Vikan


Vikan - 05.05.1977, Blaðsíða 42

Vikan - 05.05.1977, Blaðsíða 42
Ross og Cutter vissu sitt af "hverju um frú Lapautre, og allt, sem þeir vissu, sagði þeim það eitt, að hún væri kaldrifjaður morðingi, búin óhugnanlegum hæfileikum til að planta kúlum í fólk á löngu færi. Og þeir vissu einnig, að ef Lapautre uppgötvaði,, að tveir ameríkanar hefðu í hyggju að koma í veg fyrir áætlanir hennar, myndi hún ekki hugsa sig tvisvar um, hvort hún ætti að drepa þá — hún myndi gera það af sinni alkunnu hæfni. Myerson leit upp frá vinnu sinni við skrifborðið. — Daginn Ross. Ross lokaði á eftir sér. — Hvar er Joe? — Seint á ferðinni eins og venjulega. Hæðnisleg athugasemd Myer- sons var ekki sanngjörn, því Ross minntist þess ekki, að Joe Cutter, hefði komið nema einu sinni of seint til funda þarna á skrifstofunni. Þá hafði aðvörun um sprengingu lamað alla umferð í Tempelhof í þrjá tíma. En Myerson var nú einu sinni svona. Hann lét sem hann væri að lesa skýrslu, sem hann tók úr brúnu umslagi. Þögnin var óþægileg, og Ross leið hálfilla. — Um hvað á að fjalla? spurði hann. — Við biðum eftir Joe, svaraði Myerson, án þess að lita upp frá lestrinum. Loftið i herberginu var þungt, það voru þessir vindlar Myersons, sem hann lét flytja inn sérstaklega fyrir sig. Havannavindlar. And- rúmsloftið í þessu herbegi hafði alltaf haft leiðinleg áhrif á Ross, gert hann taugaóstyrkan. Myerson hafði það verkefni að gefa fólki sparkið. Ef maður féll í ónáð hjá einhverjum á Fjórðu hæð, hjálpaði lítið að vera fastráðinn hjá ríkis- bákninu. Þetta vissi Ross vel, þó að hann væri ekki gamall í starfi. En Myerson virtist ekki vera í bardagahug þessa stundina. Það hafði ekkert að segja þó hann væri stuttur i spuna, þetta var bara sú framkoma, sem honum var töm. Loksins kom Joe Cutter — hár, grannur og dökkur yfirlitum, með útlit, sem hefði hentað kvikmynda- leikara. Augu hans voru svip- brigðalaus, þau komu ekki upp um skoðanir hans. — Þú ert seint á ferðinni? — Það er rétt. Cutter kastaði frakkanum sínum yfir stólbak og kinkaði kolli til Ross. Hann var hattlaus, enda gekk Cutter sjaldan með hatt. Myerson lokaði umslaginu. — Er það allt og sumt, sem þú hefur að segja? — Viltu fá það skriflegt frá næst- ráðandi, hvers vegna ég kem of seint? — Kimni þín skemmtir mér ekki, Jóe. — Vertu þá ekki að vekja upp drauga. Við lágum undir jeppanum hans Dulles i þrjú korter. Cutter settist. — Hvað stendur til? — Við höfum fengið orðsendingu frá Arbuckle, sagði Myerson. — Hvar er Arbuckle? — I Austur- Afríku. Þetta ættuð þið i þinni deild að hafa upplýsingar um, Joe. Myerson kveikti í nýjum Havannavindli eftir öllum kúnstar- innar reglum. Cutter brosti til Ross. — Nánar til tekið i Dar-es-Sal- aam, bætti Myerson við. Ross gat nú ekki þagað lengur. — Hvað er það eiginlega sem um er að ræða? sagði hann óþolinmóður. Myerson pirði á hann augunum gegnum reykjarkófið. — Þú verður að temja þér þolinmæði, Ross. Allir hlutir hafa sinn tima. — Ef þú hefur lokið þessum uppeldisfyrirlestri gæti ég lika hugsað mér að fá svar við spurningu Ross, sagði Cutter stuttur í spuna. Myerson horfði lengi á hann, en ákvað svo greinilega að móðgast ekki i þetta skipti. — Eins og þið 42VIKAN 18. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.