Vikan - 19.05.1977, Qupperneq 13
Ungfrú Reykjavík svarar nokkrum
samviskuspurningum.
torguns.
99
7. En tónskáld?
— Ég hlusta aldrei á klassíska
tónlist, finnst hún leiðinleg. Mest
hlusta ég á Pink Floyd, Mike Old-
field, Rick Wakeman og Yes.
8. Hver er eftirlætishetjan þín úr
mannkynssögunni?
— Kleópatra.
9. Hvaða mannsnafni hefurðu
mest dáiæti á?
— María.
10. Hver er eftirlætis iitur þinn?
— Rautt og bleikt.
11. En fugl?
— íslenska álftin.
12. Blóm?
— Bleikar rósir.
13. Hver er þinn mesti galli?
— Hvað ég er frek. Ég vil fá
öllu mínu framgengt.
14. En stærsti kostur þinn?
— Ætli það sé nokkur....
15. Hvaða ga/la áttu erfiðast
með að þola / fari annarra?
- Fals.
16. Hvaða eiginleika telur þú
mestu máli skipta, að karlmaður
hafi?
— Að hann sé skemmtilegur,
ákveðinn, vel gefinn og hafi
góðan húmor, svo maður geti
a.m.k. hlegið með honum.
17. En kvenmaður?
— Fyrst og fremst, að hún sé
kvenleg á allan hátt.
18. Erjafnrétti ríkjandi á íslandi?
— Nei, það finnst mér ekki, en
það þokast þó í áttina.
19. Hvaða hæfileika kysir þú
helst að vera gædd?
— Að geta verið góður málari.
20. Hvers konar dauðdaga
kysirðu þér he/st?
— Skjótan og sársaukalausan.
21. Hvað þykir þér verst að
gera?
— Lesa undir próf.
22. Hvað ætlarðu að verða,
þegar ,,þú ert orðin stór?"
— Flugfreyja. Annars gæti
komiðtil greina, að ég héldi áfram
námi, þá eitthvað í sambandi við
tungumál. Svo gæti ég alveg
hugsað mér að vera „bara" hús-
móðir.
23. Ertu sátt við íslenskt
þjóöskipulag?
— Nei, það er ég ekki.
24. Hvernig er hugarástand þitt
um þessar mundir?
— Ég er bara að kafna í prófum
og líður eftir því.
25. Hvernig á góður eiginmaður
að vera?
— Hann á að vera hjálplegur á
heimilinu.
26. En góð eiginkona?
— Hún á að vera skiiningsrík,
trú eiginmanni sínum og þolinmóð
við börnin sín.
27. Hver er eftir/ætis matur
þinn?
— Roast Beef. Annars er ég
mjög hrifinn af „hversdagsmat"
t.d. nýrri ýsu, saltfisk og skötu,
svo eitthvað sé nefnt.
28. Ferðu mikið á dansleiki?
- Nei, ég fer aðallega á
skólaböll. Ég nenni ekki að standa
í biðröð fyrir utan skemmtistaðina
og komast svo ekki inn vegna
aldursins.
29. Hvað mundirðu gera við
peningana, ef þú ynnir milljón i
happdrætti?
— Læra að fljúga.
30. Hefur þú einkunnarorö, og
sé svo, hvernig hljóða þau?
— „Aldrei að fresta til morguns
því sem hægt er að gera í dag,"
því það er einmitt það sem ég geri.
20. TBL.VIK.AN 13