Vikan - 19.05.1977, Blaðsíða 3
Viöskiptavinir á Glóðinni.
* S3LIJ
Aö baki þeim ónafngreindur farþegi.
setjast aftur í sætin okkar með
góðgerðirnar. Eftir stutta stund
leggjum við svo af stað í
rannsóknarleiðangur um skipið.
Fyrst er okkur litið inn í þann sal,
sem ætlaður er þeim, er hafa illan
bifur á tóbaksreyk. Þar inni er
enginn, utan einn náungi, sem
situr með fullan poka af flöskum
úti í horni. Við hörfum öfug út og
æðum upp á þilfar.
EKKERT PLÁSS FYRIR;
HRAKNINGA
Sjálfsagt erum við afskaplega
álkuleg í göngulagi, en við
römbum þó rétta leið inn í stjórn-
klefann til skipstjórans, Þorvalds
Guðmundssonar, og tökum hann
tali:
— Hvað hefur þú verið lengi
skipstjóri á Akraborginni, Þor-
valdur?
Helgi Júlíusson, úrsmiöur.
— Ég er búinn að vera í þrjú ár
eða síðan skipið kom.
— Er þetta ekki prýðilegt starf?
— Þetta er ágætt.
— Hvað er löng sigling frá
Reykjavík til Akraness?
— Það er klukkutíma sigling.
— Hvað gengur skipið á miklum
hraða núna?
— Það er 12 og hálf míla.
— Ferðast margir farþegar með
skipinu að jafnaði?
— Það erákaflega misjafnt. Þeir
eru flestir um helgar. Yfirleitt eru
þetta 30, 40, 50 og upp í 100
farþegar í hverri ferð.
— Hvað getur skipið tekið
marga farþega?
Það tekur mest 440 farþega.
— Og hvað marga bíla?
— Fjörutíu og fimm.
— Ert þú sjálfur frá Akranesi og
býrðu þar?
— Já, ég er það, og sama er að
segja um annað starfsfólk um
borð.
— Hvað vinna margir á skipinu?
— Það eru ellefu og svo
þjónustulið.
— Hefurðu lent í nokkrum
hrakningum á þessari leið, eða er
það kannski ekki hægt á svona
góðu skipi?
— Nei, ekki nema eitthvað bili.
Það er ekkert pláss fyrir hrakninga
á svona leið.
— Hvenær hófust reglubundnar
siglingar á milli Akraness og
Reykjavíkur.
— Reglubundnar siglingar hóf-
ust hér á milli einhverntíma uppúr
aldamótunum síðustu, en Skalla-
grímur hefur séð um siglingarnar
síðan Laxfoss kom 1934. Svo kom
gamla Akraborgin 1956 og loks
þessi 1974.
Hér í stjórnklefanum er einnig
staddur 1. stýrimaður, Haukur
Kristjánsson.
— Ert þú búinn að starfa lengi á
skipinu?
— Það má segja, að ég hafi
verið frá því þetta skip kom.
— Líkar þér ekki vel?
— Jú ágætlega.
— Hvað eru margir stýrimenn á
skipinu?
— Það eru tveir um borð í einu
og einn í fríi yfirleitt.
,,ERUÐ ÞIÐ AÐ GERA AT?"
Viö þökkum þeim Þorvaldi og
Hauki fyrir samtalið og förum
aftur niður í reyksalinn. Þar
skimum við allt í kringum okkur og
komum auga á kunnuglegan
mann, nefnilega Hafstein Aust-
mann, listmálara.
— Þú ert auðvitað á leið til
Akraness. Hvað ætlarðu að gera
þar?
20. TBL.VIKAN 3