Vikan


Vikan - 05.05.1977, Page 15

Vikan - 05.05.1977, Page 15
„ módelbransann ” Starfsfólk Vikunnar er yfirleitt afskaplega alvörugefið, eins og sjá má á skrifum blaðsins. Þó á það til að brosa út í annað, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. En við skulum byrja á byrjuninni: Sú hugmynd fæddist á ritstjórnarfundi, að nú skyldi kannað, hvað helst ætti að prýða íslenska kroppa á komandi sumri og leitað það um upplýsinga hjá nokkrum tískuverslunum í Reykjavík. Yngstu blaðamönnunum, Önnu Kristine og Aðalsteini, var falin umsjón verksins, og þau bera alla ábyrgð á því að hafa dregið okkur hin út í „módelbransann." Við urðum nefnilega svo hissa, þegar þau komu með forsíðuhugmynd sína, að við bara jánkuðum og létum þau ráða. Unga fólkið nú á dögum! Það var sem sagt ákveðið að fara þess á leit við einhverja tískuverslunina, að hún tæki að sér að dubba ritstjórnina upp á forsíðu. Eftir nokkra umhugsun urðum við ásátt um að leita á náðir Karnabæjar, því að öllum öðrum ólöstuðum sýndist okkur, að þar yrði auðveldast að fá eitthvað við allra hæfi, sem við vorum reyndar vantrúuð á að tækist. Við erum nú einu sinni á aldrinum 21 — 57 áral Samtals 230! Það hefði verið gaman að geta sýnt lesendum svipinn á verslunar- stjórum Karnabæjar, þegar ritstjórn Vikunnar — þetta líka liðið — birtist á vikulegum fundi þeirra og bar upp erindið. En eins og sönnum kaupmönnum sæmir, tókst þeim furðu vel að leyna skelfingu sinni. Sævar mældi okkur út frá toppi til táar, sneri sér síðan með myndugleik að hinum og sagöi: — Elli, þú gallar þá eldri upp hérna niðri í búð, ungu mennirnir, sem eru alltaf eins og druslur, fá elegant föt hjá Óskari í Bonaparte, og kvenfólkið fer til Erlu í Garbo. Það tók þau um tvo- klukkutima að gera okkur til hæfis, og við getum ekki annað en hælt þeim, þvi þarna var við margs konar erfiðleika að fást, sem vafalaust er Ktið um hjá atvinnumódelum, svo sem eins og óþæga yfirmaga, of breiðar mjaðmir og alltof langa handleggi, svo eitthvað sé nefnt. Svo var komið að myndatökunni sjálfri, og til þess að hafa umgjörðina sem glæsilegasta, þá bönkuöum við upp á hjá Ragnari í Þórskaffi og fengum að mynda þar að vild. Við féllum alveg í stafi yfir fínheitunum í Þórskaffi og ákváðum náttúrlega á stundinni að koma þangað síðar í öðrum erindagjörðum. Og það er ekki við þá Ragnar og félaga að sakast, að besta myndin skyldi vera tekin af tröppunum á Þórskaffi niður á götuna — heldur ekki við Markús Jóhannsson, sem tók myndirnar, svo að við gætum haft Jim Ijósmyndara með, því Markús gerði sitt besta til að festa þennan mislita hóp á filmu. Á meðfylgjandi mynd má sjá okkur, eins og við erum venjulega. Kristín ritstjóri og Anna prófarkalesari sitja, en Jim Ijósmyndari og blaðamennirnir Anna Kristine, Aðalsteinn, Guðmundur og Sigurjón standa fyrir aftan. Á forsíðu má svo sjá, hvað karnarbæjarliðinu tókst að flikka upp á okkur. Lengst til vinstri er Anna Kristine í blússu og buxum úr prjónasilki. Við heldum nú, að afgreiðslustúlkurnar í Garbo hefðu töfrað hana upp úr flösku, þegar hún kom svífandi fram í þessu. Tágahattinum á höfði hennar er spáð vinsældum í sumar. Næstur henni er Aðalsteinn í glerfínum fatnaði úr 100% þéttofinni ull og auðvitað í viðeigandi skyrtu og með bindi og hatt í stíl. Sigurjón er hins vegar albúinn í hvaða sumarsport sem er í þrælsmart calicobuxum, bómullarskyrtu og jakkapeysu og Guðmundur, sem beygir niður fyrir framan hann, er í „western-style", gallabuxum og ,,army"-skyrtu. Fremst krýpur Kristín í bómullarsamfestingi, sem er jafn gjaldgengur í sumarpartíin sem garðvinnuna, og prjónasilkitrefillinn er hátískuplagg. Lengst til hægri er svo Jim í flauelsjakkafötum, eins og þau gerast fínust, og Borghildur Anna í pilsi og mussu úr 50% ull og 50% bómull með flókahatt á höfði — sú gæti slegið í gegn á sveitaböllunum! 18. TBL. VIKAN 15

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.