Vikan


Vikan - 05.05.1977, Qupperneq 38

Vikan - 05.05.1977, Qupperneq 38
Náttúragripasafn Litið inn á sýningarsal Náttúru- gripasafns íslands, landsins, sem gumar af orkulindum sinum, heitum og köldum, hreykir sér hátt vegna auðlinda sjávzirins og hefur af þeim mestallar gjaldeyristekjur sínar. Talar um olíuleit og fólgna fjársjóði úti fyrir ströndum, skartar af fuglalifi, náttúrhamförum og gumar af auðlegð lands, sjávar og lofts. Auglýsir um allar jarðir náttúrufegurð og ósnortna náttúru. Stofnendur Hins íslenska nátt- úrufræðifélags báru höfuðin hátt, þegar þeir komu saman á árinu 1889 og gengu frá stofnun félagsins, m.a. i þeim tilgangi ,,að koma upp sem fullkomnustu náttúrugripa- safni á íslandi, sem sé eign landsins og geymt i Reykjavík,” eins og segir i fyrstu lögum félagsins. Félaginu tókst vel að koma hugsjón sinni i framkvæmd. Var safnið á fyrstu árunum að vísu í leiguhúsnæði i bænum, þar til það fékk aðsetur með sýningarsal í hinu nýbyggða safnhúsi við Hverfis- götu haustið 1908, en þar fékk safnið að vera í friði, landsmönnum til ánægju og fróðleiks, allt til haustsins 1960. Þar hafði það 140 fermetra sal til umráða, og þangað gátu allir landsmenn komið, og þangað fóru skólanemendur til að sjá með eigin augum ýmsar furður náttúrunnar. En Náttúrugripasafnið fékk ekki lengi að vera þarna í friði, þvi árið 1917 sagði þáverandi landsbóka- vörður því upp húsnæðinu, og var sú uppsögn itrekuð oftar en einu sinni. Þrátt fyrir þessi húsnæðis- vandræði tókst þáverandi forstöðu- mönnum safnsins að fresta brott- flutningi allt til ársins 1960, er rýma varð húsnæðið vegna þarfa lands- bókasafnsins. I byrjun árs 1942 hafði stjórn náttúrufræðifélagsins skipað nefnd til að rannsaka möguleika fyrir bættu húsnæði safnsins. Eltir mánaðar starf tókst að koma því svo fýrir, að háskólaráð samþykkti með bréfi dags. 13. mars 1942 að heimila, að hús yrði reist fyrir náttúrugripasafnið á háskólalóð- inni, og var þar ráð fyrir þvi gert, að kennsla í náttúruvisindum og visindaleg vinna gæti farið þar fram. Um þessar mundir rann út einkaleyfi háskólans til happ- drættisreksturs, og árið 1943 sótti háskólarektor til alþingis um fram- lengingu einkaleyfisins. Ástæð- urnar til þessarar málaleitunar segir rektor vera þær, ,,að mikið sé eftir ógert af byggingum og öðrum framkvæmdum. sem fyrirhugaðar séu, til þess að hóskólalóðin geti orðið miðstöð vísinda hér á landi. Til þessa megi nefna: a) leikfimihús, b) hús fyrir náttúrugripasafn og c) lagfæring háskólalóðarinntu-.” Og um náttúrugripasafnið farast rektor þannig orð í bréfi sinu: , .Þetta safn hefur nú algerlega ófullnægjandi húsnæði og er auk þess landsbóka- safninu til mikils óhagræðis. Há- skólaráð hefur mikinn áhuga á að koma upp byrjunarkennslu í nátt- úrufræðum, er mundi spara nóms- mönnum mikið fé og landinu gjaldeyri... I fyrirhuguðu nóttúru- gripasafnshúsi er gert ráð fyrir kennslustofum og vinnustofum undir þessa kennslu.” Ekki er mér kunnugt um, hvort þessi orð rektors hafi riðið nokkurn baggamun í þessu máli, en víst er, að alþingi samþykkti að framlengja einkaleyfi háskólans til happ- drættisreksturs, en þegar kom til efnda háskólans, þá varð það úr, að lagfæring háskólalóðarinnar var látin ganga fyrir byggingu nóttúru- gripasafns. En málinu var samt haldið við í góðri trú, og voru uppdrættir gerðir og líkan smiðað af húsinu fyrir- hugaða, en þá var annað ljón komið í veginn, því þegar sótt var um fjárfestingarleyfi fyrir bygging- unni, fékkst það ekki, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Að lokum tókst þó að knýja út þetta fjárfestingarleyfi, en þá snerist forstöðumönnum háskólans hugur og ákváðu nú að nýta leyfið til að reisa bíóhöll til ógóða fyrir háskólann, en láta í stað þess náttúrugripasafnið bíða með sitt hús. Og svo fór sem fyrir var lagt. En loks var svo komið vorið 1957, að óumflýjanlegt var að leysa húsnæðisvandamál safnsins til bráðabirgða, og var þá horfið að því ráði að kaupa 3. hæð hússins Laugavegur 105 og Hverfisgötu 116 fyrir safnið, og keypti háskólinn það fyrir happdrættisfé. Þá voru liðin 66 ár fró stofnun Nóttúrufræðafélagsins, og nú var svo komið, að sýningar- salurinn var að vísu í eigin húsnæði á þriðju hæð skrifstofubyggingar, en sýningarplássið var orðið 40 Þessi illskulegi haus er áreiðanlega af íslenskum haferni. Hann er nú samt alveg steindauður. Var það strax, þegar hann fannst, og er það enn. 38VIKAN 18. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.