Vikan - 05.05.1977, Síða 37
„Hvers vegna elti faðir þinn þig
hingað?” spurði ég.
„Ég held að hann hafi nú ekki
beinlínis elt mig. Frá skattasjónar-
miði var Malta hreinasta paradís,
enda hélt hann áfram bresku
ríkisfangi. Síðan komst hann að
þeirri niðurstöðu, að Gozo, þessi
rólega eyja, væri betur til þess fallin
að flytja listaverkaþjófa frá Evrópu
og yfir til Afríku.”
„Sagði Noni þér frá þessu?”
„Nei,” svaraði Randal. „Það
varð að samkomulagi okkar í milli
að ræða aldrei um málefni föður
okkar.”
„Þú vissir þá ekki hvað hann
hafðist að?”
„Nei,” sagði hann og hleypti
brúnum. „En mig grunaði svo sem,
að hann væri við sama heygarðs-
hornið, ef það gerir mig samsekan.”
„Grunur og vitneskja er ekki
sami hluturinn,” svaraði ég ákveð-
in.
Mér varð hugsað til lögfræð-
ingsins, sem hafði misst réttindi
sín, en þóst vera sestur í helgan
stein. Því næst minntist ég föður
mins og Michaels, sem hafði drepið
þá báða. Hann var enn á lífi
einhvers staðar á þessari eyju. Ég
var viss um, að ekki liði á löngu þar
til lögreglan hefði hendur i hári
hans. Eitt sinn hafði ég elskað
þennan mann, en nú stóð mér
nákvæmlega á sama um hann.
Randal og ég fórum bakdyra-
megin inn i hótelið og þar rákumst
við á Noni. „Nei, sko turtildúfur-
ar.” sagði hún. „En hrífandi.” Hún
var jafn falleg og endranær. Það
glampaði á ljóst hár hennar og við
hlið hennar stóð lítil ferðataska.
„Hvað ertu að gera?” sagði
Randal reiðilega, þótt það lægi i
augum uppi, að hún var að fara.
„Eins og þú sérð, er ég að bíða
eftir leigubíl,” svaraði hún og yppti
öxlum. „Mér þykir það leitt
Randal, en þessi lokaathöfn er ekki
fyrir minn smekk. Að vera fátækur
en heiðarlegur skírskotar ekki til
min.”
„Já, en faðir okkar er látinn, þú
veist það.”
Sem snöggvast varð hún annars
hugar og fallegur munnur hennar
titraði. Síðan sagði hún: „Það er
sumpart þess vegna, sem ég er á
förum. Ég var einum of flækt í
málefni hans, en ekki saklaus eins
og þú. Gozo er ekki lengur að mínu
skapi.”
Hún gaf í skyn, að hún ætlaði að
hitta Michael, en ég gat ekki annað
en varað hana við. „Noni, það var
Michael, sem skaut föður þinn. Og
hann drap lika föður minn.”
Hún starði á mig, en sagði svo að
lokum: „Alexa, þú kannt ekki við
mig, en ég gerði þér mikinn greiða
með þvi að taka Michael frá þér.”
Ég undraðist hversu róleg hún
var: „Vissirðu, að hann drap föður
þinn?”
„Nei, ekki fyrir víst. En hann var
til alls vís. Þess vegna kunni ég
svona vel við hann. ” Hún leit á mig
með fyrirlitningu. „Hann hafði til
að bera eiginleika, sem þú myndir
aldrei kunna að meta.”
„Hafði?”
Noni yppti aftur öxlum. „Já,
hvað mig áhrærir þá tilheyrir hann
fortiðinni, hvort sem hann næst eða
ekki.”
„Og hvert hyggstu fara?” spurði
Randal hvasst.
„Túnis? Suður-Ameriku? Ætli sé
ekki best fyrir þig að vita sem
minnst um það. Hérna kemur
leigubíllinn minn. Hafið það gott.”
Hún veifaði okkur um leið og hún
hljóp út i rigninguna.
„Hún kemst undan," sagði ég
við Randal og vildi með því hugga
hann, en ég var raunar einnig
nokkuð sannfærð um það. Strax og
óveðrinu slotaði yrðu hraðbátar og
lystisnekkjur aftur í förum og Noni
myndi áreiðanlega takast að útvega
sér far.
„Vertu ekki svona dapur á
svipinn," sagði ég og strauk honum
um vangann. Hann þrýsti mér að
sér og hvíslaði nafn mitt. Síðan
kysstumst við, kysstumst aftur og
sælutilfinning fór um mig alla.
„Ég ætti að fara aftur til
London,” sagði ég. „Erindi mínu
hér er lokið.”
„Innan skamms ætla ég að loka
hótelinu i nokkrar vikur, sagði
Randal. „Ég gæti þvi farið til
London lika.”
Ég fann að hiarta mitt sló örar.
Hvernig gat mér dottið í hug, að ég
myndi aftur ánetjast karlmanni? En
nú hafði það einmitt gerst.
Endir.
mest seldi bíll 1976
PETTA EIGA BILAR
AÐKOSTA
Skoda Amigo er mjög falleg og stílhrein bifreió. Hun er
buin fjölda tæknilegra nýjunga og öryggió hefur verió
aukió til muna. Komió og skoóió þessa einstöku bifreió
JOFUR HF
Tékkneska bifreióaumboóió ó Islandi
AUÐBREKKU 44-46 - KOPAVOGI - SIMI 42600
18. TBL. VIKAN37