Vikan


Vikan - 19.05.1977, Blaðsíða 13

Vikan - 19.05.1977, Blaðsíða 13
Ungfrú Reykjavík svarar nokkrum samviskuspurningum. torguns. 99 7. En tónskáld? — Ég hlusta aldrei á klassíska tónlist, finnst hún leiðinleg. Mest hlusta ég á Pink Floyd, Mike Old- field, Rick Wakeman og Yes. 8. Hver er eftirlætishetjan þín úr mannkynssögunni? — Kleópatra. 9. Hvaða mannsnafni hefurðu mest dáiæti á? — María. 10. Hver er eftirlætis iitur þinn? — Rautt og bleikt. 11. En fugl? — íslenska álftin. 12. Blóm? — Bleikar rósir. 13. Hver er þinn mesti galli? — Hvað ég er frek. Ég vil fá öllu mínu framgengt. 14. En stærsti kostur þinn? — Ætli það sé nokkur.... 15. Hvaða ga/la áttu erfiðast með að þola / fari annarra? - Fals. 16. Hvaða eiginleika telur þú mestu máli skipta, að karlmaður hafi? — Að hann sé skemmtilegur, ákveðinn, vel gefinn og hafi góðan húmor, svo maður geti a.m.k. hlegið með honum. 17. En kvenmaður? — Fyrst og fremst, að hún sé kvenleg á allan hátt. 18. Erjafnrétti ríkjandi á íslandi? — Nei, það finnst mér ekki, en það þokast þó í áttina. 19. Hvaða hæfileika kysir þú helst að vera gædd? — Að geta verið góður málari. 20. Hvers konar dauðdaga kysirðu þér he/st? — Skjótan og sársaukalausan. 21. Hvað þykir þér verst að gera? — Lesa undir próf. 22. Hvað ætlarðu að verða, þegar ,,þú ert orðin stór?" — Flugfreyja. Annars gæti komiðtil greina, að ég héldi áfram námi, þá eitthvað í sambandi við tungumál. Svo gæti ég alveg hugsað mér að vera „bara" hús- móðir. 23. Ertu sátt við íslenskt þjóöskipulag? — Nei, það er ég ekki. 24. Hvernig er hugarástand þitt um þessar mundir? — Ég er bara að kafna í prófum og líður eftir því. 25. Hvernig á góður eiginmaður að vera? — Hann á að vera hjálplegur á heimilinu. 26. En góð eiginkona? — Hún á að vera skiiningsrík, trú eiginmanni sínum og þolinmóð við börnin sín. 27. Hver er eftir/ætis matur þinn? — Roast Beef. Annars er ég mjög hrifinn af „hversdagsmat" t.d. nýrri ýsu, saltfisk og skötu, svo eitthvað sé nefnt. 28. Ferðu mikið á dansleiki? - Nei, ég fer aðallega á skólaböll. Ég nenni ekki að standa í biðröð fyrir utan skemmtistaðina og komast svo ekki inn vegna aldursins. 29. Hvað mundirðu gera við peningana, ef þú ynnir milljón i happdrætti? — Læra að fljúga. 30. Hefur þú einkunnarorö, og sé svo, hvernig hljóða þau? — „Aldrei að fresta til morguns því sem hægt er að gera í dag," því það er einmitt það sem ég geri. 20. TBL.VIK.AN 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.