Vikan


Vikan - 19.05.1977, Blaðsíða 45

Vikan - 19.05.1977, Blaðsíða 45
ÁRNIBJARNASON UMSJÖN w% Það þótti talsverð bjartsýni og bíræfni, þegar fyrsta rallið var haldið hér á landi fyrir einu ári. Nú eru menn í alvöru farnir að velta fyrir sér að halda alþjöðarall á íslandi, og er hreint ekki ótrúlegt, að þær vangaveltur verði að veru- leika. í eftirfarandi lýsingu Árna Bjarnasonar af síðasta ralli geta menn lesið, hvernig er að taka þátt m.,% andi botni særrnlega vel verstu kafla leiðar- innar, og klúbburinn sparaði stórfé að losna við gerð leiðabók- anna. Allir keppendur, sem ég hef talað við, bæði fyrir og eftir keppnina, voru sammála um, að þetta form á rallinu væri bæði skemmtilegra og áhættuminna. í fyrsta skipti í ralli hér á landi tókst að fá lokaðan hluta leiðar- innar, eða frá Höfnum á Reykja- nesi og að Grindavík, þar sem eintómar blindhæðir og blind- beygjur eru. Að sögn Ragnars Gunnarssonar, formanns klúbbs- ins, var ekki nokkrum erfiðleikum bundið að fá þessum vegi lokað, ráðamönnum þótti ekkert sjálf- sagðara. Mikið öryggi var í því að vita þennan veg lokaðan og að maður ætti ekki von á að fá einhvern í flasið í blindbeygju eða á blindhæð. LEIÐIN í ÁFÖNGUM Leiðin, sern ekin var að þessu sinni, var eins og áður sagði 350 km löng. Lagt var af stað frá Hótel Loftleiðum, tekinn smá krókur í bænum og síðan ekið, sem leið lá Vesturlandsveg og beygt inn á Þingvallaafleggjarann. Fyrsta tímastöðin var svo við gatnamótin þar sem beygt er upp að Skálafelli. Frá Skálafelli lá leiðin til Þingvalla og í gegnum þjóðgarð- inn, en þegar út úr honum kom, var komið að annarri tímastöð. Því næst var ekið niður Grímsnesið fyrir Ingólfsfjall og til Hveragerðis. Þar var beygt til vinstri á veginn til Þorlákshafnar. Nokkur hundruð metrum frá gatnamótunum við Hveragerði var tímastöð. Þvínæst lá leiöin undir Löngu- hlíðum og framhjá Herdísarvík að isólfsskálavegi, en þar var tíma- stöð. Ekki var farið inn á isólfsskálaveginn I þetta sinn, heldur haldið áfram upp að Keflavíkurvegi, þar sem enn var tímastöð. Þegar á Keflavíkurveginn var komið, var stefnan tekin á Keflavík, en beygt af veginum út að Stapa stuttu eftir að farið var fram hjá afleggjaranum til Grinda- víkur. Þar komumst við á gamla Keflavíkurveginn, sem var ekinn að Fitjanesti. í Fitjanesti var svokallað ,,pitt"stopp í tuttugu mínútur. Næsta tímastöð var á afleggjar- anum að Höfnunum, en þaðan var ekið til Grindavíkur þar sem enn var tímastöð. Frá Grindavík var farið út á ísólfsskálaveg, og næsta tímastöð var strax og hann endaði. Aftur var farin leiðin hjá Kleifarvatni, og í þetta sinn var 20. TBL.VIKAN 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.