Vikan


Vikan - 05.05.1977, Qupperneq 9

Vikan - 05.05.1977, Qupperneq 9
— En elsku vinur minn, þú ert þó ekki aö gera við Ijósið í myrkri? — Og svo er það eitt, sem er þægilegt hér, ég má reykja í rúminu! — Sjáðu nú þennan bjána, ekki hefur hann hugmynd um að við Guðrún erum trúlofuð! — Ræðurnar þínar eru orðnar nokkuð ruglingslegar upp á síðkastið, bróðir Georg, það er furðulegt, að láta sér detta í hug að Manchester United tapi fyrir Leeds á heimavelli! I NÆSTU VIKU RÆTT VIÐ ÆVAR KVARAN ,,Við erum öll hluti af þeirri miklu heild, sem kölluð er mannkyn, en höfum tilhneigingu til þess að sýkna okkur sjálf af fólskuverkum mannanna. En meðan við tileinkum okkur sjálf þann hugsunarahátt, sem leiðir til grimmdar og miskunnarleysins, þá getum við ekki skellt skuldinni á aðra.” Svo mælir Ævar Kvaran meðal annars i viðtali, sem birtist í næsta blaði. Ævar þarf ekki að kynna, svo kunnur sem hann er af leiklist sinni, útvarpsþáttum og ýmsu öðru, en skoðunum hans hafa margir gott af að kynnast. ÍSLENSK SMÁSAGA Hann er kvöld eitt að vorlagi á leið milli Keflavíkur og Reykjavíkur, þegar stúlkumynd birtist skyndilega á veginum fyrir framan bílinn, og fyrr en varir eru þau saman á leið til Reykjavíkur. Hún leitar á hann. En hvað vill eiginlega 16 ára stúlkubarn i konulíkama 23 ára gömlum manni, sem segist vera giftur? Við lesum nánar um það i smásögu Kjartans Jónassonar, Vornótt, sem birtist i næsta blaði. DULMÖGNUÐ OG SPENNANDI í næsta blaði hefst ný framhaldssaga, Kölski og Caroline eftir Sheilu Holland. Aðalpersónan er Caroline Hay, sérfræðingur í varðveislu timburs og tréskurðar, sem komin er ti! Haidansbury til að meta ástand trémuna dómkirkjunnar þar. Haidansbury er gömul borg. Margra alda gömul. Þar biður Caroline Hay fyrrverandi elskhugi og hinn forni og skelfilegi ótti við svartagaldur. — endurvakinn úr glevmsku fortíðar- innar. Fylgist með frá upphafi. DEMIS ROUSSOS ..Goodby my Love Goodby” söng Demis Roussos með sinni sérstæðu rödd beint inn 1 hjörtu þúsunda og aftur þúsunda, hér á tslandi sem annars staðar. Feiti grikkinn með silkimjuku röddina malar gull með rödd sinni og sérstæðu útliti og tramkomu. Fáir söng\arar eru jafn tekjuháir og Demis og örugglega enginn. sem eyðir jafn miklu. Ilann er aðeins þritugur að aldri og nýrikurog kann að meta það. Meira um Demis Roussos í næsta blaði. VIKAN Utgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir. Blaðamenn: Aðalsteinn Asb. Sigurðsson, Anna Kristine Magnúsdóttir, Guðmundur Karlsson, Sigurjón Jóhannsson. Utlitsteiknari: Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari: Jim Smart. Auglýsingastjóri: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn. auglysingar. afgreiðsla og dreifing í Síðumúla 12. Símar 35320—35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 350. Áskriftarverð kr. 3.900 fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, eða kr. 7.370 fyrir 26 tölublöð hálfsárslega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar: Nóvember, febrúar, mai, ágúst. 18. TBL.VIKAN9

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.