Vikan


Vikan - 05.05.1977, Síða 20

Vikan - 05.05.1977, Síða 20
Frqmhaldssagq eftir H.G.WELLS Copyright the Executors of the Estate of the /ate H. G. Wells. SÖGULOK f Það stundi, þegar það sá, að það hafði dregið að sér athygli mína, fór dálitinn spöl í átt til runnanna og leit til baka. I fyrstu skildi ég þetta ekki, en bráðlega datt mér í hug, að dýrið vildi láta mig elta sig, og það gerði ég að lokum, en fór hægt — þvi að heitt var í veðri. Þegar dýrið kom að trjánum, klifraði það upp í þau, því að það átti betra með að komast áfram gegnum Iafandi skriðjurtirn- ar, sem uxu a trjánum, en á jörðinni. Og allt í einu blasti við mér hræðileg sjón á troðnu svæði. St. Bernharðs dýrið lá dautt á jörðinni, og nálægt skrokk þess hnipraði hýenu-svínið sig saman, reif í titrandi holdið með sínum vansköp- uðu klóm, nagaði það og urraði af ánægju. Þegar ég nálgaðist, litu logandi augu ófreskjunnar i augu mín, en varir hennar skulfu, um leið og hún lét skína i blóðlitaðar EYJfi DR.MOREfiaS tennumar, og hún gaf frá sér ógnþrungið urr. Hún var ekki hrædd, og hún skammaðist sín ekki; síðasti snefill af mennsku eðli var horfinn. Ég gekk eitt skref áfram, nam staðar og dró upp skammbyssuna. Að lokum stóð ég augliti til auglitis við ófreskjuna. Skepnan gerði sig ekki líklega til að hörfa undan. En eyru hennar lögðust aftur, hár hennar ýfðist, og skrokkurinn hnipraði sig saman, Ég miðaði milli augnanna og skaut. Og um leið reis skepnan upp og stökk á mig, og ég veltist um koll eins og fis. Hún þreif til mín með vanskapaðri hendi sinni og sló mig i andlitið. í stökkinu fór hún yfir mig. Ég féll undir afturenda dýrsins, en til allrar hamingju hafði ég hitt eins og ég hafði ætlað mér, og dýrið hafði dáið i stökkinu. Ég skreiddist undan óhreinum, þung- um skrokknum og stóð skjálfandi á fætur og starði á titrandi skrokk- inn. Hættan var að minnsta kosti liðin hjá. En ég vissi, að þetta var aðeins hið fyrsta af þeim hnignun- armerkjum, sem hlutu að koma í ljós. Ég brenndi báða skrokkana á líkbáli, sem ég gerði úr trjágreinum. Nú sá ég vissulega skýrt, að dauði minn var óumflýjanlegur fyrr eða síðar, ef ég færi ekki burt af eyjunni. Þegar hér var komið sögu, höfðu skepnurnar, með einni eða tveimur undantekningum, farið burt úr gilinu og búið sér til dýrabæli, eftir smekk sínum, í lággróðri eyjarinnar. Fá þeirra leituðu sér að bráð á daginn; flest sváfu, og eyjan hefði getað virst yfirgefin í augum aðkomumanns; en á nóttunni kvað við hið hræðilega ýlfur þeirra og óp. Ég var hálfvegis að hugsa um að myrða þau öll — að búa til gildrur eða berjast við þau með hnífum mínum. Hefði ég átt nógu mörg skot, hefði ég ekki hikað við að byrja drópin. Varla gátu nú verið eftir nema innan við tuttugu af hinum hættulegu rándýrum; hin hugrakkari þeirra voru þegar dauð. Eftir dauða vesalings hundsins míns, sem var síðasti vinur minn, tók ég líka að nokkru leyti upp þann sið að sofa á daginn til þess að geta verið á varðbergi um nætur. Ég endurbyggði greni mitt 1 garðinum, þannig að op þess var svo þröngt, að hver, sem reyndi að komast inn, hlaut að gera talsverðan hávaða. Dýrin höfðu líka týnt niður listinni að kveikja eld og voru aftur orðin hrædd við eldinn. Ég fór aftur, og nú af nokkurri ástríðu, að slá saman staura og greinar i fleka, sem ég gæti komist burt á. Ég átti við ótal erfiðleika að etja. Ég er ákaflega ólaginn — lærdómi minum var lokið fyrir daga skóla- smíðinnar —■ en flest skilyrði flekasmíðinnar uppfyllti ég á ein- hvern klunnalegan hátt, og í þetta 20VIKAN 18. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.