Vikan - 19.05.1977, Blaðsíða 39
Þegar við Keith unnum i getraun-
unum tilkynnti ég alheimi: ,,Ég
œtla að eyða, eyða og eyða.” Það
var einmitt það sem ég gerði. Ég
eyddi rúmlega 150.000 pundum.
Núna, 15 árum og fjórum eigin-
mönnum síðar, lifi ég ó ríkinu.
Iðrast ég einhvers? Einskis....
barnanna. Mig langaði mest af öllu
að fara heim og faðma þau að mér,
en það var búið að undirbúa veislu
heima hjá mömmu.
Éggleymi aldrei, þegar við ókum
eftir götunni, sem mamma bjó við, í
leigubíl, með öll leikföng barnanna í
stafla við hlið mér. Ég hugsaði með
mér: ,.Ö guð minn góður. þetta er
raunveruleikinn". ]Cg varð döpur.
Eftir að hafa dvalið i London i fjóra
daga. búið á dýru hóteli og borðað
dýran mat. hafði ég enga löngun til
að sjá þessa götu aftur.
Keith var jafn ruglaður og ég. en
ekki á sama hátt. Hann hafði aldrei
óskað eftir iburði. eins og ég. Það
eina, sem hann langaði til, var að
fara aftur til vinnufélaga sinna. fá
sér i glas og spila domino og fara i
pílukast.
Vinningurinn hafði ekki skipt
hann neinu máli. En skyndilega á
miðri leið, sneri hann sér að mér og
sagði: ..Veistu það Goldie (gadu-
nafn mitt), ég þarf aldrei framar að
fara og vinna í námunni." —
Honum hafði þá fyrst verið að detta
það i hug!
Áður en við unnum í getraununum,
var ég alltaf bak við bæjarblokkina,
sem við bjuggum í. að hengja út
þvott — börnin mín áttu aðeins eitt
sett af fötum, svo ég þurfti að þvo
þau á hverju kvöldi og láta þau
þorna yfir nótt.
20. TBL.VIKAN 39