum, ,,ég er viss um, að pabbi hefur dottið í brunninn. Það er greinilegt áfengisbragð af vatninu." ! \. \ ■< T . v .. -A ‘ / ■. \ \ 'AJU1- Yl \ v Fjölskyldu, sem flutti úr mið- bænum í úthverfi, var ráðlagt að fá sér varðhund til að gæta hússins að næturlagi. Þau keyptu stærsta hundinn, sem til sölu var hjá hundasala í nágrenninu. Skömmu síðar komu innbrotsþjófar og höfðu á brott með sér ríkulegan feng, meðan hundurinn svaf eins og steinn. Maðurinn fór beint til hundasalansogkvartaðiyfirþessu. ,,Jæja, ég get bætt úr þessu," sagði hundasalinn, ,,nú vantar þig ekkert nema lítinn hund til að vekja stóra hundinn." Birna Hrólfsdóttir sj ónvarpsþulur Öhætt er að segja, að viss frægðarljómi leiki um sjón- varpsþulina, og ekki er laust við, að þessar vel snyrtu konur - ■ Kji umtal og bæði öfund og aðdáun, þegar þær tala til þjóðannnar af skjánum. Klæðnaður þeirra hefur jafnvel orðið tilefni blaðaskrifa, og eflaust eru þeir til, sem halda, að þær verji mestum hluta dagsins i að snyrta sig og fegra. En allt eru þetta hinar elsku- legustu stúlkur og orðnar fastir heimilisvinir víða. I næstu VIKU birtist viðtal við þá yngstu i starfinu, Birnu Hrólfsdóttur. I NÆSTU VIKU ,,Brjálaður blaðamaður” ,,Að þessu loknu kom önnur stúlka með alls konar víra og klemmur og bjóst nú til að koma því fyrir á mér. Mér datt fyrst í hug rafmagnsstóllinn frægi, en huggaði mig við það, að engin ástæða væri til að beita mig slíkum brögðum, jafnvel þótt einhverjum væri kannski ekk: hlýtt til mín. Eitt augnablik birtist þó fyrirsögn blaðanna daginn eftir mér fyrir hugskotssjónum eitthvað á þessa leið: ..Brjálaður blaðamaður bíður bana". Þetta er örlitið sýnishorn af frásögn blaða- manns VIKUNNAR, sem fór í rannsókn hjá Hjarta- vernd. Sjá næsta blað. Þrír frægir elskhugar birtast aftur. Valentino...Casanova...Clark Gable...mestu elskhugar allra tíma. Það er ekki heiglum hent að feta í fótspor þeirra, en einmitt i ár hafa þrír leikarar tekið að sér að bregða sér í gervi þessara frægu manna. Þeir heita Franco Nero, Donald Sutherland og James Brolin. Hvað segja þeir um stjörnumar, sem þeir reyna að endurlífga á hvíta tjaldinu? Við fræðumst nánar um það í næstu VIKU. Smásaga um ástir og jól. Næsta tölublað VIKUNNAR kemur út á Þorláksmessu svo að jólin koma að sjálfsögðu nokkuð við sögu, meðal annars í smásögunni, sem nefnist ,,Af frjálsum vilja” og er eftir Celiu White. Hún fjallar um ungt kærustupar, sem kynnist að nokkru þeim erfiðleikum, sem hjónabandið getur haft í för með sér, í gegnum foreldra stúlkunnar, sem hyggja á skilnað eftir margra ára hjónaband. Sagan gerist um jól og er bæði hugljúf og trega blandin. VIKAN Otgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir. Blaðamenn: Aðalsteinn Ásb. Sigurðsson, Guðmundur Karlsson, Sigurjón Jóhannsson, Þórdis Árnadóttir. Útlitsteiknari: Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari: Jim Smart. Auglýsingastjóri: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing í Siðumúla 12. Símar 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 350. Áskriftarverð kr. 3.900 fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, kr. 7.370 fyrir 26 tölublöð hálfsársiega eða kr. 13.650 í ársáskrift. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar: Nóvember, febrúar, mai, ágúst. 51. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.