Vikan - 19.05.1977, Blaðsíða 38
Eyða! Eyða! Eyða!
Flest dreymir okkur einhvem tíma um
að verða skyndilega rík, vinna nokkrar
milljónir í happdrætti, eða þó ekki
væri nema nokkur hundruð þúsund í
getraununum. Vivian og Keith
Nicholson og börnin þeirra fjögur í
Yorkshire á Englandi áttu vart
málungi matar, þegar þau unnu
rúmlega 150.000 pund í getraununum
fyrir 15 árum, sem voru gífurleg
auðæfi þá. Gagnstætt því, sem
flestir ætla, færðu slík auðæfi þeim
litla gæfu. í næstu blöðum segir
Vivian sögu þeirra, sem er lygasögu
líkust.
Villtustu
draumar
urðu að
veruleika
Það er erfitt fyrir fólk að skilja,
hvað það er að hafa aldrei haft neitt
handa á milli í lífinu, og verða svo
flugríkur á einu andartaki. Ég vissi,
hvað fátækt var. Það var eðli mitt
að vera fótæk, en ég hafði aldrei
hugmynd um hvað auður var.
Fólk segirviðmig: ,,Viv, hvernig
GASTU eytt öllum þessum pening-
um?” í sannleika sagt er það mjög
auðvelt — þegar fólki finnst gaman
að fallegum hlutum og hefur eins
dýran smekk og ég.
Áður en við hlutum vinninginn,
bjuggum við Keith í bæjarblokk í
Airdale í Yorkshire. Við greiddum 2
pund á viku í húsaleigu og
börðumst við að fæða og klæða
börnin okkar fjögur, af þeim 7
pundum, sem Keith vann sér inn á
viku sem námuverkamaður.
Mamma bjó í annarri bæjar-
blokk, ekki langt frá heimili okkar,
og hún sá um hádegisverð fyrir
pabba og bræður mína, auk þess
sem hún reyndi að taka frá mat
handa okkur. Stundum varð ég svo
örvæntingarfull, að ég braust inn á
heimili foreldra minna um nætur til
að stela mat úr búrinu þeirra. Ég sá
alltaf til þess, að börnin fengju nóg
að borða, og Keith fékk alltaf góðan
málsverð, þegar hann kom úr
námunni.
Ég lét aldrei i ljósi, þó ég hefði
ekki borðað í heilan dag, og hann
hélt, að við kæmumst vel af á þeim
peningum, sem hann vann sér inn.
Stundum sat ég og lá við yfirliði og
bað þess, að eitthvert þeirra skildi
eitthvað af matnum sínum eftir á
disknum. Auðvitað gerðu þau það
aldrei, þau voru alltaf eins og litlir,
svangir betlarar. Þegar þau höfðu
lokið við að borða, notaði ég
brauðbita til að ná upp smjörinu,
sem var eftir á diskunum.
Meðan á þessum erfiðu tímuiTi
stóð, var ég vön að biðja mikið, og
ég hugsaði mikið, og ég vissi, að
það hlaut að bíða min annars konar
lif, einhversstaðar, einhverntima.
Það er skemmtileg tilhugsun, að
þegar ég var litil stelpa, lét ég mig
oft dreyma dagdrauma; ég sá sjálfa
mig á stórum, stórum svörtum eða
stórum, stórum hvitum bíl. Ég
myndi aka um og horfa á
verksmiðjurnar, sem ég ætti.
Sjáið til, meira að segja þá vissi
ég, að ég væri ekki bara hin
venjulega Viv Asprey, og ég vissi,
að eitthvað annað biði min en
fátæktin og eymdin, sem rikti alls
staðar í kringum mig; pabbi, sem
drakk út atvinnuleysisstyrkinn,
mamma veik af asma, sípúlandi til
að halda liftórunni, og svo við
börnin, sem undruðumst, hvernig
lífið gæti verið svona rotið. En
hvaða von hefur 10, 11 eða 14 ára
krakki? Á þeim aldri eru viðhorfin
dálítið sérstök. Ég hugsaði með
mér, að dag einn myndu þeir reisa
styttu af mér i miðri Castleford. Ég
hugsaði alltaf með mér, að mér
mundi hlotnast eitthvað, og ég bað
þess, að ég fengi alla þá hluti, sem
annað fólk hafði.
Svo gerðist það allt í september
— þegar ég var nýlega orðin 23 ára.
Allt, sem mig hafði alltaf dreymt
um — ég varð rík og fræg ó einum
sólarhring.
Við Keith vorum í Dorchester
hótelinu i London, i veislunni, þar
sem afhendingin fór fram. Ég var í
fallegum svörtum klæðnaði og
skóm, sem pössuðu við, með
rándýrt gullúr, allt gjafir frá
Littlewoods getraununum. Ég var
meira að segja í glænýjum
undirfötum, og ég var búin að lita
hár mitt kampavínslitt. Ég hugsaði
í sífellu: „Þetta er ekki ég.” Þetta
var einkennileg, hræðslukennd til-
finning.'
Við vorum í stórum sal, fullum af
Ijósmyndurum, blaðamönnum og
fólki frá Littlewoods. Bruce
Forsyth afhenti okkur ávísun að
upphæð 152.319 pund. Ég skildi
þetta varla — hvernig gat svona
lítill bréfsnepill verið svona verð-
mætur?
Það hringsnerist allt í höfðinu á
mér, og ég hálföskraði innra með
mér af öllum þessum látum. Þá tók
Bruce Forsyth utan um mig og
sagði: „Sjáið alla þessa dýrð.” Það
gerði útslagið! Ég fór að gráta.
Þetta hafði allt gengið svo fljótt
fyrir sig. Forráðamenn Littlewoods
getraunanna höfðu skipulagt hverja
minútu dagsins, og við Keith
gátum ekki einu sinni talað saman.
Það tekur tíma að skilja, að
maður eigi 152.000 pund, þegar
maður hefur vanist 7 pundum á
viku.
Við vorum fjóra daga i London,
veittum fréttamönnum viðtöl og
sátuiji veislur með forráðamönnum
getraunanna. Ég hafði aldrei komið
inn á hótel fyrr, og skyndilega
bjuggum við á Grosvenor hótelinu,
borðuðum fínar steikur og fórum út
að skemmta okkur á Palladium og
Pigalle á kvöldin. Við eyddum ekki
eyri af okkar eigin peningum þessa
fjóra daga. Meira að segja gjafirn-
ar, sem ég keypti handa börnunum,
komu frá Littlewoods.
Fyrsta yfirsjón mín var liklega að
kaupa leikföng handa börnunum
hjá Harrods, í stað þess að kaupa
föt á þau. Þau áttu aðeins einn
fatnað hvert, sem ég var vön að þvo
á kvöldin og láta þorna yfir nóttina,
svo þau gætu notað þau aftur
daginn eftir.
En fatnaður kom mér aldrei í
hug. Ég tók aðeins leikföng og sá
fyrir mér andlit barnanna. Ég
keypti dúkkur, járnbrautalestir,
stóran bangsa og rugguhest. Þetta
var eins og í ævintýri.
Við fórum heim aftur með
flugvél. Mamma og Geoff bróðir
minn biðu okkar á flugvellinum,
ásamt blaðamönnum. Jess systir
min var heima hjá okkur og gætti
38 VIKAN 20. TBL.