Vikan - 16.12.1976, Page 11
Svona til þess aö hugga ykkur i
lokin, þá held ég að sú, sem
skrifar sé 15 ára. Skriftin er mjög
læsileg og fremur áferðarfalleg. Úr
skriftinni les ég undirgefni og
góðvild.
EIN HRIFIN.
Kæri Póstur!
Ég vona að þú getir hjálpaö
mér. Ég er hrifin af strák, sem viö
skulum kalla S. Hann var líka
hrifinn af mér, en svo barst út sú
saga, að ég hefði verið með
öðrum og þá held ég að hann hafi
misst allan áhuga á mér. Hvað á
ég að gera, til þess að hann fái
áhugann aftur? Hvað lestu úr
skriftinni og hvað heldurðu að ég
sé gömul?
í guðanna bænum ekki birta
nafnið.
G.H.Bb. 4. N.
Þú verður nú barasta að tala við
guttann i snarhasti og útskýra
málin. Ef hann er eitthvað hrifinn
af þér ættirðu að gata sannfært
hann þegar i stað. Annars skaltu
láta hann sigla sinn sjó og vera
fegin að losna við hann. Úr
skriftinni les ég óframfærni. Þú ert
12 eða 13 ára.
FERLEG VANDRÆÐI.
Elsku Póstur!
Ég er í ofsa vanda. Það má varla
segja nokkuð við mig, því að þá
,,PLANG" eldroðna ég. Hvað get
ég gert (ég er ekki feimin)? Og svo
er það annað. Þegar ég hef verið
með strák í partýi fæ ég alltaf
ógeð á honum eftirá. Um daginn
var ég t.d. í partýi (náttúrlega á
skallanum) og var með strák, sem
ég þoldi svo ekki, þegar fór að
renna af mér, og hljóp því út úr
herberginu. Núna stríða mér allir
á stráknum, en ég er hrifin af
öðrum. Hvað get ég gert? Og að
lokum. Mér finnst ég ekki mega
vera nógu lengi úti á kvöldin og er
að verða brjáluð á því að koma inn
þegar mömmu sýnist (botninn
sleginn).
Bið að heilsa ruslakörfunni og
vona, að hún hafi ekki lyst á
bréfinu.
Ein með áhyggjur.
P.S. Hvað lestu úr skriftinni og
hvernig er hún? Hvað heldurðu að
ég sé gömul?
Pósturinn vorkennir þér vegna
þess ógeðs, sem þú segist fá á
hinu gagnstæða kyni, og telur
það mjög óeðlilegt. Þú segista/ltaf
vera á skallanum og gæti það haft
sin áhrif í þessum efnum. Hefur
þér ekki dottið það i hug væna
min, að vera nú einu sinni edrú og
athuga þá hvort allt fer á sömu
lund? Áfengisneysla hefur nefni-
lega mjög misjöfn áhrif á fólk og
gæti því hæglega verið orsök
þessara tilfinninga þinna. Þú skalt
því beita sjálfa þig hörku og
athuga þinn gang, þá gæti þetta
allt saman lagast.
Við hinum hvimleiða kinnroða
getur Pósturinn hins vegar ekki
gefið nein óbrigðul ráð og veit ekki
til þess að aðrir geti það heldur.
Þú verður því líklega að reyna að
sætta þig við hann, en stundum
eldist hann af fólki. Það er heldur
ekkert óeðlilegt við það að roðna,
og sumum finnst það bara
,,sjarmerandi".
Þú verður að ræða útiverumálin
við hana mömmu þina, og það er
nú sennilegt, að hún geri þetta i
góðri meiningu. Mömmur vita
nefnilega oft lengra en nef þeirra
ná. Úr skriftinni /es ég sjálfstæði
og, þótt þér finnist það ef til vill
skrítið, dálitla feimni. Rithöndin er
ekki nógu þjálfuð og helst til
stórkarlaleg. Þú ert á að giska 15
ára.
Álfhildur Jóhannsdóttir, Sörla-
skjóli 20, Rvík. óskar eftir penna-
vinum á aldrinum 12—14 ára. Hún
svarar öllum bréfum.
Pá/mi Þór ivarsson, Brekkugötu
11, Akureyri hefur mikinn áhuga á
að eignast nokkrar pennvinkonur
á aldrinum 13 — 15 ára. Sjálfur er
hann 14 ára. Helstu áhugamálin
eru: Fótbolti, handbolti, skíði,
skautar, sund, böll, útilegur,
stelpur og margt fleira. Hann
óskar eftir að mynd fylgi fyrsta
bréfi, ef hægt er.
Halla Úsk Halldórsdótti, Fögru-
brekku 24, Kópavogi óskar eftir
pennavinum á aldrinum 11 — 13
ára.
Randi Andersen, Hellerudfaret
27, Oslo 6, Noregi er 15 ára norsk
stúlka, sem hefur áhuga á að
komast í bréfasamband við íslend-
inga. Hún hefur í hyggju að
ferðast til íslands og vill þá gjarnan
þekkja einhvern hér. Helstu
áhugamálin eru: Hestar (sérstak-
lega íslenskir), hundar, alls kyns
gæludýr, ferðalög og tónlist. Von-
andi vill nú einhver skrifa henni.
BLÁSIÐ NÝJU
LÍFI í HÁRIÐ!
BRAUN hársnyrtitækin eru ein þau fullkomnustu á
markaðinum — og hönnunin sérlega glæsileg.
ATHYGLISVERÐAST
erþað nýjastafrá BRAUN — hársnyrtisettið PLUS 2, en
þá er bætt við venjulegt sett úðara og lokkajárni. Þetta
þýðiraðsjálfsögðu, aðþérgetiðætíðblásið nýju lífi í hárið
— fyrirvaralaust.
GOTT VERÐ
Þetta glæsilega hársnyrtisett er á góðu verði — kostar
kr. 11.900 (október 1976, gæti hækkað fyrirvaralítið).
FLEIRI GERÐIR
Seljum ennfremur BR AUN krullujárn, hárþurrkur og hár-
burstasett sem eru nokkuð ódýrari en PLUS 2.
KAUPMENN - KAUPFÉLÖG:
Vinsamlegast gerið pantanir á BRAUN vörum
sem fyrst.
Verslunin
PFAFF
(heildsala — smásalg)
Skólavörðustíg 1 -3, Bergstaðastræti 7
51 TBL VIKAN 1 1