Vikan


Vikan - 19.05.1977, Blaðsíða 11

Vikan - 19.05.1977, Blaðsíða 11
þig um margt: Hvernig get ég komist í almennilegan félagsskap? 2. Hvað er það, sem veldur þessu? 3. Hvernig heldur þú, að ég lifi það sem eftir er ævinnar, eins og nú á stendur? 4. Er eitthvert félag, sem maður getur gengið í, sem sendir manni allar hljómplötur, sem maður hefur áhuga á? (lágum kostnaði eða engum), og allar hljómplötur, sem gefnar eru út með hinum og þessum hljóm- sveitum. 5. Hvað þarf maður að vera gamall, og hvar er þá hægt að skrá sig í það, og hvað kostar það? Ég vonast eftir svari við þessum spurningum. Einnig vona ég, að það skiljist, við hvað ég á í hverri spurningu. Ég hef ekkert annað að gera en bíða eftir svari við þessu. Því að þetta er það eina, sem ég get haft samband við í lífi mínu. Satt að segja, þá er þetta engin della. Sannleikurinn er alltaf sagna bestur. Hvaða merki á best við krabba (stelpu)? Ég veit, að skriftin er hörmuleg og einnig stafsetningin. Hvað heldur þú, að ég sé gömul? Hvað lestu úr skriftinni? Ég vona, að þetta bréf lendi ekki í hinni frægu ruslafötu. Ég vil ekki tala illa um ruslafötu ykkar né aðra menn. Ég tek ruslafötuna sem persónu. Jæja, vertu nú sæll og blessaður. Þ.U.S. Tilað geta gegnt flugfreyjustarfi þarf viðkomandi að hafa góða, almenna menntun og gott vald á tungumálum. Enska er helsta tungumálið, en síöan kemur þýska, franska eða eitthvert norðurlandamálanna. Nú er hætt að miða við sérstaka hæð, en viökomandi þarf aðeins aö sam- svara sér vel, hvað viðkemur þyngd og hæð. Aldurslágmark er 20 ára hjá Loftleiðum, en 19 ára hjá F/ugfé/aginu. /nntökupróf eru tekin, og síðan fara þeir sem standast prófið á námskeiö. Starfinu er í stuttu máli sagt háttað þannig, að flugfreyjur eru allt í senn um borð, húsmæður, þjónar og öryggisverðir. Annars færðu allar nánari upplýsingar um þetta hjá starfsmannahaldi Flug- leiða, s. 27800. Hvað varðar þitt leiðinlega líf, get ég lítið ráðlagt þér. Á þínum atdri hættir fólki til að gera úlfalda úr mýflugu og miklar óskaplega fyrir sér hvern smávægilegan galla eöa leiðinda atvik. Hristu af þér minnimáttarkenndina, þú ert ábyggilega ekkert verri en þessi vinkona þín. Vertu trú yfir því, sem þú ert sett yfir, líttu á björtu hliðarnar í lífinu, og vertu eins skapgóð og þér framast er unnt. Um hljómplöturnar veit ég ekkert, snúðu þér bara til hljómplötu- verslana, og þar er eflaust einhver, sem getur hjálpað þér. Tveir krabbar eiga sérstaklega vel saman, en samband með bogmanni, jómfrú og fiskum getur líka orðið mjög gott. Úr skriftinni má /esa mjög mikla ákveöni, og þú ert svona 15 ára. ER ÞETTA MEGRUNARFÆÐI? Kæri Póstur! Mig langar til þess að biðja þig um að dæma, hvort eftirfarandi fæðutegundir (í eina máltíð) geti talist megrunarfæði, og hvort einhver von sé til þess, að maður grennist með því að borða þetta í stað venjulegrar máltíðar: 1 stk. egg (linsoðið), 1-2 stk. hrökkbrauð, 1/2 appelsína, 1 sneið áleggspylsa, 4 sneiðar agúrka, ostsneið og bolli af undanrennu. Virðingarfyllst, Guðrún Pálsdóttir Þetta er ágætis megrunarfæði á sinn hátt, en annars er alltaf hollast að borða sem fjölbreytt- astan mat, en bara ekki mikið í Pennavinir Sigurður Magnússon, Ránargötu 5, Akureyri, óskar eftir pennavin- konum á aldrinum 14-15 ára. Sigurður er sjálfur 15 ára ,,ljós- hærður með æðislega sæt augu og fleira o.fl." eins og hann segir í bréfi sínu. Mynd fylgi fyrsta bréfi. Mr. Zbigniew Dudkiewicz, Sadowie 7, 32-267 Goszcza, Poland óskar eftir pennavinum á islandi. Hann er 18 ára gamall, og áhugamál hans eru frímerkjasöfn- un, póstkort. Skrifar á ensku, frönsku, þýsku og pólsku. Gunn Svanhild Olsen, Egjehjem, 4200 Sauda, Norge, óskar eftir að skrifast á við stelpur fæddar 1963. Hún skrifar aðeins á norsku. Marvin Schan, 2095 Creston Ave., 212-242-4700, Bronx 10453, New York, U.S.A., óskar eftir að skrifast á við kvenfólk á aldrinum 21-45 ára. Marvin er 40 ára gamall, Guðlaug Rögnvaldsdóttir, Brekkugötu 44, Þingeyri, Dýra- firði, óskar eftir að skrifast á við stelpur 11-13 ára. Guðlaug er sjálf 12 ára. Hlaðrúmin vinsælu komin aftur í mörgum litum. Sendum í póstkröfu um allt land. © Húsgagnaverslun Reykjavíkur hf. BRAUTARHOLTI 2 SÍMI 11940 ‘Ío % £> 9o — Þetta er þaö sem mig hefur dreymt um undanfarið; að vera aleinn með þér úti ( náttúrunni — og svo hefi ég gleymt sígarettunum heima! 20. TBL.VIKAN 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.