Vikan


Vikan - 05.05.1977, Qupperneq 11

Vikan - 05.05.1977, Qupperneq 11
Köf/ótt /æri? Er það ekki svolítið smart stundum? Það er að minnsta kosti tilbreyting í þvi! Annars veit ég satt að segja ekki, hvað þú átt að gera. Leitaðu heldur ráða hjá lækni. Mér finnst ekki mikið að vera skotin í 5 strákum, en hitt er annað mál, að fyrst þér finnst það hvort sem er ekki gaman, fáðu þér þá annað áhugamál. Líttu svo á björtu hliðarnar í lífinu: Er ekki betra að vera ve/ gefin og kát (eins og mér virðist þú vera), og feit, heldur en fal/eg og hundleiðin/eg? Það finnst méri Drífðu þig svo í sönginn, farðu í söngskóla eða troddu þér inn í einhvern skólakór — stofnaðu hljómsveit, sittu ekki bara og láttu þessi yndislegu æskuár /íða í sorg og súti Vertu ekkert að taka vinkonur þínar til fyrirmyndar, þó þær séu byrjaðar að vera með strákum, þú hefur nægan tíma ennþá. En heyrðu, á maður einhvern á fóti? Heldurðu að það sé ekki ,,fæti"? Vandaðu þig þetur, þegar þú sendir okkur næsta kvæði þitt, það er ekki nóg bara að /áta ríma. P. S. inu þínu þori ég bara ekki að ski/a til H. P.! En hann yrði örugg/ega /ukku/egur, ef hann vissi, að hann ætti,,ást íleynum. " BJÖGGI, BJÖGGI, BJÖGGI... Hæ heimspekingur! Við vonum að þú svarir þessum spurningum (þó að þær séu klaufalegar): 1. Hvað er Björgvin Halldórsson söngvari gamall? 2. Verður einhvertíma viðtal við Bjögga í þessu blaði (Vikunni)? 3. Margir strákar eru oft að tala um, hvað kvenmenn séu oft miklir aumingjar, klaufar og heimskar og vitlausar og þessháttar. En samt vilja þeir vera með þeim og eru bálskotnir í þeim. Hvað finnst þér um þetta Póstur góðut? 4. Hvað heldurðu, að við séum gamlar? Vertu blessaður og sæll. Þökk- um allt gamalt og gott, Tveir vaskir kvenmenn. 1. Eftir því sem Pósturinn kemst næst hefur Björgvin Halldórsson orðið 26 ára gamall í aprit síðastliðnum. Ábyrgist það þó ekki... 2. Við erum nú alltaf að reyna að fá viðtal við Björgvin Halldórsson þar sem við höfum ekki við að safna bréfum, þar sem beðið er um viðtal við hann. Vonandi kemur að því mjög fljótlega. 3. Strákar! Þið hlustið nú ekki á svona vitleysu vösku kvenmenn! Þeir geta alls ekki án ykkar verið og tala bara svona af öfundsýki.. ? 4. Þið eruð á al/ra besta a/dri. Pcnnavinir Kristín Grétarsdóttir, Starengi 17, Selfossi, óskar eftir að skrifast á við stúlkur og drengi á aldrinum 14-16 ára. Áhugamál eru frímerki, hestar, ferðalög, strákar og margt fleira. Svarar öllum bréfum. Rúnar Öli Aða/steinsson, Eyrar- vegi 5, Þórshöfn, Langanesi, N-Þingeyjarsýs/u, óskar eftir bréfaskiptum við stráka og stelpur á aldrinum 13-15 ára. Rúnar er sjálfur 13 ára. Áhugamál eru íþróttir, þó sérstaklega fótbolti. Norbert D. Meier, A-89435, P. 0. Box A, San Luis Obispo, Cali- fornia 93409, U.S.A., óskar eftir pennavinum á islandi. Norbert er 34 ára gamall þjóðverji, vinnur sem stendur á sjúkrahúsi í Banda- ríkjunum, en flyst bráðlega til Hannover í Þýskalandi. Honum finnst gaman að mála, dansa, og hefur áhuga á öllum sem gerir fólk ánægt. Jóhanna Eggertsdóttir og Dóra Þórarinsdóttir, Miðtúni 7, Keflavík óskar eftir að skrifast á við stelpur á aldrinum 14-15 ára. Áhugamál: prakkarastrik og aftur prakkara- strik. Mynd fylgi helst fyrsta bréfi. Hafdís E. Bogadóttir, Laufási, Djúpavogi, S-Múlasýslu ógGréta Jónsdóttir, Strandhöfn, Djúpa- vogi, S-Múlasýslu, óska eftir að skrifast á við stelpur og stráka á aldrinum 12-14 ára. Ingibjörg Hjartardóttir, Stökkum, Rauðasandi, V-Barðastrandasýslu og Snædís Valsdóttir, Kvigindis- dal, v/Patreksfjörð, óska eftir að skrifast á við stráka á aldrinum 15-18 ára. Guido Romagna, Carducci Road 2, 1-39100 - Bolzano, Italy, óskar eftir pennavinum á islandi. Á- hugamál hans eru frímerki, spil og hann vill skiptast á myndum. Hann er 42 ára gamall skrifstofu- maður. Vinsælustu og bestu þríhjólin. Varahlutaþjónusta. önfin Spítalastig 8, simi 14661, pósthólf 671. FAIA&ftÁFAfi ÓDYRIR OG HENTUGIR I mörgum staorðum og yerðum Sendum hvert á land sem er. Biðjið um myndalista. STÍL-HÚSGÖGN AUDRl'l KKU »>3 K(HV‘VA.. . 18. TBL. VIKAN 11

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.