Vikan

Tölublað

Vikan - 16.12.1976, Blaðsíða 51

Vikan - 16.12.1976, Blaðsíða 51
honum, þegar hann barmaði sér yfir bakveikinni. Morguninn eftir var púði í stólnum hans — hann hafði Kari tekið úr sófanum í biðsalnum. Svona hélt þetta áfram. Það leið ekki einn dagur, án þess að Kari gerði einhverjum greiða. Hún kom með vínarbrauð með kaffinu handa Friðu og góðan vindil handa Reidar Hansen — hún töfraði fram sokka- buxur daginn, sem frú Bang þurfti að mœta á fundi strax að starfs- degi loknum og hennar eigin buxur voru ónýtar. — Hvemig fómm við eiginlega að án Kari? sagði Dahlberg forstjóri bœði við sjálfan sig og þau hin. Þá hafði Kari hreinsað símann hans, viftuna á skrifborðinu og pússað skrifborðið — allt óbeðin. Þegar Friða fékk kvef og hóstaði í símann, hver haldið þið þá að hafi töfrað fram hálstöflur og hóstasaft? Rétt. Og svo — hver sagði Fríðb.að hún skyldi bara fara heim, hún skyldi sjá um símaborðið það sem eftir væri dagsins? Rétt aftur. Einn daginn þegar Dahlberg var að fara heim, byrjaði allt í einu að hellirigna. — Úff, sagði hann — og ég sem er með bílinn á verkstæði. Nú er ábyggilega ómögulegt að nó i leigubil, og engin regnhlíf. Ég verð hundrennandi á leiðinni í vagninn. Fröken Lind spratt upp, og áður en forstjórinn gat talið upp að þremur var hún komin með svarta herraregnhlíf. — Hún er búin að standa hálft ór í fatahenginu, fáðu hana lánaða í dag. Forstjórinn mátti halda aftur af sér, hann langaði mest til að þrýstc fröken Lind föðurlega að sér. Hann sagði konunni sinni fró fröken Lind um leið og hann kom heim, lýsti því, hvernig hún hefði töfrað fram regnhlíf einmitt þegar honum lá á. En frú Dahlberg hlust- aði ekki ó hann og horfði út í garð- inn og sagði: — Á morgun verður þú að setja yfir rósirnar og taka til í garðinum. Dahlberg móðgaðist og sagði: — Þú hlustar aldrei ó það sem ég segi þér, þvi skyldi ég hlusta á það, sem þú segir? Dag nokkurn ætlaði frú Bang að borða úti með manninum sínum, en hann var mikið ó ferðalögum. Kari stöðvaði hana á leiðinni út: — Má ég sjó þig? sagði hún. — Mikið ert þú sæt, ég hefi ekki séð þig fyrr svona huggulega, sagði hún — og draktin klæðir þig sérstaklega vel — heyrðu annars, ég er héma með indælt ilmvatn — bíddu aðeins. Og frú Bang fór til fundar við bónda sinn ilmandi eins og rós. Hansen bókhaldari og kona hans voru dag einn á leið í fimmtugs afmæli. Þegar þau settust inn í bílinn sagði frú Hansen: — Hvaðan færð þú nelliku í hnappagatið? — Frá Kari Lind auðvitað, svaraði Hansen. — Jæja, sagði frú Hansen bara og bætti svo við: — Mundirðu að læsa dyrunum? Henni til mikillar undmnar reidd- ist Hansen, hann sem var annars svo hægur og þurrlegup — Læsa dyranum. Fara niður með ruslið, klippa rannana, þurrka diskana, laga vaskinn, mála forstofuna — er það bara ég, sem ó að gera allt? Allt? Fagran haustdag var nýr sölu- stjóri ráðinn. Hann hét Gunnar Hammer. Fröken Kari Lind tók hann strax að sér, eins og hitt samstarfsfólkið. Hún keypti prjóna með mislitum hausum til að merkja á landabréfið, töfraði fram nýja skrifborðsplötu og nýjan skrif- borðsstól, fersk blóm, nokkrar eftir- prentanir og ný gluggatjöld. Hann kallaði hana Kari-mömmu og sagði, að augu hennar væru eins og fjólur. Dag nokkurn spurði hann hana, hvað klukkan væri, og sagði, að sitt eigið úr væri i við- gerð, en hann gæfi sér aldrei tíma til að sækja það. I hádeginu fór Kari í bæinn og sótti úrið og keypti tvær rúsínubollur í leiðinni. Þegar hún lét hann hafa úrið og aðra bolluna, sagði Gunnar, að hún ætti skilið að fá nafnið sitt letrað með gullbók- stöfum. Jafnvel þó að Kari snérist mikið kringum Gunnar, gleymdi hún ekki hinu samstarfsfólkinu. Frú Bang fann konfektmola í skrifborðsskúff- unni sinni, Fríða fékk blóm við og við, þegar annríki var mikið, for- stjórinn fann fallega bréfapressu ó skrifborðinu sínu einn daginn, og bókhaldarinn, sem alltaf kvartaði yfir gigtinni í mjóhryggnum, fann kattarskinn í stólnum sínum einn kaldan dag. Og smám saman var ekki sagt: ,,Úti er gott, en heima er best”, heldur „Heima er gott, en á skrif- stofunni best’.’ Alltaf þegar þurfti að leysa af hendi eitthvert leiðindaverk — upp- götvuðu þau, að Kari var búin að því áður en þau vissu af. Hún kom fyrst og fór síðust. Hún sá um að minna ó viðtöl, og ef fundum var frestað, minnti hún á það, hún skrifaði bréf og tók við skilaboðum í síma, hún hirti blómin á skrifstof- unni, setti borða í allar vélar á skrifstofunni, tæmdi og þvoði ösku- bakkana o.s.frv. Kari Lind varð gjörsamlega ómissandi á skrif- stofunni. Þegar jólin nálguðust kallaði forstjórinn hana inn til sín. Hann þakkaði henni fyrir að hafa séð um jólapóstinn — bæði fyrir fyrirtækið og sig persónulega. Og svo bað hann hana að stinga upp á jólagjöf, sem hann ætlaði systur sinni í Bergen. — Það skal ég taka að mér, sagði Kari! Dahlberg forstjóri var svo ánægður, að hann lét Kari hafa listann yfir jólagjafimar til foreldra hans, konu, barna og tólf ættingja, og Kari só um jólagjafir handa þeim öllum, persónulegar og frumlegar gjafir. Kari sá líka um að kaupa allar jólagjafir fyrir Gunnar. Honum fannst hann mega til með að launa henni greiðann, en datt engin gjöf í hug. Hann spurði Friðu á símanum, hvað henni dytti í hug, en hún sagðist hafa nóg með sinar gjafir og það væri svo mikið að gera á simanum og mamma sín væri skar og Fríða hefði nóg að gera heima — nú, en svo gaf hún sig, fyrst það var handa Kari, og lét til leiðast. Hún fór út og kom til baka með Chanel nr. 5, pakkað inn af skólastelpu, sem vann í vöruhúsinu. Þegar Gunnar gaf Kari gjöfina roðnaði hún af gleði, og þegar hún var búin að opna pakkann sagði hún: — 0, nei, þetta er allt of mikið — en dásamlegt — einmitt það sem ég óskaði mér Og henni tókst að segja þúsund þakkir á þrjá mismunandi vegu. Dahlberg forstjóri kallaði hana inn til sín þennan sama dag. og kvartaði yfir því, að hann svæfi svo illa (en sagði ekki, að ástæðan væri sú, að hann hafði sofið í hörðu rúmi í gestaherberginu síðastliðnar nætur). Hann bað hana að sjá um litlu jólin ó skrifstofunni, sem ætti að halda eftir vinnutíma daginn fyrir þorláksmessu. Jú, Kari Lind annaðist allt — pantaði smurt brauð og kökur, keypti konjak og likjör, rauðvín og hvítvín, öl, pappírsdúka, plast- áhöld, kaffi, rjóma og ávexti, pantaði plötuspilara, plötur og 1! ig • W'ÉÁ Gestur Þorgrimsson, kennari og listamaður, dvelur nú i Danmörku. Gestur sagði við brottför: ,,Trabantinn fylgir mér hvert sem ég fer, því að hann er ávallt til taks og svíkur ekki" Gestur keypti sinn fyrsta Trabant 1964 og hefir siðan ekið á Trabant. TRABANT UMBOÐIÐ INGVAR HELGASON Vonarlandi v Sogaveg — Simar 84510 og 8451 1 51. TBL. VIKAN 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.