Vikan


Vikan - 05.05.1977, Page 36

Vikan - 05.05.1977, Page 36
HÆTTU- LEGUR GRUNUR „Hann hringdi líka í Edgar Jarvis til þess að vara hann við,” sagði ég, ,,en það var um seinan.” Rapa hleypti brúnum. ,,Þú veist þá að hann er dáinn?” sagði hann. ,,Já, ég sá það gerast.” „Hver skaut hann?” „Michael Brent.” Eftir langa þögn sagði Rapa: „Þú ert svei mér heppin að sleppa svona létt.” Því næst sneri hann sér að lögreglumönnunum og tók að skipu- leggja eftirför. „Brent kemst ekki frá eyjunni fyrr en óveðrinu slotar,” sagði hann, „en hafið gætur á öllum vegum.” Um leið og mennirnir flýttu sér í burtu, kom Randal fyrir hornið á húsinu. Hann var náfölur og skjálfandi og gekk beint til mín. „Fröken Prescott, viltu ekki fara með herra Jarvis heim á hótel?” sagði Rapa vingjarnlega. „Nánari útiistanir geta beðið til morguns. Þá verður óveðrið um garð gengið.” „Farðu vel með hana herra Jarvis,” sagði hann við Randal. „Hún sá þegar faðir þinn var drepinn.” „Sástu það Alexa?” spurði Randal. Ég kinkaði kolli. „Það var Michael,” sagði ég. „Hann drap einnig föður minn.” Greinilega miður sín tók hann undir handlegginn á mér og leiddi mig að bílnum sínum. Um leið og hann strauk nærfærnislega blautt hárið frá andliti mínu, kom hann auga á áverkann eftir högg Micha- els. „Þetta lika?” spurði hann og augu hans myrkvuðust af reiði. „Já. Ég veit ekki hvers vegna hann skildi mig eftir á lífi fyrst ég hafði séð hann drepa föður þinn.” Randal tók utan um mig og sagði: „Michael elskaði þig eitt sinn, Alexa.” Andartak hélt hann mér þétt upp að sér, en þvi næst ræsti hann bílinn. Ég vissi að hann hlaut nú að vera að hugsa um systur sína og ég spurði hann hvar hún væri. „1 herbergi minu á hótelinu, vona ég. Þegar þú sagðir mér frá Stark og lögreglunni, gerði ég mér ljóst að einhver væri Ioksins farinn að rannsaka mál föður míns og ég fékk þvi talið Noni á að yfirgefa Villa Melita.” Þegar við hossuðumst eftir veginum spurði ég kviðafullt: „Ert þú meðsekur?” „Já, kannski tæknilega,” svaraði Randall. „Faðir minn lifði hátt og langtum fínna en venjulegur af- dankaður málafærslumaður hefði getað leyft sér, nema tii hefðu komið aðrir tekjumöguleikar. Ég sagði þér að það hefði verið sitt af hverju, sem olli þvi, að ég hefði hætt við sönginn. Það er best að þú vitir allt um það. Faðir minn lenti á köldum klaka vegna minniháttar misferlis. Honum fannst hann hlunnfarinn og að heimurinn skuldaði honum lifi- brauð. Hann vildi, að ég og Noni tækjum þátt í fyrirtæki, sem hann hafði stofnað ásamt bróður sínum í Marseilles. í fyrstu var allt löglegt, en sv% fóru þeir að versla með stolin málverk og fleira. Noni tók þátt í þessu, en ég neitaði því. „Faðir minn bað mig um að flytja fyrir sig málverk, þegar ég var á söngferðum, en ég vildi það ekki. Eitt kvöld var svo málverk skilið eftir í söngleikasal í Paris, þar sem ég kom fram. Enginn mundi hver hafði komið með það. Ég sá strax, að hér var um málverk að ræða, sem blöðin sögðu að hefði verið stolið í Versölum. Ég pakkaði þvi inn aftur og sendi það til eiganda síns, en fór síðan til Marseilles og sagði föður mínum hvað hefði gerst. „Við rifumst heiftúðlega og eftir það voru ekki skilin eftir fleiri málverk í söngleikahúsum. En ég var engan veginn viss um, að faðir minn myndi ekki reyna að notfæra sér aðstöðu mína aftur og þess vegna hætti ég við sönginn. Ég tók að mér að reka litið hótel í Sussex um tíma og komst að raun um, að ég kynni ágætlega við mig í því starfi. Síðan tók ég bankalán og kom hingað til þess að byrja á eigin spýtur. 36VIKAN 18. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.