Vikan - 05.05.1977, Side 51
einasta stúlka með viti mundi halda
kjólnum sínum uppi, en ég er ekki
reiðubúin að láta þennan Martin
vita, hverslags kjáni ég hef verið.
Hann heldur í hönd mína, og með
hinni held ég fast um skóna inni i
handskjólinu.
Vatnið á gangstéttunum, sem
hefur komist í gegnum sokkana, án
nokkurrar fyrirhafnar, virðist ekki
auðvelt að flýja. Það safnast saman
í stóra poka kringum tærnar á mér.
Við komuna til veitingahússins
þurrka allir sér vandlega á fótunum
á grófu svínsháramottunni við
dyrnar. Ég brosi til Martins, gnísti
saman tönnum og þurrka mér líka.
Þegar ég er loks komin inn, er
þetta ekki eins vont. Ég finn ekki
lengur til í fótunum. Þeir eru bara
ískaldir og rennblautir.
Kjólfaldurinn er skitugur, og ég
tek eftir, að mamma Susan horfir á
hann; en hún hefur mikið að gera
þessa stundina og hefur ekki tíma
til að minnast á það. Veislan er fín.
Þegar ég hef loks gert mér grein
’fyrir þvi, að það er ómögulegt að
hfelda á kampavinsglasi, kjúklingi
og skóm í handskjóli í einu og hef
hent hinu síðastnefnda undir stól,
fer að verða gaman. Ég ákveð að
fara ekki snemma.
Þegar byrjað er að dansa, fæ ég
góða hugmynd. Ég fer inn á
kvennasalernið, fer úr sokkunum og
þvæ mér um fæturna. Þegar ég kem
fram aftur, biður Martin mín.
,, Ég saknaði þín,” segir hann.
,.Komdu að dansa.”
Gullskartgripir
silfurskartgripir
fyrsta flokks
þjónusta
á viðgerðum
„Stórfínt,” segi ég. ,,\lér finnst
alltaf svo gott að dansa berfætt. Er
þér ekki sama?”
Það er verið að dansa ein'n af
þessum gamaldags dönsum, sem
þeir hafa í brúðkaupsveislum til að
endurnýja minningar gamla fólks-
ins. Hann tekur utan um mig, og
við svífum um salinn. Hann er
góður dansherra.
Ég tek ekki eftir miklu af því,
sem fram fer, fyrr en einhver kemur
til Martins og segir, að fólkið ætli
að fara upp að bílnum, áður en hin
hamingjusömu brúðhjón fara. Sal-
ernispappír, dósir, allt saman.
Nema það lítur út fyrir, að enginn
hafi munað eftir að koma með skó.
„Við verðum að hafa skó!”, segir
þessi maður. „Það er svo mikið
gæfumerki að hafa skó!”
„Augnablik,” segi ég.
Nokkru siðar kem ég aftur. Ég
rétti þeim fallegu grænu leðurskóna
mína. Martin horfir á mig sam-
þykkjandi, en þó undrandi.
„Þetta kalla ég nú vináttu,”
segir hann. „Þetta er sannkölluð
óeigingirni! Þar að auki svona
fallegir skór. Ég skil ekki, hvernig
þú þolir að missa þá. Þetta finnst
mér fallega gert af þér.”
Ég horfi upp til hans, 1 þessi
dásamlegu brúnu augu. Mín eru
svolítið rök. Þetta voru fallegir
skór.
„Ég vona, að þeir færi henni
hamingju,” segi ég. „Þeir færðu
mér mikla gæfu.”
★
5, Sfmi 33070
||; Sadolin
1,1 trae og jern
?OI
ul^yi-pleetniaJIS^1
Sendum
í póstkröfu
um allt land
Frakkastíg 7
101 Reykjavík,
Sími 28519