Vikan

Útgáva

Vikan - 16.12.1976, Síða 60

Vikan - 16.12.1976, Síða 60
LÉTT LAMBARÚLLA. 1 kg lambaslag 2 tsk. salt 2 tsk. gróftmöluð piparkorn 2 tsk. gróft malað allrahandakorn 2 fint mulin lárviðarlauf 3 bl. matarlím Til söltunar: 4 msk. salt 2 msk. sykur Til suðu: 1 msk. salt 5 hvít piparkorn 5 korn allrahanda 2 lárviðarlauf Þetta er fyrir hvern lítra vatns. Hreinsið beinin úr slaginu. Stráið salti og kryddi yfir. Matarlímið lagt í bleyti i 10 mínútur og siðan sett á kjötið. Rúllið kjötinu þétt saman og vefjið. Nuddið síðan kjötið með saiti og sykurblöndunni og látið liggja á köldum stað í 2 sólar- hringa. Setjið þá í pott og látið vatn fljóta yfir. Látið suðuna koma upp og setjið þá salt og krydd saman við. Látið sjóða þar til rúllan ermeyr, 1 1/2—2 tima. Setjið síðan rúlluna á fat, breiðið stykki yfir og lótið hana biða í 1 sólarhring áður en skorið er af. SINNEPSSÍLD. 4 útvötnuð saltsildarflök. Sósa: 2 msk. sinnep 1 msk. sykur 1 msk. vinedik 1 dl olia Mikið af klipptu dilli eða þurrk- uðu úr kryddhillunni og hvítur pipar. Skerið síldarflökin í fallega bita á ská. Hrærið sinnep, sykur og edik vel saman. Siðan er olian sett saman við, lítið í serin, á sama máta og þegar mæjónes er búið til. Ilrærið vel í allan timann. Setjið dill saman við. Sildin sett í og látið bíða í 1 sólarhring í sósunni áður en borið er fram. Réttir á jólaborðið

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.