Vikan


Vikan - 19.05.1977, Side 45

Vikan - 19.05.1977, Side 45
ÁRNIBJARNASON UMSJÖN w% Það þótti talsverð bjartsýni og bíræfni, þegar fyrsta rallið var haldið hér á landi fyrir einu ári. Nú eru menn í alvöru farnir að velta fyrir sér að halda alþjöðarall á íslandi, og er hreint ekki ótrúlegt, að þær vangaveltur verði að veru- leika. í eftirfarandi lýsingu Árna Bjarnasonar af síðasta ralli geta menn lesið, hvernig er að taka þátt m.,% andi botni særrnlega vel verstu kafla leiðar- innar, og klúbburinn sparaði stórfé að losna við gerð leiðabók- anna. Allir keppendur, sem ég hef talað við, bæði fyrir og eftir keppnina, voru sammála um, að þetta form á rallinu væri bæði skemmtilegra og áhættuminna. í fyrsta skipti í ralli hér á landi tókst að fá lokaðan hluta leiðar- innar, eða frá Höfnum á Reykja- nesi og að Grindavík, þar sem eintómar blindhæðir og blind- beygjur eru. Að sögn Ragnars Gunnarssonar, formanns klúbbs- ins, var ekki nokkrum erfiðleikum bundið að fá þessum vegi lokað, ráðamönnum þótti ekkert sjálf- sagðara. Mikið öryggi var í því að vita þennan veg lokaðan og að maður ætti ekki von á að fá einhvern í flasið í blindbeygju eða á blindhæð. LEIÐIN í ÁFÖNGUM Leiðin, sern ekin var að þessu sinni, var eins og áður sagði 350 km löng. Lagt var af stað frá Hótel Loftleiðum, tekinn smá krókur í bænum og síðan ekið, sem leið lá Vesturlandsveg og beygt inn á Þingvallaafleggjarann. Fyrsta tímastöðin var svo við gatnamótin þar sem beygt er upp að Skálafelli. Frá Skálafelli lá leiðin til Þingvalla og í gegnum þjóðgarð- inn, en þegar út úr honum kom, var komið að annarri tímastöð. Því næst var ekið niður Grímsnesið fyrir Ingólfsfjall og til Hveragerðis. Þar var beygt til vinstri á veginn til Þorlákshafnar. Nokkur hundruð metrum frá gatnamótunum við Hveragerði var tímastöð. Þvínæst lá leiöin undir Löngu- hlíðum og framhjá Herdísarvík að isólfsskálavegi, en þar var tíma- stöð. Ekki var farið inn á isólfsskálaveginn I þetta sinn, heldur haldið áfram upp að Keflavíkurvegi, þar sem enn var tímastöð. Þegar á Keflavíkurveginn var komið, var stefnan tekin á Keflavík, en beygt af veginum út að Stapa stuttu eftir að farið var fram hjá afleggjaranum til Grinda- víkur. Þar komumst við á gamla Keflavíkurveginn, sem var ekinn að Fitjanesti. í Fitjanesti var svokallað ,,pitt"stopp í tuttugu mínútur. Næsta tímastöð var á afleggjar- anum að Höfnunum, en þaðan var ekið til Grindavíkur þar sem enn var tímastöð. Frá Grindavík var farið út á ísólfsskálaveg, og næsta tímastöð var strax og hann endaði. Aftur var farin leiðin hjá Kleifarvatni, og í þetta sinn var 20. TBL.VIKAN 45

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.