Vikan


Vikan - 19.05.1977, Blaðsíða 20

Vikan - 19.05.1977, Blaðsíða 20
HROLLVEKJANDINÝ FRAMHALDSSAGA EFTIR SHEILU HOLLAND Kölski & Caroline Caroline Hay er listfræðingur og er nú komin til Haidansbury til þess að meta ástand trémuna dómkirkjunnar þar. Hún kemur þangað seint um kvöld, og fyrstu kynni hennar af klausturgarðinum valda henni heilabrotum og óhugnaði. Næsta dag bíður hennar annað umhugsunarefni — fyrrverandi elskhugi, Nick Wyatt. „Vel,” sagði hún, „það er einmitt vegna starfsins, sem ég er hér. Ég er að rannsaka nokkra af munum dómkirkjunnar.” Hann kinkaði stuttlega kolli. „Hvar býrðu?” „Hjá djáknanum.” Nick virtist létta, og það birti yfir svip hans. Hann hló þessum ljúfa hlátri, sem hún mundi svo vel. „Gamli góði prófasturinn og kjáninn hann sonur hans.” „Tony? Mér finnst hann á- gætur.,, „O jæja, það getur vel verið. Annars er hann almennt álitinn hálfgerður heimskingi.” Hversu vel mundi hún ekki þennan hroka hans. „Annars þekki ég hann varla,” sagði hún. „Ég kom ekki fyrr en i gærkvöldi. Ég fór út í morgun bæði til að skoða borgina og lika vegna þess, að ég var glorhungruð.” Hann leit sem snöggvast í átt til búðarinnar og sagði síðan kæru- leysislega: „Hvernig list þér á að koma og fá þér kaffi í Pelíkan- anum?” Hún hikaði aðeins. Síðan sagði hún álíka stift og hann: „Jú, því ekki það.” Þau gengu götuna á enda. Nokkrar tröppur lágu upp að glerdyrum, og bjölluhljómur heyrð- ist, þegar þau gengu inn. Litla veitingastofan var björt, með köflóttum dúkum á borðum og rauðu tigulsteinsgólfi. Þau settust -niður við tveggja manna borð. og fljótlega kom kaffið ásamt ilmandi góðum bollum. Caroline starði á þær, án þess að reyna að draga dul á. hve hungruð hún var. Þegar hún leit upp, sá hún að Nick horfði á hana glettnislegur á svip. Allt í einu var sem öll spenna hyrfi milli þeirra. Það var eins og reiðin og beiskjan vegna aðskilnað- ar þeirra væri horfin og þau væru byrjuð aftur, eins og í upphafi sambands þeirra, full ástúðar og skilnings og reiðubúin að gleðjast saman yfir hverju smáatriði. Caroline brosti. „Ég er glor- hungruð.” „Þú mátt eiga þær allar.” Þegar hún var búin með þær, hallaði hún sér aftur á bak og stundi af vellíðan. „Nú líður mér betur. Segðu mér Nick, hvar býrðu?” „Fyrirofanbúðina. Þarerágætis ibúð.” Allt i einu kom henni dálitið í hug. „Býrðu með Laurel?” „Já.” „Er hún.....alveg eins?” „Svona hér um bil.” Allt i einu var aftur orðin sama spennan milli þeirra. Laurel var systir Nicks, fimmtán árum eldri en hann, og hún og Suzanne dóttir hennar höfðu búið hjá Nick, síðan hún missti manninn. Og Laurel hafði verið mjög óvinveitt Caroline. Hún var taugaveikluð og uppfull af gremju og hræðslu við allt mögulegt. Nick hafði alltaf fundist hann bera ábyrgð á henni. Caroline hafði virt Nick fyrir það og reynt af öllum mætti að skilja, að óvinsemd Laurel stafaði af ótta, — ótta við það, að ef Nick giftist, myndi hún verða að finna sér annað heimili og verða sjálfstæð, en það gat hún ekki hugsað sér. Caroline hafði reynt eins og hún gat að komast hjá árekstrum. En það hafði ekkert þýtt. Hin illa dulda óvinsemd Laurel hafði eyðilagt hverja einustu heimsókn, og Caroline vissi, að þegar hún var ekki til staðar, reyndi Laurel eins og hún gat að snúa Nick gegn henni. Hún mætti augnaráði Nicks yfir borðið. Það var sársauki í augnaráði hans. Allt í einu minntist hún þess, þegar hann eitt sinn, dálítið drukkinn eftir samkvæmi, fór með kvæði eftir Keats fyrir hana. La belle Dame sans Merci. Fagra miskunnarlausa konan. Skildi hann muna eftir þvi líka? „Ó, Caro,” sagði hann allt í einu mjög lágt. „Hvers vegna í ósköp- unum þurftir þú eiginlega að álpast hingað?” Djákninn baðst mikillega af- sökunar. Hann kom fimm minútum eftir að frú Wheeler bar fram hádegisverðinn. „Mér þykir fyrir þessu, en ég varð fyrir töfum. Hann sendi ráðskonunni milt, friðþægjandi bros og sneri sér siðan að Caroline. „Mikið finnst mér leiðinlegt, hvernig morgunninn fór ungfrú Hay. Ég vona, að þú hafir getað fundið þér eitthvað til ánægju.?" „Þetta var indælis morgunn,” sagði Caroline. „Ég fékk mér gönguferð um borgina, mér finnst hún falleg.” rp ONY starði fýlulega ofan í súpudiskinn sinn. Hann hafði verið einkar liflegur, þar til faðir hans kom. Djákninn hafði sem snöggvast litið til hans, og það ekki verið ánægjulegt tillit. Þetta var í fyrsta sinn, sem hún sá þá saman. Tony virtist einhvern veginn hálf barnalegur, þó hann hlyti að vera að minnsta kosti rúmlega tvítugur. Aðalrétturinn var borinn á borð, soðinn þorskur. falinn undir hvítri kekkjóttri sósu. Caroline leit með meðaumkun á djáknann. Hvernig gat veslings maðurinn þrifist á sliku matarræði. Tony ýtti disknum sínum til 20 VIKAN 20. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.