Vikan

Eksemplar

Vikan - 16.12.1976, Side 44

Vikan - 16.12.1976, Side 44
Sfáin pililir tr.í timmiiulcgi lil miðvikudugs HRUT'JRINN 21. mars — 20. apn/ Vertu ekki svona eirðarlaus. Þín bíður verkefni, sem þú verður þó að hafa dálítið r”“ fyrir sjálfur og leggja svolítið á þig til að komast yfir. Happalitur er grár. NAUT'Ð 21. apríl — 21. mai Þú situr mikið heima þessa viku og vinnur að einhverju smáverkefni, sem gefur þér arð i aðra hönd. Það verður óvenju lítið um gestagang, svo að þú hefur nægan tíma. TVIBURARNIR 22. mai - 21. júni Þú verður beðinn að gerast milligöngumað- ur í einkamáli vinar þíns og annarrar persónu. Þessi vika verður fremur róman- tisk fyrir þá, sem eru í tilhugalífinu. KRABBINN 22. júni — 23. júii Þú hefur verið orðhvass og fælt frá þér fólk, sem stendur þér ofar í mannfélagsstiganum en vill þó halda kunningsskap við þig. Reyndu að bæta fyrir þetta. LJÓNIÐ 24.júii -- 24. agúst Kunningjafólk þitt er að gefa þig upp á " _ ;A bátinn vegna þess, hve þú virðist hafa lítinn . )> tima aflögu fyrir það og sekkur þér niður i vinnuna. Breyttu áætlunum þínum. f. i.v-rn) fo MEYJAN 24. ágúst — 23. sep Einkalífið verður skemmtilegt og ánægju ríkt. Þú hefur stundum mjög góð áhrif á ';-ú fólk og getur verið mjög heillandi i framkomu. Liklegt er að þér berist gjöf. VOGIN 24. sept — 23. okt. Þér er ráðlegt að gæta skaps þíns, vertu ■ ekki of þverlyndur og varastu einstreng- ingshátt. Það er ekki ólíklegt að þú farir í leikhús eða bió um helgina. ■í .■■j-A-v 2 SPORÐDREKINN 24. okt. - 23. nóv. Á vegi þínum verður manneskja, sem þú þarft að leysa eitthvert verkefni með og ert dálitið óöruggur með sjálfan þig, því þessi persóna kann betur til verka en þú. 1 , BOGMAÐURINN 24. nóv. - 21. des. Lukkan brosir við þér þessa viku og þú munt að öllum líkindum eignast marga nýja kunningja, sem þú kynnist á heimili vina þinna. Þú fréttir af óheppni vinar þíns. STEINGEITIN 22. des. 20. jan. Hæverskt eðli þarfnast uppörvunar, bæði manninum sjálfum til góðs og einnig til blessunar öllum, sem kynnast honum. Gættu þess að vera ekki of eigingjarn. VATNSBERINN 21. jan. — 19. febr. Þessi vika verður skemmtileg og þú færð mörg tækifæri til þess að njóta lífsins í rikum mæli. Gerðu ekki of miklar kröfur til umhverfisins og njóttu ánægjunnar. FISKARNIR 20. febr. — 20. mars Tveir vinir þínir af hinu kyninu eru að bræða eitthvað með sér, sem sannarlega mun koma þér á óvart. Líklega verðurðu heima á föstudagskvöldið. STdÖRNUiPfl „Hve margabúðinga bjugguð þér til? V ar þessi sá eini? ’ ’ „Nei, herraminn. Ég bjó til fjóra. Tvo stóra og tvo minni. Hinn stóra búðinginn ætlaði ég að bera fram á nýársdag og hinir tveir litlu voru handa ofurstanum og frú Lacey til að borða seinna, þegar þau væru orðin einaftur.” „Einmittþað, einmittþað,” sagði Poirot. „Reyndar var það ekki rétti búð- ingurinn, sem þið fenguð i dag, herra minn, ” sagði frú Ross. „Ekki sá rétti?” sagði Poirot og hleypti spyrjandi i brýrnar. „Hvernig stóð ó því?” „Jú sjáið nú til, herra minn, við eigum stórt jólamót. Postulínsmót með þyrni- og mistilteinsskrauti ofan á, sem jólabúðingurinn er alltaf soðinn í. En til allrar óhamingju urðum við fyrir miklu óhappi. í morgun þegar Annie var að teygja sig upp í skápinn til að sækja það skrikaði henni fótur svo að það brotnaði. Nú ogauðvitað gat ég ekki borið þann búðinginn fram, eða hvað? Það gátu vel verið brot í honum. Þess vegna urðum við að nota hinn — þann sem ég ætlaði að bera fram á nýársdag, og var i ósköp venjulegri skál. Hún er fallega kúpt, en ekki líkt þvi eins skrautleg og jólamótið. Ekki veit ég hvar í ósköp- unum er hægt að komast yfir annað eins mót. Þeir búa ekki lengur til svona stóra hluti. Allt einhverjar smáskálar. Það er ekki einu sinni hægt að kaupa disk sem tekur átta til tíu egg og beikon eins og vera ber. Ah, öllu feraftur núorðið. ” „Já svo sannarlega,” sagði Poi- rot. „En í dag hefur það ekki verið svo. Þessi jóladagur hefur verið rétt eins og jóladagarnir i gamla daga, ekki satt?” Frú Ross stundi. „Jæja, ég er glöð að yður skuli finnast það, herra minn, en að sjálfsögðu hef ég ekki þá aðstoð sem ég hafði áður fyrr Ekki vant fólk á ég við. Stúlkurnar nú á timum...,” hún lækkaði rórn- inn lítilsháttar...þær eru ósköp viljugar og vilja gera vel, en þær hafa ekki fengið náuðsynlega þjálf- un herra minn, ef þér skiljið hvað ég á við.” „Já, tímarnir breytast,” sagði Hercule Poirot. „Mér finnst það líka sorglegt stundum.” „Þetta hús, herra minn,” sagði frú Ross, „er of stórt, vitið þér, fyrir frúna og ofurstann. Frúin, hún veit það. Að búa í einu horni þess eins og þau gera er ekki eins og það á að vera. Húsið lifnar aðeins við á jólunum þegar öll fjölskyldan kem- ur hingað.” „Er þetta ekki í fyrsta skiptið sem Lee-Wortley og systir hans koma hingað?” „Jú, herra minn.” Ofurlitillar varkárni gætti nú í röddu frú Ross. „Hann er reglulega indæll herra- maður, en, ja — mér finnst svolítið undarlegt að fröken Sara skuli velja hann að vini, að minnsta kosti eftir því sem við eigum að venjast. En — fólk er öðru vísi í Lundúnum! Það er leiðinlegt að systir hans skuli vera svona illa haldin. Hún þurfti að gangast undir uppskurð. Hún virtist sæmileg til heilsunnar fyrst eftir að hún kom hingað, en sama dag og hrært var í búðingnum versnaði henni svo að hún hefur legið í rúminu síðan þá. Ég býst við að hún hafi farið á fætur of snemma eftir uppskurðinn. Ah, læknarnir reka mann upp úr rúminu og af spítalanum svo snemma nú orðið að maður getur varla staðið ó fótun- um. Ég get bara sagt yður sem dæmi þegar kona frænda míns...” Frú Ross hóf að segja frá spitala- vist ættmenna sinna af mikilli inn- lifun og bar meðferð lækna nútím- ans saman við þá miklu umhyggju og nærgætni sem fólki var sýnd áður fyrr, og ekki var só saman- burður nútímanum í hag. Poirot hlustaði kurteislega á frá- sögn hennar þar til honum þótti óhætt að stöðva orðaflauminn án þess að móðga hana. „Ég átti eftir að þakka yður,” sagði hann, „fýrir þessa ágætu og íburðarmiklu máltíð Leyfið þér að ég veiti yður lítil- fjörlegan þakklætisvott?” Hann stakk brakandi fimmpundaseðli i lófa frú Ross, sem sagði grunn- færnislega: „Nei, þessu get ég alls ekki tekið á móti, herra minn.” „Jú, það verðið þér að gera, frú Ross. Ég biðyður.” „Jæja þó, fyrst þér endilega viljið. Þetta er ákaflega fallega gert af yður, herra minn.” Frú Ross tók við þóknun þessari eins og ekkert væri sjálfsagðara og hún ætti hana svo sannarlega skilið. „Og ég óska yður, herra minn, gleðilegra jóla og farsæls nýárs.” FIMMTI KAPlTULI. Jóladeginum lauk eins og flestum jóladögum. Kveikt var á trénu, með teinu var borin fram skínandi jóla- kaka, og var henni tekið ákaflega vel. Síðan var snarl í kvöldmatinn. Bæði Poirot og gestgjafar hans fóru snemma i háttinn. „Góða nótt, herra Poirot,” sagði frú Lacey. „Ég vona að yður hafi þótt þetta ónægjulegur dagur.” „Þetta hefur verið yndislegur dagur, madame, yndislegur.” „Þér eruð afar hugsandi á svip- inn,” sagði frú Lacey. „Ég er að brjóta heilann um enska búðinginn.” „Fannst yður hann kannski held- ur þungur í maga?” spurði frú Lacey varfærnislega. 44 VIKAN 51. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.